Vikan - 22.02.1968, Page 19
bauga undir augunum. Hún var
ekki smásmuguleg lengur. Auö-
vitað fann hún til sektar. En
meðfram var það ánægja og full-
nægja, sterkara en sektin. Þau
ætluðu að giftast. Þau vissu það
kannske ekki, en ég vissi það.
Þér getið verið fullviss um að
hún kveið fyrir því, en þau gerðu
hvort annað hamingjusamt. Hún
var í þann veginn að hafa skipti
á manni og dreng.
— Nile læknir, leit hún út fyr-
ir að vera sérstaklega óörugg
síðustu vikumar?
Nile settist á borðshornið.
Hann leit fýlulega á Brecken-
ridge. — Þér eruð enn við sama
heygarðshornið!
— Þér vékuð yður undan í
fyrra skiptið, er ég spurði um
þetta.
— Allt í lagi. Hún hafði
áhyggjur af einhverju. En and-
skotakornið að hún hefði sjálfs-
morð í huga.
— Getið þér getið yður nokk-
urs til?
— Ég hef komið með nokkr-
ar tilgátur. Hún var ekki slæm
á taugum. Hún var heilbrigð og
stöðug. Hraust eins og hross.
Peningar koma ekki við sögu.
Skip hafði ávaxtað fé hennar
einhvernveginn þannig, að hún
gat sent heim peninga til að
standast straum af sjúkrakostn-
aði móður sinnar. Kannske
Phelps hafi eitthvað verið að
kvabba í henni, en ég held að
það hafi ekki skipt miklu máli.
Hún hafði afskrifað hann. Það
kemur ekki til mála að Skip hafi
haft aðra konu. Það er aðeins
ein tilgáta eftir. Ef til vill tignaði
hún Skip einum of mikið og hef-
ur svo komizt að of miklu um
hann. Skip byrjaði með ekkert og
hann eignaðist mikið. Hann hef-
ur verið ósvífinn, slóttugur og
miskunnarlaus. Hann hefur stig-
ið ofan á þá sem voru fyrir hon-
um. Hann hefur stytt sér ýmsar
leiðir hér og þar. Sumir segja
að hann sé óheiðarlegur. Aðrir
segja að hann fari bara mjög
nálægt lögunum. Hann notar
peningana og hefur stjórnmála-
mennina í vasanum. Kona eins
og Lucille myndi áreiðanlega
vilja að maður hennar væri heið-
arlegur. Kannske hún hafi kom-
izt að því hve viðsjárverður
Skip Kimberton getur verið. Það
hefði valdið henni áhyggjum, en
hún hefði ekki drepið sig út af
því.
— Né heldur drepið sig á
þennan hátt.
- Ég er enginn sérfræðingur
í sjálfsmorðum, Breckenridge,
en ég hef þá hugmynd að góðir
sundmenn drekki sér ekki. Hins-
vegar hefur verið iðravírus að
ganga hér. Kaldar uppsprettur
liggja út í vatnið. Tilgáta mín er
sú að hún hafi synt inn í kaldan
straum og fengið innvortis
ltrampa, sem hafi kreppt hana
eða kannske valdið henni svo
mikilli þjáningu að það hafi liðið
yfir hana. Það er alveg sama hve
snjall sundmaður á í hlut, það
ætti enginn að synda einn.
— Kannske væri ég betur
staddur ef það væri klásúla
varðandi morð líka, sagði Brec-
kenridge kæruleysislega.
— Það væri miklu meira vit í
því en sjálfsmorði.
— Er það?
— Hvaða frekja er þetta,
drengur? Ég var bara að segja
að sjálfsmorð sé svo ólíklegt að
allt annað sé líklegra. En and-
skotakornið, hverjir ættu að
vilja drepa Lucille?
Breckenridge dreypti á glas-
inu sínu og brosti vingjarnlega.
— Sjáum nú til. Phelps drap
hana, af því hún vildi ekki koma
aftur til hans. Skip Kimberton
drap hana, af því að hún komst
að því að hann var óheiðarleg-
ur, og ætlaði að koma upp um
hann, eða einhver kona sem ótt-
aðist að hún snéri aftur til
Phelps, eða einhver önnur kona
sem vildi fá Skip aftur, eða ein-
hver ræfill, sem átti leið hjá.
Neil læknir hristi höfuðið með
aðdáunarsvip. — Þér eruð fár-
veikur af ímyndunarafli, Breck-
enridge.
— Þetta er leikur, sem allir
geta leikið.
— Auðvitað. Ég drap hana,
vegna þess að hún ætlaði að
kæra mig fyrir læknasamband-
inu fyrir að ég misnotaði eitur-
lyf. Hvað þá konan sem leigði
henni, til refsingar fyrir sið-
ferðisbrot í húsinu. Hann snögg-
þagnaði. — Þetta er ekki skop-
legt. Hún er dáin og ég sakna
hennar.
— Fyrirgefið. Rannsökuðuð
þér líkið?
— Nei. Það var Bert Dell.
Hann er lögreglulæknirinn. Hann
skoðaði lungun og gerði nauð-
synlegar efnagreiningar. Þetta
var drukkmm. Á því leikur ekki
minnsti vafi. Verðið þér að fara
víða og spyrja margra þessara
fáránlegu og barnalegu spurn-
inga?
— Fyrirtækið heimtar ná-
kvæmni, læknir.
— Farið varlega að Skip. Hann
gæti reynt að kasta yður út um
gluggann.
— Það hefur verið reynt áður.
— Skip gæti tekizt það. En
eftir útliti yðar að dæma gæti
það tekið hann lengri tíma en
hann myndi reikna með. Þið
getið þá báðir komið til mín á
eftir og ég skal dytta að ykkur.
En hvemig sem það fer, skulið
þér koma aftur til mín einhvern
daginn og segja mér hvernig yð-
ur gengur. Þér hafið ekki kallað
mið doksa og ekki beðið um
ókeypis læknisráð, svo þér eruð
velkominn til mín um viskíleyt-
ið á hverjum degi.
Það var næstum orðið dimmt,
þegar hann sótti Barböru Horne.
Augu hennar vom þrútin og
rauð. Þegar þau óku burt frá
mótelinu í bílaleigubílnum hans,
spurði hann hana hvort hún
hefði blundað. Hún virtist eitt-
hvað miður sín.
— Ofurlítið. Og svo vaknaði
ég með það í huganum að ég
þyrfti endilega að segja Lucille
svolítið og allt í einu fann ég,
í fyrsta sinn, að ég get aldrei
sætt mig við neitt framar.
— Þannig gerist það. Það
kemur, þegar maður á ekki von
á því. Smámunir og svo virðist
það óraunverulegt aftur. Það
kemur og fer og eftir nokkra
stund verður það minna og sárs-
aukalausara í hvert sinn.
— Þú hefur misst vini — sem
stóðu þér nærri.
— Eldri bróður. í stríðinu.
Hann var stórkostlegur. Ég
reyndi alltaf að gera eins og
hann og fá hann til að hrósa
mér. Það var fyrir langa löngu,
en jafnvel enn þann dag í dag,
þegar ég geri eitthvað vel, er
eitthvað innra með mér sem
segir: — Hvernig lízt þér á þetta,
Jói? Það er eins og ég sé enn að
leita að viðurkenningu hans. Og
ég missti konu, en ekki á sama
hátt. Ég elskaði hana og við
eyddum nokkrum árum við að
reyna að sannfæra hvort annað
um að hún elskaði mig, en hún
var svo fágæt, dásamleg, dýr-
mæt og sérstök að hún gat ekki
hætt að elska og dást að sjálfri
sér. Hún er gift Texana núna og
mér skilst að þau eigi tvö eða
þrjú börn. Þar er hún í réttu
umhverfi. Texaninn á búgarð,
sem hann notar til að sýna þeim
sem hann vill slá sig til riddara
fyrir og hina öfundsverðu Janey.
Þegar þau ferðast eitthvað fara
þau fljúgandi og þjónustustúlk-
an og hárgreiðslumeistarinn fara
með. Þau hafa tekið sér fyrir
hendur að dást bæði að Janey.
Hún mátti ekki sóa sér á venju-
lega lögregluþjón og foreldrar
hennar voru iðnir við að segja
henni það. Þegar hún var lítil
létu þau hana taka tima í öllu,
öllu nema því hvernig hún ætti
að elska aðra en sjálfa sig.
— Ennþá gramur?
— Ofurlítið, kannske.
Hann fann litla veitingastofu
í borgarkorni, tuttugu mílur frá
Portúgal. Meðan þau sátu á
barnum yfir glösum fann hann
sér til undrunar að hann var
farinn að dást að henni. Þegar
þau hittust fyrst hafði honum
fundist hún vera með stöðugan
ólundarsvip, einskonar eilífðar-
fýlu. En nú fannst honum að
munnur hennar og litlu hrukk-
urnar milli augnanna benda
meira til þess að hún væri
ákveðin og þolin og þar að auki
töluvert útsjónarsöm. Hún hafði
sagt að Lucille hefði verið
fallegri systirin. í fyrstu fannst
honum Barbara hvorki fögur né
ófögur, en af þeirri gerðinni sem
vekur engar hvatir. En nú fannst
honum hún meira aðlaðandi.
Hár hennar var gljábrúnt og
vottaði fyrir rauðum glampa í
því, ennið hátt, augun grágræn,
andlitið fremur á langveginn,
þó ávalt, ofurlítið þrýstið, var-
irnar mjúkar, vel lagaðar og
kyrrlátlegar. Hún var fremur
stór og limalöng, ef til vill í
Framhald á bls. 31.
8. tbi. VIKAN 19