Vikan


Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 29

Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 29
Egyptaland Frahald af bls. 9 minnisstætt, en skýringu á því kann ég enga. Islendingar tala oft um vin í eyðimörk. En ekki hefur mér orðið Ijós raunveruleg merking þessara orða, fyrr en við komum að hótel- inu, þar sem við gistum í Assúan. Eftir að hafa séð lengi lítið annað en ömurlega og að því er virðist endalausa eyðimörk og gróðurleysi, er umhverfi hótelsins sannkölluð vin. Það stendur við Níl og er um- vafið fegursta hitabeltisgróðri. Milli pálmanna sést í hvít segl á sólgyllt- um og spegilsléttum fleti fIjótsins. Sól er enn hátt á lofti, er við stígum um borð í seglbát og líðum hægt út á fljótið. Við siglum beint yfir það og stígum á land á grýttri strönd. Á bakkanum skammt frá stendur hvít höll umgirt pálmalundum. Hér bjó Aga Khan á vetrum, og ekkja hans býr hér enn. Við göngum upp geysimargar tröppur og síðan gang- stíg, sem liggur að grafhýsi Aga Khans, en þangað er ferðinni heit- ið. Aga Khan lézt í júlí 1957. Átján mánuðum síðar var þetta grafhýsi byggt. Það er reist í moskustíl. Sér- hvert smáatriði er samkvæmt gam- alli hefð og frægur prófessor ( isl- am var fenginn til að fylgjast með teikningunni. Maður dregur skó af fótum sér fyrir utan og stígur varlega fæti á þykkt, mjúkt og dimmrautt teppi. Á vinstri hönd er stór marmara- tafla, þar sem skráð eru helztu ævi- atriði Aga Khans. Ofarlega á töfl- unni er eyða fyrir nafn konu hans. Súlur eru á báðar hendur, unz kem- ur að grafhvelfingunni. Undir henni miðri er leiðið sjálft: þykk hella úr ítölskum marmara. Á leiðinni aftur yfir fljótið er sól- in að setjast: eldrauð sígur hún hægt og hægt ofan í fljótið. Frá landi berst sönglandi rödd. Það er verið að kalla til bæna. —o— Við erum aftur komnir í loftið — á leið til Lúxor til að skoða hofið mikla í Karnak. Ut úr flugvél, upp í bíl, inn á hótel. Það er gangur lífsins á yfirgripsmiklum ferðalög- um. Lúxor er fátæklegt þorp á bökk- um Nílar. Það má vissulega muna sinn fífil fegri. Hér stóð í fornöld önnur höfuðborg Egyptalands, Þeba; þar voru hundrað borgarhlið og meiri auðæfi geymd en nokkurs staðar annars staðar. Sölumenn hópast strax í kringum okkur. Þeir veifa framan í okkur skrautlegum hálsfestum og öðrum munum. Það er hægt að gera reyf- arakaup við þá, því að hér stend- ur hvert hótelið á fætur öðru gal- tómt á þeim t(ma, sem venjulega er ekki hægt að þverfóta fyrir ferða- mönnum. Mann klæjar í lófana að eiga viðskipti við þessa skemmti- legu og ágengu náunga. Það er ef MEDÁSKRIFT ÞÉR SPARIÐ TÍU KRÓNUR Á HVERJU BLAÐI MEÐ ÞVÍ AÐ VERA ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI OG ÞÉR ÞEKKIÐ EFNIÐ VIKAN EIl HEIMILISBI.AÐ OG í ÞVÍ ERU GREINAR OG EFNI FYRIR ALLA Á HEIMILINU, — UNGA OG GAMLA, SPENNANDI SÖGUIt OG FRÁSAGNIR, FRÓÐLEIKUR, FASXIR ÞÆTTIR O. FL., O. FL. KLIPPIÐ HÉR KLIPPIÐ HER I I I L Vinsamlegast sendiS mér Vikuna í áskrift □ 3 MÁNUÐIR - 13 tölubl. - Kr. 400,00. Hvert b!að á kr. 30,77. □ 6 MÁNUÐIR - 26 tölubl. - Kr. 750,00. Hvert blað á kr. 28,85. Gjalddagar: 1. febrúar — 1. maí — 1. ágúst — 1. nóvember. SKRIFIÐ GREINILEGA NAFN HEIMILI POSTSTOÐ HILMIR HF. VIKAN PÖSTHÖLF 533 SlMAR: 36720 - 35320 SKSPHOLTI 33 REYKJAVÍK 1 I I I J 12. tw. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.