Vikan - 22.02.1968, Qupperneq 10
Hann býr vestur í bæ og þeg-
ar ég spurði, hvort hann gæti
ekki sagt mér eitthvað skemmti-
legt af langri ævi, svaraði hann:
— Ég man þó altént tvo veðra-
vetur, 1906 og 1918. — Og kannski
sitthvað fleira, sagði ég. — Það
veit ég nú ekki, sagði hann, —
en illu er bezt aflokið og komdu
á morgun.
Og ég kom. Það var hraglanda
rigning ofan á snjókomu og
skreipt á götunum. Inn-i var þessi
drungalega dumbungsbirta vetr-
arins, ró aldurs og neftóbaks.
Konráð Jónsson bauð mér til sæt-
is, settist sjálfur í húsbóndastól-
inn og fékk sér í nefið.
— Ég hef verið að drepast í
meira en ár, sagði hann. — Það
er í blóðinu, blóðstífla. Hef ekk-
ert unnið siðan.
— Þú bjóat í Vatnsdalnum, var
ekki svo?
— Jú, ég bjó í Gilhaga. Það
er fremsti bær að vestanverðunni,
eiginlega uppi á heiði, má segja.
Það er svona klukkutíma gangur
frá Haukagili, sem er næsti bær.
Þetta er afskekkt, og ég flutti
að nokkru leyli vegna þess, að
konan var orðin leið á að vera
þar. Ég var lítið heima oft á
tíðum.
— Þú varst grenjaskytta?
— Já, ég dundaði við það í
tíu ár. Mest á vorin, en svo var
ég að asnast til að liggja úti að
vetrinum. Það var spennandi, sér-
staklega á vorin, en gamanið fór
af að vetrinum, þegar komu frost
og hríðar.
— Var mikið um tófu þarna?
— Já, töluvert, og það er eins
og henni fjölgaði, og hafi fjölgað,
eftir að ég var nú farinn. Sá
sem tók við af mér, var afbragðs
grenjaskytta, en hann er nú far-
inn líka. Ég vissi ekki, hvort
hann fór á nokkurt greni í vor.
— Taka þá ekki ungu menn-
irnir við?
— Jú, ég held það. Þeir eru
nógir þama, svo sem. Ég held,
að sonur hans hafi verið með
honum í fyrra. En karlinn var
úrvals skytta, honum er bara
farið að daprast sjón svo mikið.
— Áður hafði ég unnið við refa-
hirðingu hjá Sverri í Hvammi í
Norðurárdal, svo það má segja,
að ég hafi farið frá því að rækta
refi til að drepa þá.
— Var refaræktin nokkuð arð-
bær?
— Það var nú svona upp og
og ofan. Ég kom að Hvammi um
vor, og þá voru nú gotnar allar
tæfumar, ég man ekki hvað þær
voru margar, eitthvað ellefu eða
tólf, minnir mig, en yrðlingarn-
ir voru fjórir. Hitt hafði drep-
izt allt saman. Hann sagði mér,
hann Sverrir heitinn, að þetta
hefði verið svona undanfarin ár.
Svo það var langur vegur frá,
10 VIKAN 8-tbl-