Vikan


Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 45

Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 45
IKOMATIC A með innbyggðum Ijósmæli og sjólfvirkri Ijós- opsstillingu. Rauður punktur myndast í glugganum, yður til aðvörunar, þegar birta er ekki næg til myndatöku. ZEISS IKON er trygging fyrir vönduö- um myndavélum. Árs ábyrgð. Ábyrgðarskírteini fylgir hverri vél. EINKAUMBOÐ OG VIÐGERÐARÞJÓNUSTA: HAIKAR HF. Grandagarði, simar 16485, 15579, pósthólf 1006. ZEISS IKON Myndavél er kærkomin fermingargjöf. Vandlátir gefa myndavélar frá Zeiss Ikon. IKOMATIC F með 2ja hraða lokara (1/30, 1/90) er skiptir sér sjólfur þeg- ar fiash er notað. skrekk! Þegar upptökurnar fara fram er allt miklu auðveldara. Þá sér maður lítið frá sér vegna ljósanna — og þá eru heldur eng- ir í stúdíóinu að kíkja á! — Er þér eitthvert atriði sér- staklega minnisstætt úr þáttun- um? t — Ég man alltaf eftir því, þeg- ar ég sá fyrsta þáltinn á skerm- inum. Ég gat ekki varizt brosi, þegar ég sá sjálfan mig. Skelfing var maður nú kjánalegur. f fyrsta atriðinu í þeim þætti lék ég elsk- huga á móti Svanhildi. Hún söng ,,Ég var svo skotin, skotin, skot- in í þér... . “ Ég hélt ég yrði ekki eldri, þegar ég sá þetta að upp- töku lokinni! Annars er mjög gott að leika á móti Svanhildi — hún er svo lifandi og eðlileg og hefur einhvern veginn þannig áhrif á mann, að maður verður óþvingaður fyrir framan sjón- varpstökuvélarnar. Skemmtileg- asla atriðið var áreiðanlega „Za- badak“ í síðasta þælti. Allan timann meðan á upptökunni stóð átti ég bágt með að skella ekki uppúr, því að Kalli Möller var eitthvað svo vesældarlegur, þar sem hann lá á börunum, nábleik- ur í framan og átti að vera fár- veikur. Hann hafði svo miklar áhyggjur af tánum á sér, Sagði, að þær væru svo krumpaðar, að þær mættu eiginlega ekki sjást. Aumingja Kalli. Kaldasta atriðið var tekið uppi á fjöllum, þegar við lékum jólasveinana, sem komu til byggða. Við vorum all- ir skjálfandi af kulda enda margra stiga frost. En tíminn var samt fljótur að líða, því að þetta var skemmtilegt þrátt fyr- ir allt. hugamálin, Rúnar? — Ég hef mikinn áhuga á að teikna og mála. Ég var raun- ar byrjaður að dútla við slíkt, löngu áður en ég fór að hugsa um músik. Og Rúnar bendir mér á nokk- ur málverk, sem hann hefur mál- að. Þau prýða veggi stofunnar og sóma sér vei. Það hefði aldr- ei flögrað að mér, að þau væru eftir Rúnar Gunnarsson. Ég var í Myndlistarskólan- um við Freyjugötu einn vetur, heldur hann áfram. Þar lærði ég að teikna fyrirsætur. Hann brosir og bætir við — já, það var anzi gaman að því. — Þú málar mest með olíulit- um, sé ég. — Jú, mikið rétt. Ég hef líka verið að æfa mig dálítið í að mála eftirlíkingar af verkum meislaranna, einkum Van Gogh. — Þú hefur ekki hugsað þér að halda sýningu? — Nei, síður en svo. Þetta er bara tómstundagaman. Ég hef málað þetta svona handa vinum og vandamönnum. Á málaralistin kannski rík- ari ítök í þér en músikin? — Ekki síður. Þetta togast á. Það koma stundum dagar, þegar ég mála og mála og mála. Svo getur liðið langur tími þar til ég tek til við penslana aftur. ’C' n nú er kominn tími til að kveðja Rúnar og unnustu hans, Sigrúnu Jónatansdóttur. — Þau eiga sér myndarlegt heimili að Skipholti 40 og búa þar með ungum syni, sem verður tveggja ára í júlí. Hann heitir Þórarinn Gunnar Rúnarsson, og móðir hans segir mér, að allt bendi til að hann verði hljómlistarmaður eins og faðir hans. Hann syngur og dansar, þegar hann heyrir músik —- og hljómplötur föður hans fá sjaldan að liggja óhreyfð- ar, því að hann er gjarn á að nappa einni úr bunkanum og leggja á plötuspilarann. Og þá segir hann „bila, bila, bila.... “ Sem þýðir auðvitað „spila, spila, spila. . . .“ T á, það er áreiðanlega ein- hver punktur í þeim litla, segir Rúnar um leið og ég kveð og þakka fyrir mig. Hin .vota gröf Framhald af bls. 23 saman og það var eins og kinn- arnar flöttust út. Hann sá hvít- una í augunum allt í kringum sjáöldrin: — Ertu að segja að ég ætti að syndga? Skaða hina ódauðlegu sál mína? Ég tek ekki þátt í þesskonar umræðum. — Ef Skip er svo svartur af synd, af hverju heldurðu þá áfram að vinna fyrir hann? Framhald í næsta blaði. I2.tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.