Vikan


Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 4

Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 4
9 Til fenninoarsiiafa SONOLOR transitorviStæki frá kr. 2800,oo. / f Teppaz spilarar bæöi Mono og Stereo. - Ver8 fró kr. 3100.00. Fóanleg bæði fyrir rafstraum, 220 volt og rafhlöSur. — Allir hraSar. SENDUM I PÖSTKRÖFU UM ALLT LAND Radlónaust H.f. r >v tm f 'Í S0KKABUXUR FALLEGAR STERKAR ÓDÝRAR ARWA ARVA ER MERKIÐ SEM TRYGGIR BEZU GÆÐI FYRIR BEZTA VERÐ. V___________________________________!_; EINVERA OG LEIÐINDI. Kæra Vika! Ég er einn þeirra manna, sem á við einmanaleik að stríða. Leiðindin eru bók- staflega að gera út af við mig. Nú er það svo, að ég fer eins mikið á mannamót og ég get. Einnig fer ég oft í heimsóknir til kunningja minni. En ekkert dugir. — Leiðindin sem slík eru söm við sig. Ég hef reynt að ganga í félagasamtök í leit að meira samneyti við fólk, til dæmis kóra, dans- skóla, guðspekifundi, KFUM-samkomur og margt fleira. En strax og ég kem heim, ætla leiðindin alveg að sliga mig. Nú munt þú segja sem svo: Er ekki gifting lausn- in á málinu? Þá er svar mitt á þá leið, að ég er af- ar feiminn og uppburðar- laus við hitt kynið. Einnig er heilsu minni þannig háttað, að um slíkt er varla að tala. Það er þess vegna tillaga mín, að þeir sem eru á sama báti í þessum efnum, stofni með sér eins konar samtök, þar sem hin ýmsu vanda- mál einmanaleikans eru rædd og gerðar ráðstafanir til úrbóta. Þeir sem hafa til dæmis sömu áhugamál geta komið saman, stytt hvor öðrum stundir og létt þeim lífið. Kæra Vika: Ég vona, að þú reynir að gera þitt bezta í þessu efni. Ég hef mikinn áhuga á að komast í bréfa- samband við ungt fólk, á aldrinum 25—30 ára, sem hefur áhuga á sígildri tón- list, sérstaklega kirkjutón- list. Þakka svo innilega fyrir allar ánægjustundir, sem ég hef haft af lestri Vikunnar. H. Þ. J., Reykjavík. Víða erlendis starfa klúbb- ar fyrir fólk, sem á ein- hvem hátt hefur orðið af- skipt í lifinu og þjáist af einmanaleik og Iífsleiða. Það væri því alls ekki frá- leit hugmynd, að stofna samtök slíks fólks hér á landi. Annars er einmana- ^ . . N leiki og lífsleiði fyrirbæri, sem menn verða að sigrast á sjálfir. Góður félagsskap- ur og samneyti við annað fólk gagnar ekki, eins og fram kemur í bréfinu þínu. Um leið og þú kemur heim, ætla leiðindin að sliga þig. Við munum ráðleggja þér að leggja allt kapp á að vera ekki háður öðra fólki, vera sjálfstæður og sjálf- um þér nógur. UNGFRÚ - DAMA - FRÖKEN - FRÚ. Herra Póstur! Við erum hér tvenn hjón, sem ekki eru má sama máli um, hverjar skuli titla „dömur“. Annar herrann vill halda því fram, að hann geti ekki titlað sér eldri konu — til dæmis 20—30 árum eldri — „dömu“. Er það rétt? Við vonum, að þú svarir þessu sem fyrst. Þetta er veðmál. 2x2 = 4. Samkvæmt ströngustu kröfum er „dama“ ekki góð íslenzka. Við titlum giftar konur „frúr“ og ógiftar konur „imgfrúr“. — Hins vegar er kannski ekki viðeigandi að titla gamlar, ógiftar konur sem „ung- frúr“. En það er heldur ekki gott að ávarpa þær „dömur“. Það er því kann- ski bezt að nota titilinn „fröken“, þótt það sé held- ur ekki góð íslenzka. — í orðabók Árna Böðvarsson- ar er „dama“ skilgreiní þannig: „vel klædd stúlka; stúlka með yndisþokka í fasi; hefðarkona.“ Þið hafið því öll fjögur bæði tapað og unnið og verðið að skipta veðfénu á milli ykk- ar. ÓLGUFLJÓT. NÁTTÚRUNNAR. Góður Póstur! 111 tíðindi þykja mér blöð og tímarit flytja oss nú. í fregnadálkum má lesa, að stórlega hafi dregið úr frjó- semi lendra manna; börn séu nú aðeins borin eftir höppum og glöppum. Að sama skapi, segja véfréttir vorra tíma, hefur neyzla kvenna á pillum nokkrum aukizt stórum, en téðar pill- ur hafa það eitt erindi í til- veru vorri, að stífla ólgu- fljót náttúrunnar — eins konar Búrfell, sem eigi má þó virkja í hagnýtum til- gangi. Véfréttir vorar segja enn- 4 VIIÍAN 12- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.