Vikan


Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 23

Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 23
Hann er að tala í símann. Með hinni hendinni er hann að rissa. Svo ég leita að hugsanasambandi. — Þetta þarf ekki endilega að vera brennandi kassi, sagði Kimberton. — Þetta gæti verið hús að brenna. — Ég sá brunarústir á Tylers Street, sagði Breckenridge snöggt. — Það var húsgagnaverzlun, sagði Skip. — —Og þarna er stóll og borð. Hverju erum við nær? — Við skulum skreppa þangað og svipast um. Skip Kimberton fann óreyktan vindil fyrir neðan viðarstabb- ann, hann kallaði á Breckenridge. Hann velti vindlinum milli fingr- anna. — Hann er bara ofurlítið rakur, svo hann hefur lent hér, eftir að hætti að rigna. Endinn bitinn af, en það hefur aldrei verið kveikt í honum. — Er þetta merki Hernandez? spurði Breckenridge. — Þetta er rétt stærð og lög- un. Við skulum sjá hvort við getum fundið beltið. Breckenridge fann sellófan- pappírinn og beltið undir gras- brúski. Þetta var vindlategund Hernandez. — Hverju erum við nær? spurði Skip. — Kannske miklu. Hann átti stefnumót klukkan tólf. Hann beið hér. Ef til vill fann hann til vanlíðunar og kastaði frá sér vindlinum og reyndi að aka burtu. Kannske hafa hér orðið átök og hann fengið hjartaslag og hafi verið settur upp í bílinn og bílnum komið af stað. Það er erfitt að rekja spor á þessum brunarústum. Hér er ekki miklu eftir að fara. Þeir gengu hægt aftur að statíonbíl Skips. Skip hallaði sér upp að honum og sagði: — Ég vildi óska að ég hefði haít fleiri tækifæri til að skaka úr honum íleiri upplýsingar. — Kannske að einhver hafi ekki viljað að þú gerðir það. Skip yggldi sig. — Þessi ein- hver gæti hafa frétt að ég hafi kastað Gus út. Það var komið um aJla borgina, tíu mínútum eftir að það gerðist. Mér þætti fróðl'egt að vita hvort þeir hin- ir sömú hafi haldið að þeir væru að gera mér greiða. Gus ætlaði að gera mér grikk með því að koma mér í klípu við skattyfir- völdin aftur. — Þú gerir þér Ijóst Skip að við tölum eins og Gus hafi líka verið myrtur. — Þú hefur komið mér til þess, Bart. — Kannske vil ég halda að hann hafi verið það. Kannske getst mér ekki að þeirri hug- mynd að hann hafi fengið hjarta- slag vegna þess hvernig ég lék hann. Nú, þegar hann er dauð- ur er ég ekki eins sár út í hann og ég var. — Við skulum k'oma til baka, Skip. Við verðum hvort sem er að bíða eftir krufningarskýrslunni. XJm leið og Kimberton snéri bílnum við stanzaði hann og benti: — Jezzie býr þarna í hús- inu hinum megin við götuna. í því gráa með hvítu gluggunum. Hann ók niður eftir götunni i áttina að miðborginni. — Gus teiknaði mynd af stúlku á rissblokkina, Skip. — Hvað áttu við? — Þú sagðir Jezzie Jackman að Gus myndi gera þér lífið leitt. Henni virtist verða mikið um það. — Jezzie! Þú meinar að Gus hafi ef til vill hitt Jezzie þarna, bak við rústirnar? — Það hefði verið handhægt fyrir hana. — Bart í guðanna bænum, reyndu ekki að gera þig að al- geru fífli! Jezzie gæti ekki — Ég er ekki að segja að hún hafi haft ástæðu til að tala við hann einslega og til þess að fá hann til að reyna að gera ekkert, til að ná sér niðri á þér. Ég er að segja að hún sé afar trygg og ég held að Jiún sé afar óvenju- leg. — Hvað er er svona óvenjulegt við hana? — Ég hef það á tilfinningunni að hún hafi ... að hún sé ákaf- lega þröngsýn og einsýn. — Móðir hennar hefur verið mjög ströng við hana. Jezzie er ákaflega trúuð stúlka. Hún er mjög heilbrigð og einlæg. — Fer hún nokkurn tíman út með karlmanni? — Nei. — Er það ekki svolítið ein- kennilegt. — Ofurlítið. Hún er aðlaðandi. — Ég held eklci að lrún hafi verið ánægð með samskipti þín og Lucee. — Hún var svolítið súr á svip- inn endrum og eins, en það kom henni ekkert við. — Kemur henni ekki allt við sem kemur þér við? Er það ekki á sinn hátt tryggð. Og var hún ekki í aðstöðu til að vita mikið um þín einkamál. Jafnvel um peninga, kannske? — Bart, þú talar tóma þvælu! — Af hverju æpirðu á mig í stað þess að hlægja að mér. Hún er stór og sterk og hún syndir eins og fiskur, er það ekki? — Það líkar öllum vel við Jezzie. Öllum! — En enginn sem er eins vel gefin og hún, getur verið jafn gagnsær og hún virðist vera. Þetta dásamlega, opna bros. Þessi barnsleiki og það er — einskon- ar kynleysi yfir henni. Hún get- ur verið alvarlega, sálarlega trufluð, Skip. — Bíddu nú hægur! Hún ætlaði að fara í mat, þeg- ar við kæmum aftur. Segðu henni að fara í mat með mér. Ég ’get þá talað við liana og fengið hana til að tala, án þess að gera hana æsta, held ég. Og þá get ég ann- aðhvort stegið striki yfir hana eða kynnt mér hana nánar. — Hún er bara indæll og heil- brigður krakki. — Ég skal gefa henni indælan og heilbrigðan mat. Gengilbeinan leiddi þau að borði fyrir tvo. Bart veitti því athygli að allir í veitingastof- unni horfðu á Jezzie. Græna pilsið sveiflaðist til eftir göngu- lagi hennar. Hún hélt höfðinu hátt. Margir viðstaddir kölluðu kveðjuorð til hennar. Hún kink- aði kolli og brosti og veifaði og svaraði þeim með nafni. Eftir að þau höfðu fengið sér sæti og pantað horfði Jezzie yfir borðið á hann með spurn í aug- um. — Skip hefur aldrei sagt mér að fara út með neinum að borða fyrr, herra Breckenridge. Þetta er afar dularfullt. — Við skulum heldur segja Bart og Jezzie. — Allt í lagi, Bart. — Hvernig fór keiluspilið? — Mjög vel. Ég var með bezta móti. í leikjunum þar á undan hafði ég kastað of fast. Ég hélt svolítið aftur af mér og það tókst mjög vel. Við unnum allar þrjár loturnar. Bart, hversvegna sagði hann mér að borða með þér? Hann lækkaði röddina og hall- aði sér í áttina til hennar. — Ég er ekki raunverulega í trygg- ingarbransanum. Ég er að rann- saka morðið á Lucille Phelps. Það var engin uppgerð hvað henni brá. — Hvað? En ef það var morð myndi öll borgin vera farin að tala um það. — Ætlarðu að halda því fram að það sé ekkert morð nema það sem fólk talar um? — Nei, það gœti kannske verið mögulegt. Ertu að spila með mig eða hvað? — Mér er fullkomin alvara. Ég talaði við Gus í gærkvöldi, hann ætlaði að láta mig hafa mjög mikilvægar upplýsingar í dag. — Hvað gæti Gus vitað um þvílíkt og annað eins? — Mér datt í hug að hann hefði kannske getað sagt þér það í gærkvöldi. Hafi höndin sem færði gaffal- inn upp að munninum hikað eitt- hvað var það svo lítið að hann gat ekki greint það. Hún starði á hann: — Hvað kemur þér til að halda að ég hafi talað við Gus í gærkvöldi? — Hann sagðist ætla að fara til fundar við þig. Hann virti hana vandlega fyrir sér. Það var ekki minnstu hræðslu á henni að sjá. Hún var í senn hugsandi og gremjuleg. — Ég hitti hann ekki í gær- kvöldi. — Af hverju skyldi hann þá hafa sagt það? — Hann getur hafa haldið að ég myndi koma til hans. Hann hringdi til mín, þar sem ég var í íþróttahúsinu. Hann var nærri því grátandi. Hann vildi að ég legði inn gott orð fyrir hann hjá Skip og reyndi að gera gott úr öllu. Hann gaf í skyn að hann skyldi launa mér ómakið ríku- lega. Hann sagðist ætla að vera í bílnum hjá rústum húsgagna- verzlunarinnar um miðnættið og ég gæti komið þangað sem eng- inn sæi okkur og talað um þetta við hann. Ég sagðist ekki vilja það. Hann sagði mér að hugsa um það, og hann myndi verða þar. Og úr því hann fékk hjarta- slagið þarna á Tyler Street býst ég við að hann hafi staðið við það. Ég heyrði í sírenu í nótt og hún þagnaði rétt hjá, en ég vissi ekki að það var hans vegna. — Ég hefði ekki verið hissa þótt þú hefðir farið til fundar við hann, Jezzie. — Hversvegna? — Þú ert svo trygg Skip. Gus hefði getað gert Skip óleik. Ég héfði haldið að þú myndir reyna að koma í veg fyrir það. — Auðvitað, en í guðanna bænum ekki um miðja nótt á jafn draugalegum stað og þar! Hún sat þarna og horfði a hann með nákvæmlega réttri blöndu af hneykslun og siðprýði á stóru, laglegu andlitinu. — Draugalegum stað. Svo að segja beint fyrir utan gluggana heima hjá þér. — Ég fór ekki að finna hann Bart. Kannske hefði ég átt að gera það, en ég gerði það ekki. — Einhver drap hann. Það varð ofurlítil breyting í augum hennar, eitthvað sem kom og fór mjög snögglega of óljóst til að byggja nokkuð á því. — Af hverju segirðu það? — Jezzie, þegar of margt fólk deyr og það er samband milli lífsins sem það hefur lifað, leggja menn saman tvo og tvo. Hún þurrkaði af sér mjólkur- skeggið með servíettunni. — Kannske fólk deyi þegar það hefur lifað nóg. — Hver segir hvenær það hef- ur lifað nóg? — Guð. Hann virti hana fyrir sér fáein andartök. Andstæðingur- inn var þarna í felum bak við þetta slétta andlit og gægðist við og við fram. En hann gat enga fullnægjandi grein gert sér fyrir því. — Þetta eru óhugnanlegar samræður, sagði hún. Hann brá á annað lag. — Skip er bugaður. Mér sýn- ist að þér geðjist vel að honum. Af hverju huggarðu hann ekki? Þú ert stór stúlka. Þú átt eng- an kærasta sem gæti verið á móti þvi, er það? Hann horfði á andlit hennar breytast. Munnurinn dróst Framhald á bls. 45. 12. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.