Vikan


Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 20

Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 20
HUER UERDUR FULLTRUI UNGU KVN SLB HARIN NAR£1968? Stúlkurnar, sem hér hafa verið kynntar, munu koma fram á skémmtunum í Austurbæjarbíói 3. og 5. apríl, og verða úrslitin kunngerð síðara kvöldið. Vel verður vandað tii skemmtiatriða bæði kvöldin, og þótt sömu skemmtikraftar Jeggi til atriðin, verður efnisskráin um margt ólík. iNIeðal þeirra, sem koma þar fram, verða Hljómar frá Keflavík, Flowers og Óðmenn, og einnig má geta ungmenna sem kalla sig Flintstones. María Baldursdóttir og Sigrún Harð- ardóttir skemmta með söng og 18 ára hárgreiðslumaður skemmtir á óvenjulegan liátt. Að sjálfsögðu verður svo tízkusýning, þar sem þátttakendur keppninnar um fulltrúa unga fólksins 1967 sýna tízkufatnað. Svavar Gests verð.ur kynnir á báðum skemmtununum og síðara kvöldið mun Fulltrúi unga fólksins 1967, Kristín Waage, krýna sigur- vegarann 1968. — Auk þess, sem liér er getið, verða nokkur atriði, sem eklvi verða kynnt fyrr en á skemmtununum sjálf- um. Á síðasta ári voru skemmtanir þessar mjög l'jölsóttar og heppnuðust í alla staði prýðilega. í ár er enn betur til efn- isskráarinnar vandað og tilgangurinn sá, að á þessum skemmtunum komi fram sem ílest ungt fólk og sýni, livað í því býr.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.