Vikan


Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 3

Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 3
A K VIKil BROS — Hlustaðu bara á hvað fréttaritarinn segir u;m okkur! Ipessari viku HIN VOTA SÍÐAN SÍÐAST Bls. 4 Bls. 6 Bls. 10 Bls. 12 Bls. 14 Bls. 16 Bls. 18 Bls. 20 Bls. 22 Bls. 32 Bls. 33 Bls. 34 BIs. 36 Bls. 35, 38, 42 Bls. 44 VÍSUR VIKUNNAR: Flesta kúnst þótt fjöldinn nemi Fleslir lítið viðnám veita fræðin helgu virðast týnd vígaferli óttast slík minni náð og miskunnsemi hörku jafnt og brögðum beita mönnum alltaf voru sýnd. blaðamenn í Keflavík. Margri byggð er búinn grandi barizt fast í Viet Nam fljúga yfir frónsku landi fréttamenn í vígaham. Skýtur mörgum skýja klakka skjótt á loft um heiminn enn víða yfir veiði hlakka vökuþreyttir blaðamenn. ÞÁ SAGÐÍ IiANN... Kunnur íslenzkur „playboy“ tók leigubíl utan við skemmtistað fyrir sig og dömuna. Hann lét bílinn aka að ákveðnu húsi, en er þangað kom, fóru hjúin ekki út, heldur héldu þau áfram kossum sínum, faðmlögum og hvískri í aftursætinu. Bílstjóranum eymdist biðin, og um síðir sagði hann: — Afsakið — væri ykkur sarna þótt ég slcryppi inn í Voga að ná í mína dömu? FORSÍÐAN: Þátturinn Vikan og heimilið er sex síður í þessu blaði. f hon- um er að þessu sinni fjallað um mál, sem allar konur þurfa að kunna góð skil á: Það er sagt frá þremur gerðum af pillum til að hafa hemil á barneignum. Sjá blaðsíðu 44—49. VIKAN — ÚTGEFANDI: HILMIR IIF. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaða- maður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Augtýsingastjóri: Sigríður Þorvalds- dóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 35,oo. Áskriftarverð er kr. 470,oo ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun og myndamót: Hilmir h.f. INJESTII Næsta blað kemur út á afar merkilegum degi — hlaupárs- degi, 29. febrúar. Hlaupárs- dagurinn er eins og kunnugt er til orðinn til þess að rétta af ofurlitla skekkju í tímatali okkar. Árið gengur ekki upp með 365 dögum, en skekkjan réttist sé einum degi smeygt inn fjórða hverl ár. Það helzta sem erfðavenjur hafa lagt á þennan viðaukadag fjórða hvert ár, eru þau lög, að þann dag megi kona biðja sér manns, án þess að bíða við það álitshnekki. Við gerðum snögga skoðanakönnun gegn- um síma um það, hvort konur notuðu sér þessa heimild. Við fengum nokkur stuttaraleg svör og eitt langt og ýtarlegt og eina bónorðssögu karl- manns að auki. Ekki verður ófeigum í hel komið er sameiginlegt heiti á fimm ævintýralegum frá- sögnum, sem birtast í næsta blaði. Þær segja allar frá her- mönnum, sem börðust í heims- styrjöldinni síðari og sluppu lifandi úr þeim hildarleik á yfirnáttúrlegan hátt. — Allir sýndu þeir mikla dirfsku og drýgðu hetjudáðir, sem enn eru í minnum hafðar. Þá viljum við minna á fimmta hluta bókarinnar Tó- paz eftir Leon Uris og síðast en ekki sízt kynnum við væntanlega Fegurðarsam- keppni unga fólksins, sem Vikan og Karnabær gangast fyrir. Keppni þessi fór fram í fyrsta sinn í fyrra og þótti takast einstaklega vel. 8. tbi. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.