Vikan


Vikan - 25.01.1968, Page 50

Vikan - 25.01.1968, Page 50
Iskaldur gusturinn barst inn og með honum þokumökkur, sem skýrðist og hvarf, þegar hann mætti ylnum að innan. Lítil vera kom í i.jós í þessari þokuslæðu, vera með eplagrama satínhúfu yfir eldslitu hári. Þessir tveir sterku litir urðu ennþá meira áberandi við þoku- gráan bakgrunninn. Fyrir aftan hana kom andlit Márans í ijós, si- vafið í teppi og klúta og gult af kulda. H\rersvegna hleyptirðu henni inn? spurði Rescator á Arabisku. — Barnið var að leita að móður sinni. Ilonorine þaut í áttina til Angelique. — Mamma, hvar varstu? Mamma, komdu! Angelique sá hana óskýrt. Hún horíði skilningssljó á lítið, kringlótt andiitið með ofurlítið skáhöllum, gáfulegum augunum. Alit í einu fannst henni dóttir hennar vera svo ókunnug að eitt and- artak þyrmdi yfir hana af þeim tilfinningum, sem hún hafði eitt sinn borið i hennar garð. Allur sá viðbjóður, sem hún hafði einu sinni fund- ið tii gagnvart þessu lífi, sem hún hafði neyðst til að kveikja, barátta hennar móti þvi að viðurkenna hana sem hold af sínu holdi, afneitun hennar eigin blóðs, sem i þessu barni var blandað flekkuðu blóði upp- reisnarinnar gegn því, sem ekki varð aftur tekið. Brennandi smánin flæddi yfir hana. — Mamma, mamma, þú komst ekki í alla nótt. Mamma, mamma! Honorine kallaði móður sína ekki oft mömmu, en nú endurtók hún það hvað eftir annað. Herskár andi sjáifsvarnar og hefndar i hjarta barnsins lagði henni nú orð í munn, eina orðið, sem hún gat notað til að endurheimta móð- ur sína; slíta hana burtu frá þessum svarta manni, sem hafði sent eftir henni og lokað hana- inni í dýrgripastofunni sinni. — Mamma, mamma! Honorine stóð þarna. Hún var óafmáanlegt merki um allt það, sem var ófyrirgel'anlegt, innsigli á lokuðum dyrum, sem lágu að glataðri paradís, rétt eins og innsigli konungsins á dyrum Hallar hinna glöðu vísinda höfðu einu sinni þýtt heimsenda, endalok á hluta á ævi hennar, endalok hamingjunnar. Hugur Angelique fylltist af ólíkum myndum. Hún tók í hönd Honorine. Joffrey de Peyrác horíði á iitlu stúlkuna; hann reyndi að geta sér þess til, hve gömul hún væri. Þriggja? Fjögurra? Svo hún var ekki dóttir du Plessis marskálks. Hvers dóttir var hún þá? Þar sem hann stóð þarna, með ofurlítið kaldhæðnislegt og fyrirlit- legt bros á vörunum, gat Angelique sér til um hugsanir hans: Aðeins tiifallandi elskhugi; „glæsiiegur, rauðhærður elskhugi!“ Hann hafði heyrt orðsveipi um svo marga þeirra: Þar var hin dáfagra du Plessis markgreifafrú, ástmær Frakklandskonungs, ekkja de Peyracs greifa. Og um þetta myndi hún aldrei geta sagt honum sannleikann. Siðferð- isvitund hennar gerði uppreisn gegn þeirri hugmynd. Að verða að segja honum, hvernig hún hefði verið svívirt var eins og að afhjúpa hneyksl- anlegt og andstyggilegt sár. Hún myndi varðveita þetta leyndarmál að eilífu, ásamt með þeim örum, sem höfðu markað líkama hennar og hjarta að eilífu; örinu á fætinum, sem Colin Paturel hafði hugsað um, og fráfall litla Charles Henris .... Honorine, sem var afleiðing nauðgunar óþekkts manns, galt nú fyrir þau atlot, sem Angelique hafði látið viðgangast eða leitað eftir. Það hafði verið Philippe; faðmlög konungsins, hrjúf og krefjandi ástríða vesalings Normannans, konungs þrælanna; hin káta jarðneska gleði, sem Degrez lögregluforingi hafði veitt henni; mildari ánægja, sem hún hafði fundið til ásamt de Vivonne hertoga. Ó! hún hafði gleymt Rakoczy, og vafalaust fleiri. Hve mörg ár voru liðin, hún hafði kynnzt svo mörgu í lífinu, og hann lika. Það var of mikið tilætlunarsemi að það yrði strokið út i einu vetfangi. Hann stóð þarna og fitlaði ósjáifrátt við hökuna á sér. Hann var greinilega óvanur að vera skegglaus. — Þér verðið að viðurkenna að þetta er fremur óþægilegt. Hvernig gat hann haldið áfram að vera svona kaldhæðinn, hún átti meira að segja erfitt með að standa upp rétt, vegna þess hve hugur hennar var í mikiu uppnámi. — Eftir tilraunir mínar til að koma hlutunum á hreint, er mér nú ljóst að þeir verða sífellt flóknari. Ailt nýtt, sem ég frétti, knýr okkur lengra og lengra burt, hvort frá öðru. — Komdu mamma! Komdu! endurtók Honorine og togaði í pilsfald móður sinnar. — Þér kjósið sannarlega enga endursameiningu. Fyrir nokkrum klukkustundum var slík hugmynd yður mjög fjarlæg, hugur yðar fullur af öðru. — Komdu, mamma! — Ó. þegiðu! sagði Angelique og fannst eins og heili hennar myndi sprengja utan af sér höfuðkúpuna. — Óg hvað mig snertir .... Hann litaðist um, virti fyrir sér klefann, sem hann hafði af svo mikilli natni valið í verðmæt húsgögn og fyrsta flokks tæki, hæfandi umgerð fyrir breytilegt, erfitt og spennandi líf, þar sem Angelique átti sér engan stað. — Ég er nú orðinn gamall sæúlfur og vanur að vera einn. Að undan- teknum fáeinum stuttum árúm hjónabandsins, sem ég átti í heillandi félagi við yður, hafa konur ekki leikið nema aukahlutverk i mínu lífi. Ef til vill þykir yður gott að heyra það. E‘n allt þetta gerir mig frá- bitinn því að vera fyrirmyndareiginmaður á nýjan leik. Þetta skip er ekki stórt og híbýli mín iítil. Ég ætla að koma með uppástungu. Meðan þessi ferð endist, skulum við láta skeika að sköpuðu og halda að öðru leyti öllu við hið sama. — Láta skeika að sköpuðu? — Við skulum bæði láta sem ekkert hafi í skorizt. Þér verðið ennþá Dame Angelique meðal félaga yðar og ég verð aðeins ég. Hann var að afneita hanni, vísa henni frá sér. Þegar allt kom til alls, hvað gæti hann gert með hana sér við hlið? Svo hann sendi hana aftur til þeirra, sem á síðustu mánuðum höfðu orðið vinir hennar. — Og ætlið þér einnig að biðja mig að gleyma því, sem Þér hafið frætt mig um? spurði hún hæðnislega. — Ekki gieyma því. Aðeins að láta það ekki kvisast. — Komdu, mamma, sagði Honorine einu sinni enn og togaði í áttina til dyra. — Já. Þeim mun meira sem ég hugsa um það, sýnist mér það frá- 50 VIKAN 4 tbl- leitara, að segja vinum yðar, að þér voruð einu sinni konan mín, jafnvel þótt það væri fyrir ianga löngu. Þeir myndu þá álíta, að þér væruð í vitorði með mér. 1 viðtorði? Með bvað? Hann svaraði ekki. Hann var að hugsa og það var djúp hrukka á enninu. — Farið aftur til þeirra, sagði hann stuttaralega eins og hann væri að gefa skipun. Segið ekkert, það er iilgangslaust. Og þeir myndu hvort sem er álíta, að þér væruð frávita. Þér verðið að viðurkenna, að saga um glataðan eiginmann, sem þér funduð aftur og tók yður um borð í skip sitt, án þess að þér svo mikið sem könnuðust við hann, hlýtur að koma mönnum spánskt fyrir. Hann gekk að borðinu og tók upp leðurgrímuna, aukahúðina, sem hann bar til að vernda örið frá sævarseltunni og forvitnum augum mannanna. — Segið ekkert, látið sem ekkert sé. Og það sem meira er, ég treysti þeim ekki. Angelique var komin til dyra. — Trúið mér, það er gagnkvæmt., hreytti hún út úr sér milli saman- bitinna tannanna. I Þegar hún stóð þarna í dyrunum og leiddi dóttur sína sér við hönd, sneri hún sér við og virti hann fyrir sér. Hann hafði sett á sig grím- una aítur. Það hjálpaði henni til að skilja það, sem hann hafði verið að reyna að segja henni. Hann var bæði hann sjálfúr og annar maður í senn. Hann var Joffrey de Peyrac og Rescator. Hann var hinn mikli aðalsmaður, sem hafði verið gerður útlægur, og sjóræningi, sem hafði neyðzt til þess, svo hann gæti dregið fram lífið að slíta af sér öll gömul bönd, og bindast I staðinn einungis harðneskjulegri, líðandi stund. Þótt einkennilegt mætti virðast, fannst henni hann nú standa sér nær en fvrir andartaki. Henni var léttir að þvi að þurfa ekki að tala við hann sem Joffrey de Peyrac, aðeins sem Rescator. — Vinum mínum er áfram um að vita, sagði hún, •— herra minn, Rescator, hvert þér eruð að fara með Þá. Hvort sem þér trúið því eða ekki, er aíar óvenjulegt að rekast á hafís úti af Afríkuströnd, þar sem við ættum að vera á þessari stundu. Hann hafði gengið yfir að svörtum marmarahnetti með einkenni- legum merkjum á víð og dreif. Hann lagði aðra höndina á hann, hönd aðalsmanns, en brúna eins og hönd Araba, og renndi einum fingrinum eftir nokkrum línum, greyptum gulli. Hann virti hnöttinn lengi fyrir sér, en svo var eins og hann minntist þess allt í einu, að hún var þarna ennþá. Svarið var kæruleysislegt: — Segið þeim, að nyrðri leiðin liggi einnig til eyjanna. -vr, | ! I 10. KAFLI. Joffrey de Peyrac greifi, öðru nafni Rescator, renndi sér o,fan í gegnum iúkugatið, fikraði sig fimlega niður eftir bröttum stiganum, sem lá ofan í lest.ina. Hann fylgdi Máranum í hvitu skykkjunni og lulvtinni,, sem hann bar, eftir löngum, krókóttum göngunum, ofan í skipið. Undir fótum sínum fann hann hreyfingar skipsins, sem juku á bjart- sýni hans. Hættan var afstaðin. Þótt þeir sigldu enn i gegnum drunga- lega, þykka isþoku, sem lagði hrím yfir rá, reiða og þilfar, vissi hann að öllu var óhætt.Goiúdsóoro fikraði sig áfram með rósemi þess skips, sem finnur enga hættu yfirvofandi. Hann, Rescator þekkti hverja hreyfingu, hvert hljóð í viðum skips- ins neðan frá kili og upp á siglutopp, hvert smáatriði í þessu skipi, sem hafði verið sérstaklega smíðað fyrir heimskautahöfin, og sem hann hafði teiknað sjálfur. Hann hafði látið smíða það í Boston, í stærstu skipasmíðastöð N-Ameríku. Hann rétti út höndina til að snerta viðinn, ekki svo mikið til að styðja sig á göngunni, heldur öilu fremur til þess að komast í snertingu við úrvalsefnið í þessu glæsta skipi. Hann andaði að sér ilmi þess, ilminum af Sequoisviði frá Klamath fjöllunum i hinu fjarlæga Oregon og af silfureikinni frá Kennebec og Katahdinfjöllum í Maine — „hans" Maine — þennan ilm megnaði ekki einu sinni Þykkt lag af sævarseltu að yfirbuga. — Sá skógur er ekki til i Evrópu, sem er eins dásamlegur og skóg- arnir í Nýja heiminum. Hæð og þróttur trjánna og glampandi fögur laufin höfðu orðið honum opinberum á þeim tíma, sem fæst kom honum úr jafnvægi. Það væri hægt að halda áfram að skoða heiminn að eilífu, hugsaði hann. — Á hverjum degi verður manni ljóst, að maður veit í raun og veru ekkert.... Það er alltaf hægt að byrja á nýjan leik .... náttúran og náttúruöfiin eru okkur til stuðnings og til þess að knýja okkur áfram. Og þó hafði hin langa orrusta nóttina áður gegn hættum sjávar og íss, ekki fyllt hann hinni venjulegu ánægjutilfinningu, sem var ekki aðeins ánægjan af því að hafa sigrað, heldur einnig að hafa öðlazt auðæfi hið innra með sér, sem enginn gæti nokkru sinni svipt hann. Því síðan þá hafði hann lent i öðrum stormi, og þótt hann hefði reynt að berjast á móti, hafði sá leikið hann grátt. Að hugsa sér skopleik, þar sem hin andstyggilegu og viðbjóðslegu öfl tókust á við smekkleysið. Hann veigraði sér við að kalla þetta sorgarleik. Hann hafði alltaf leitast við að meta sérhvern viðburð í lífi sinu rétt. Vandræði í sambandi við kvennamál, voru venjulega fremur í ætt við skopleik en sorgarleik, jafnvel þótt hans eigin kona væri flækt í leik- inn og hún var sú kona, sem óvéfengjanlega hafði haft dýpri áhrif á hann en nokkur önnur — á hans kostnað — gat hann ekki varizt því að langa til að hlæja stríðnislega, þegar hann rifjaði upp í huga sér gang leiksins. Þarna var konan hans, sem hann hafði að verulegu leyti gleymt siðustu fimmtán árin; allt i einu skaut hún upp kollinum og bað um skjól á skipi hans, án þess að Þekkja hann, og til að bæta gráu ofan á svart, bjó hún sig undir að biðja hann að blessa nýtt hjóna- band hennai'. Örlögin voru eistaklega hugmyndarik, þegar það var annarsvegar að raða saman broslegum tilvikum, en þetta sló öll met. Ef til vill ætti hann að blessa forsjónina, eða þakka henni fyrir að hún skyldi gefa honum þann hæfileika að trúa Þannig á einstaka kimnigáfu örlaganna, sem nú höfðu veifað framan i þau flekklausri myndinni af hinni fögru ást unglingsáranna. Framhald í næsta blaði.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.