Vikan - 22.02.1968, Page 2
VOKI BILSTJORAII, FLUTMIIVOAFYIUKTÆKI,
\YTT FRÁ VAUXIIALL
BEHEORDKM
Vélin er ný 468 cubic tommu diese!. vél. Burðarþol á
framöxul er 6622 kg og á afturöxul 10206 kg.
Fullkomið, tvöfalt kerfi er á lofthemlum.
Bíllinn er með innbyggðu vökvastýri og fimm gíra
samhæfðum gírkassa.
Burðarþol á grind er tæp 12 tonn og hlassþunginn tæp
10 tonn, með öðrum orðum fullkomin nýting.
Verðið á bílnum og á varahlutum ásamt kostnaðarverði á f!utningstonni mælir
allt með því að endurnýja með BEDFORD. Þetta veldur einnig því að BEDFORD
ER MEST SELDI VÖRUBÍLLINN Á ÍSLANDI EINS OG í SVO MÖRGUM
LÖNDUM ÖÐRUM.
Nánari upplýsingar um bessa stærð og aðrar af Bedford vörubílum gefur:
VAUXHALL-BEDFORD UMBOÐIÐ
Ármúlu 3, sími 3it 900.
Eru ráðunautar rík-
isstjórnarinnar starfi
sínu vaxnir?
Þetta er spurningin, sem flest-
ir valta fyrir sér þessa síðustu
mánuði. Færustu fjármála-
séríræðingar okkar höfðu ný-
verið setið í S.-Ameríku al-
heimsfund alheimsbanka- og
fjármálamanna, þegar fregnin
barts um gengisfellingu Breta,
öllum á óvart, sérfræðingum
okkar líka. Það tók þá heila
viku að segja til um. hve mik-
ið ætti að fella gengið hér, en
Danir til dæmis voru svo með
á nótunum, að þeir gátu fellt
gengi sitt sama dag.
Það tók þá viku að á-
kveða hve mikið gengið skyldi
fellt, og var það meira en
annars staðar. Það sögðu þeir
til þess að lagfæra allar
skekkjur, úr því verið var að
hrófia við genginu hvort sem
var. Með þessari ríflegu
gengisfellingu sögðu þeir bág-
um hag sjávarútvegs, land-
búnaðar og meira að segja
iðnaðar borgið að minnsta
kosti fyrst um sinn, en lands-
menn allir nytu góðs af henni
með lækkuðum tollum og
meiri og betri atvinnu.
- I nokkrar vikur sökktu
sérfræðingarnir sér svo niður
í þessar hagsbætur, og þegar
þing kom saman eftir jólafrí
hafði frumvarp verið samið,
en það leit aldrei dagsins ljós.
Því það vantaði 2—300 millj-
ónir á að endarnir næðu sam-
an, þrátt fyrir vel undirbúna
gengisfellingu.
í nær þrjá mánuði hefur
verzlun með hátollavöru nær
stöðvazt og þegar þetta er rit-
að sér ekki fyrir endann.
Væri ekki til athugunar
fyrir stjórnmálaflokkana, að
koma sér upp ráðgefandi
nefndum manna innan sinna
vébanda, sem síarfa að veiga-
mestu greinum atvinnumála
og þekkja þau því af raun?
Með því móti gætu stjórn-
málamennirnir verið með á
nólunum og brugðizt við á
raunhæfan hátt, jafnóðum og
vandinn steðjar að. Sérfræð-
ingana mætti þá hafa lil að
mata rafreikna á upplýsingum
ráðgjafanefndanna. S. H.
V_________________________^