Vikan


Vikan - 22.02.1968, Qupperneq 22

Vikan - 22.02.1968, Qupperneq 22
ARBLOMA OG BYSSU STINGJA KONSTANTÍN OG BYLTINGIN Herforingjamir í Grikklandi steyptu stjórninni og tóku hana og Konstantín Grikkjakonung í sínar hendur. Konstantín var gagnrýndur harðlega, enda vissi enginn fyrir víst hvar hann stóö. Seinna kom hann til Bandaríkjanna þar sem hann bað Bandaríkjamenn að vera þolinmóða, með'an hann væri að koma á lýðræði aftur í Grikklandi. Svo gerði hann gagnbyltingu og flúði til Italíu. V___________________ EKKI FÆRRI De Gaulle vakti svo sann- arlega næga athygfi á sér. Hann beitti neitunarvaldi til að útiloka Breta frá Efnahagsbandalaginu, því hann vill ekki búa við sam- keppni þeirra á því sviði. Hann fór líka til Kanada og heimtaði þar frjálst Que- bec þótt ekki væri annað vitað en þar gilti fullt frelsi. Og þegar Frakkar náðu því marki að verða 50 milljónir talsins, hélt hann 50 milljónasta baminu mikla gleði og sagði þá, að Frakkar mættu ekki vera manni færri en 100 millj- ónir, ef vel ætti að fara. — HUGSUN MAOS í OXINNI Uppþot urðu við kínverska sendiráðið í London. Hóp- ur lögregluþjóna var sendur á staðinn, en þar reyndu kínverskir að koma boðskap Maos inn í hausana á þeim með öxi, sjálfsagt samkvæmt hugsunum Maos. Lögreglan bjargaðist. LEIKKONAN VARÐ FRELSISHETJA Melina Mercouri skipti um hlutverk. Áður var hún aðeins þekkt og vinsæl kvikmyndaleikkona, árið 1967 varð hún að frelsishetju Grikklands með þeim afleiðingum að hún var svift grískum ríkisborgararétti. Nú er liún gyðja þeirra Grykkja, sem eru andvígir herforingjastjóminni.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.