Vikan


Vikan - 22.02.1968, Side 9

Vikan - 22.02.1968, Side 9
■\ f Hann hafði orð á sér fyrir að vera sá fallegasti, stærsti og sterkasti í sinni sveit. Það voru hnefar hans sem gerðu út um málin þar. En gegn byssu ætl- aðri til villisvínaveiða var hann varnarlaus, þótt svo að íbúar suður-ítölsku smáborgarinnar Melfis litu á hann sem eins kon- ar Herakles. Nágranni hans skaut hann í bakið. Þá hafði Alessandro Zoppi einum vetri fátt í fertugt. Ummál þanins brjóstkassa hans var hundrað og tuttugu sentimetrar. Hann var hár á suður-ítalskan mælikvarða, — hundrað og áttatíu sentimetrar, og hann dreymdi um að verða herra Alheimur eða kvikmynda- hetja. Hann þjálfaði á sér skrokkinn kerfisbundið, lét ljósmynda sig og skreytti íbúð sína með mynd- um af sjálfum sér í sundbuxum og með samanbitna skolta, en það hugði hann karlmannlegt. Hann fékkst meira að segja við yrkingar, bæði í orðum og tón- um: átti bæði ritvél og segul- bandstæki. Hann reyndi að semja lög við kvæði sjálfs sín. En frægð Alessandros náði aldrei út fyrir mörk Melfis. En þar var hann sannarlega sá sterk- asti. Hann skildi við konu sína og hafði síðan með hinum og þessum lausakonum, að minnsta kosti fjórum, og barnaði sumar þeirra. Hann hafði eitt sinn stöðvað tvo tryllta hesta með handafli og gat dregið á eftir sér Fiat 600 í reipi, sem hann brá utan um hálsinn. Þar að auki hafði hann útnefnt sjálfan sig hreppstjóra og oddvita í borginni. Þeir sem þurftu ráð og aðsloð fóru til Alessandros. Lögreglan var hvorteðvar gagnslaus. Libera Natale varð vitni að dráp- inu, en þorði fyrst í stað ekki að gera lögreglunni viðvart . . . En einn var sá í Melfis er ekki vildi lúta þessum stór- mennskubrjálæðingi. Sá var rúmlega þrítugúr bóndi, Delli Gatti að nafni. Nokkrum múl- ösnum var stolið frá honum og leitaði hann þá aðstoðar hjá lögreglunni en ekki Zoppa granna sínum. En lögreglan fann ekki stolnu gripina. Hún gat ekki heldur hindrað að Zoppi, sem var illur út af því að ekki skyldi til hans leitað, lemdi Gatta sundur og saman. Gatti var tvo mánuði á sjúkrahúsi að jafna sig eftir misþyrmingamar. En ekki var hann fyrr sloppinn út en þeim Zoppa lenti saman á nýjan leik. Og enn beið Gatti lægra hlut. Að áflogunum loknum öskraði sigurvegarinn hrokafullur: — Ég er ekki hræddur við neinn — ég geri það sem mér sýnist við ykkur alla. En Gatti bóndi var ekki á því að láta bugast. Þegar hann í þriðja sinn lagði til atlögu við granna sinn, tók hann með sér byssu. Síðar sagði hann: — Hefði þetta verið venju- legur maður, hefði venjuleg veiðipatróna kannski dugað. En á Alessandro varð ég að nota ekta blý. Delli Gatti eftir handtökuna. Hann var sá eini í bænum, sem afsagði að beygja sig fyr- ir hinum stórmennskubrjálaða Alessandro. Þegar Alessandro fór að heiman frá sér að morgni tutt- ugasta og sjölta septembers síðastliðins, læddist Gatti á eftir honum, miðaði á hrygg- súluna og hleypti af. —■ Það þurfti tvö skot til að drepa Alessandro hinn mikla. En ein manneskja horfði á drápið. Libera Natale, syslir einnar af vinkonum Alessan- dros, varð af tilviljun vitni að atburðinum. Af hræðslu við hefnd þorði hún ekki að fara til lögreglunnar fyrr en líkið hafði fundizt, þremur dögum eftir drápið. Henni tókst síð- an að þekkja morðingjann. — Honum hefur nú verið stefnt fyrir dóm. Uaritíiarhariif INM IÚTI BÍLSKIJRS HLRÐIR %\\i- 'Útihutiit H. □. VILHJALMSSDN RÁNARGÖTU l?. SÍMI 19669 Rafmagnsrakvélar i miklu úrvali með og án bartskera og harklippum DLjý h O ■*, Vlfi ÓfllNSTORG s. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.