Vikan


Vikan - 25.01.1968, Qupperneq 43

Vikan - 25.01.1968, Qupperneq 43
einn af hraðbátum Títós. Og svo var enn haldið af stað. Báturinn fór á mestu ferð sem ég hef prófað á vatni, út á Adríahaf sem var ógleymanlega fagurt í miúkri dimmu og stjörnubliki Miðjarðar- hafsnæturinnar. Næsta morgun klukkan 9 fór ég að kynna mig fyrir utanríkisráð- herranum sem bjó á sama hótelinu og ég, og á sama gangi meira að segja. Ég afhenti honum eins og venja er samrit af trúnaðarbréfi mínu. Og klukkan 11 kom lítill vagn, dreginn af tveimur litlum, arabískum hestum, báðum hvítum, og ókum við siðameistarinn og ég út að sumarhöll Títós. Þar voru gólfin úr svörtu graníti, gljáfægð svo að hægt var að spegla sig í þeim eins og í túni franska kóngs- ins í sögunni. En Tító og menn hans voru í hvítum fötum svo að miklar voru andstæðurnar. Við héldum svo okkar hátíðlegu ræður sem venja er til við slík tæki- færi og ég afhenti trúnaðarbréfið. En strax eftir að þessu var lokið sneri Tító sér að mér, brosti breitt og sagði: — Ég heyri sagt að yður hafi ver- ið stolið úr járnbrautarlest. Ég játti því, þeir hefðu vérið svo skæðir að stela mér í landi sem ég hefði ekki haft hugmynd um að nokkur maður vissi að ég væri til. Hann sagði þá að skilaboð hefðu verið látin liggja fyrir mér á öllum landamærastöðvum um að biðja mig að fara til Opatija og einmitt í þetta hús sem ég kom í um nótt- ina, þvl að mín væri vænzt til Br(- óní, en ekki til Belgrad. En það hlaut að hafa gleymzt að senda skilaboðin á þá stöð sem ég fór um. Ur þessu varð mikið gaman. Við Tító sátum og töluðum saman I meira en klukkutíma. Honum þótti sýnilega vænt um eyna, og sagði mér að þarna væri kirkjurúst frá þriðju öld e. Kr., og hann vartist telja það mikinn sóma er ég benti á að þá væri þetta einhver elzta kirkjurúst I heiminum. Bað hann því næst siðameistara að aka mér á hestvagninum að rústunum og sýna mér þær. — Þetta hefur verið eftirminnileg afhending trúnaðarbréfs. — Já, segja má það. Siðameistarinn ók mér svo til baka frá litlu höfninni til Opatija, þennan tröllaveg sem ég sagði þér frá áðan, og ók hálfu hraðara en maðurinn sem með mig fór um nóttina. Mér fannst alveg nóg um. En það kom þá í Ijós að líka hann var að fara í sumarfrí, en af því að heimsókn mín til Títós hafði dregizt lengur en ráð var fyrir gert var hann að verða of seinn að ná í skipið sem hann ætlaði með. Þess vegna ókum við á 140 km hraða eftir þessum fjallvegum yfir Póla- skagann. — Hvernig leizt þér á Tító? — Mér virtist hann vera hreysti- skrokkur, myndarmaður, stórgerður í andliti, en glaðvær og skemmti- legur að tala við. Annars sagði hann sjálfur að hann hefði ekkert að gera annað en skemmta sér því hann væri bara yfirforseti. Júgó- slóafía er fimm lýðveldi hvert með sína stjórn og sinn forseta. Hann er sambandsforseti, en sambands- málin eru aðallega utanríkismál og vegamál og eitthvað fleira. Þeir voru að leggja góða vegi um land- ið, en yfirleitt voru fjallvegir hrika- legir. í Júgóslóvafíu eru töluð mörg tungumál. í norðurhluta landsins meira að segja allvíða töluð þýzka því sá landshluti tilheyrði óður Austurríki. Þegar ég kom til Make- dóníu varð ég þess vísari að þar tala menn eitthvert tungumál, sem mér gekk erfiðlega að skilja og enn verr að tala. Á veitingastað þar sem þjónninn skildi mig ekki kom maður sem kunni dálítið í frönsku mér til hjálpar. Hann kvaðst skildi hlaupa og sækja orðabók, svo hljóp hann eins og fætur toguðu, aum- ingja maðurinn, alla leið heim til sín eftir bókinni. Og þegar bókin kom þá var það tyrknesk orðabók. Þarna var sem sagt töluð tyrkneska. Þarna réðu Tyrkir lögum og lofum í mörg hundruð ár og þeirra mál var eins og latína annars staðar. — Á því svæði er fólk þá líklega múhameðstrúar? — Já, margir. í Skopie sem er höfuðborg Makedóníu held ég að séu eitthvað þrjár kirkjur og átta moskur, og konur ganga með slæð- ur fyrir andlitinu og í þessum ein- kennilega víðu buxum sem eru bundnar saman um öklana. — Svo þarftu að segja mér frá kynnum þínum af' íran og því fræga fólki öllu? — Já, ég var sendiherra I (ran um nokkurra ára skeið. Ég fór þang- að einu sinni. Það var skemmtilegt, fannst mér, gaman að koma þar og fólkið viðkynningargott. Sendiherra fran ( Stokkhólmi, Bagher Kazemi, var mikill valda- maður I (ran, hafði verið bæði innanríkisráðherra, fjármálaráð- herra, utanrlkismálaráðherra, for- sætisráðherra og v(st margt fleira. Hann var ágætur maður, hámenntað- ur og kúltíveraður. Við urðum góð- ir vinir. Hann langaði til að verða sendiherra fyrir íran á öllum Norð- urlöndunum. Stjórn (rans óskaði um þetta leyti eftir að stofna til dipló- mat(sks sambands við ísland, hann kom hingað og þótti það mjög skemmtileg og ævintýrarfk ferð. Svo var ég sendur til Persíu og afhenti trúnaðarbréf mitt þar. Shainn bjó ekki í Teheran um það leyti, heldur ! sumarhöll sinni uppi ( Elbrusfjöll- um. Þegar ég kom þangað var Kazemi vinur minn orðinn utanríkis- ráðherra, en hann hafði kallað á eftirmann sinn í Stokkhólmi og gert hann að ráðuneytisstjóra í utanrík- isráðuneytinu. Sá hét Nabil og var mikill og góður vinur okkar líka. Er ég kom þarna þekkti ég því bæði utanríkisráðherrann og ráðuneytis- stjórann og þar sem þetta voru hvort tveggja miklir vinir mínir gekk ég úr einum faðmlögunum í önnur. Þetta er dálftið einkennilegt þegar maður kemur svona langt suður eftir og er þar í fyrsta sinn. Maður sér ýmislegt á svona fjar- lægum stöðum sem manni verður minnisstætt þótt smámunir séu. Þeg- ar ég ók út í sumarhöll keisarans sá ég á einum stað gazelluhóp vera að narta í grastó, en gazellur eru ákaflega fíngerðar, lítil hjartardýr, eins og þú veizt. Ég bað bílstjórann að nema staðar svo ég gæti skoð- að þær betur því þær voru ekki mjög langt frá veginum. Ég horfði á þær í svo sem eina mfnútu, en þá kom að þeim einhver styggð og allur hópurinn stökk á burtu. Og þær fóru með slíkri ferð að ekki festi auga á, það sá bara í of- boðlítið rykský hingað og þangað sem sýndi leiðina er þær höfðu farið. Þetta var auðvitað útúrdúr, en svo að ég snúi mér aftur að efninu þá tók shainn á móti erlendum sendimönnum með mikilli viðhöfn. Öðru megin við sig hafði hann fjölskyldu sína, það voru tvær syst- ur hans, minnir mig, og nokkrir prinsar, en hinum megin voru allir aðrir embættismenn úr hirðinni, alls konar embættismenn og þar var náttúrlega utanrfkisráðherrann fremstur í flokki. Hann bar mér til heiðurs (slenzkan borða yfir brjóstið og (slenzku fálkaorðuna. — Hittirðu. drottninguna, Sorayu? — Nei, ég hitti hana ekki í það sinn. Það var ekki ætlazt til að karlmenn heimsæktu keisaradrottn- inguna, en ef konan mín hefði ver- ið með mér hefði hún að sjálfsögðu heimsótt hana. Þegar ég kom til Bonn var faðir hennar sendiherra þar og við kynntumst mjög vel. Við urðum alda vinir, og þá kynntist maður allri fjölskyldunni, Sorayu auðvitað líka. Þetta var einstaklega geðugt fólk. Móðir Sorayu er þýzk. En þau höfðu verið búsett ( sjö ár í Isfahan. Mér geðjaðist vel að Isfahan er ég kom þar. Mér er borgin minnis- stæð. Hún er við enda vegarins frá Teheran. Þess vegna koma þangað úlfaldalestir úr öllum áttum. Þær ferðast að nóttunni vegna svalans. Úlfaldarnir eru sjaldnast bundnir saman en fjórði hver úlfaldi ber bjölluborða um hálsinn. Þeir eru svo gerðir að enginn kólfur er í bjöllunum, en ól þrædd f gegnum 6—8 bjöllur svo að bjallan fyrir neðan slæst ( þá efri. Verður af þessu mjúkur kliður. Aðra nóttina í Isfahan varð ég andvaka og lá og hlustaði á bjöllu- kliðinn frá úlfaldalestunum sem komu og fóru, og horfði upp ( stjörurnar sem virtust svo nærri að maður þóttist sjá þær sem hnetti og alla festinguna á hreyfingu. Og grannar línur mínarettanna teygðu sig upp í himinhvolfið. Ég nefndi þetta við frú Esfandari, móðir Sorayu drottningar, en hún svaraði: ,,Já, maður getur verið f Isfa- han ( tvær nætur, en ekki sjö ár, guð hjálpi mér. Það sótti á hana mikið óyndi. En þetta er eyðimerkurborg, og mér fannst ákaflega rómantískt að hlusta á bjöllur úlfaldalestanna um nóttina. — Soraya er ein mest umtalað persóna síðustu ára og hafði víst almenna samúð um heim allan vegna skilnaðarins við shainn. — Já, þetta var náttúrlega ákaf- lega erfitt fyrir hana, líka, meðan hún var gift shainum. Ég segi fyrir mitt leyti að ég mundi telja dóttur mína illa gifta ef hún nítján ára gömul hefði orðið að taka að sér svona starf. Shainn varð auðvitað að fara mikið í alls konar opin- berar ferðir, og það er auðvitað ekki afskaplega skemmtilegt fyrir unga stúlku að hafa alls konar af- bragðs stjórnmálamenn til borðs. Heldurðu að dóttur þinni þætti skemmtilegt að sitja hjá Krustjof þó að enginn efist um að hann sé skemmtilegur og glaðsinna karl ( sinn hóp? Seinna þegar shainn skildi við hana og hún þurfti að fara að lifa aftur sem dóttir föður s(ns þá mun hún naumast hafa kunnað að umgangast veröldina. Hún rakst alls staðar á fólk úti á götu, þvf í Persíu skipuðu sér allir í raðir þar sem hún var á ferð til þess að hún gæti gengið óhindruð sína leið. En þegar enginn þekkti hana viku menn ekki nógu vel til hliðar. Það er sagt að Viktoria Englandsdrottning hafi aldrei litið eftir hvort aftan við hana væri stóll þegar hún settist. Hún var þv( skil- yrðislaust vön að einhver myndi setja fram stól. Esfandari, faðir Sorayu, hlakkaði til að hætta sendiherrastarfinu og geta setzt að sem prívatmaður út af fyrir sig með börn sín suður í Munchen og látið lítið á sér bera. — Það hefur verið sagt að sha- inn og Soraya hafi átt bágt með að slíta samvistir og hafi haft sam- band á laun lengi á eftir, jafnvel hafa blöð staðhæft að hún hafi von- azt eftir að ná í hann aftur þegar hann hefði eignazt erfingja með annarri konu. Getur þú nokkuð um þetta blaðaslúður sagt? — Nei, ég þori ekkert um þetta að segja. Það virtist fara mjög vel á með þeim. En hitt var annað mál að hann var bundinn konungdæmi sínu eins og kóngar eru og varð að hugsa um framtíðina og þar á meðal að eignast son. Hann á dóttur sem er sendiherrafrú í Wash- ington, eða hefur verið undanfarið. En svo dó bróðir hans í flugslysi, efnilegur maður, og þá var erfitt um konungserfðir. Hann varð því að fá sér aðra konu svo að hann gæti eignazt með henni syni. Slfkt er talið sjálfsagt þarna eystra. Mað- ur skilur við konu sína með þvf að segja þrisvar: „Ég skil við þig", og er það gilt þótt engin séu vitnin og konan frétti ekki af fyrr en löngu seinna. — Já, svona er það víst ! Mú- hameðstrú, eða var. Hvernig fellur þér annars sú trú? — Ég hef lesið kóraninn, og fannst mér það ákaflega lítið að- 4. tw. VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.