Vikan


Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 3

Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 3
Lítill snáði var að leika póst- inn. Hann bankaði og spurði eftir pabba sínum með nafni; það væri bréf til hans. „Jú,“ svaraði móðir hans, og til að gera leikinn sennilegri bætti hún við: „Er þetta nýr póstur? Gömlu póstarnir vita allir hverjir eiga heima héma. Ég hef heldur ekki séð þennan póst áður.“ Þá gengur litli karlinn að móður sinni og hvíslar að henni: „Jú, mamma, þú hefur víst séð mig áður. Manstu ekki, að þú hnepptir upp um mig áðan?“ Þetta er ein af mörgum skopsögum í þættinum Með bros á vör, sem birtist í næsta blaði. Langt er síðan dularfullir hlutir tóku að sjást á svifi um himingeiminn hingað og þang- að, einkum í Ameríku. Hafa hlutir þessir oftast verið nefndir fljúgandi diskar og er trú margra, að þeir séu farar- tæki fólks frá öðrum hnött- um. Aldrei hafa þessir gestir úr geimnum gert neinum mein hér á jörðu — utan einu sinni. Frú nokkur í Kólóradó og ná- grannar hennar eru sannfærð um. að menn utan úr geimn- um hafi slátrað reiðhesti frú- arinnar, slitið úr honum líf- færin og þar á ofan sogið úr honum merg og'blóð. — Frá þessu einkennilega máli segir í greininni Hrossaþjófar í liimingeimnum. Pósturinn ........................... Bls. 4 MUSTERI LIFS OG DAUÐA ............... Bls. 8 LUCY — HEIMSINS MESTI NJÓSNARI....... Bls. 10 EFTIR EYRANU......................... Bls. 12 ANGELIQUE OG SJÓRÆNINGINN ........... Bls. 14 BARN TIL SÖLU ....................... Bls. 16 UNGA KYNSLÓÐIN 1968 ................. Bls. 18 HIN VOTA GRÖF ....................... Bls. 22 ÍSLENZK BÍLAHÚS ..................... Bls. 24 VIKAN OG HEIMILIÐ.................... Bls. 46 VIKAN — ÚTGEFANDI: HILMIR HF. Ritstjóri: Sigurður Hrciðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal Blaða- maður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson Dreifing: Óskar Karlsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Þorvalds- dóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð 1 lausasölu kr. 40.00. Áskriftarverð er 400 kr. órsfjórðungslega, eða 750 kr. misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrir- fram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, mai og ágúst. Þá verður einnig sagt frá nýjustu kvikmyndinni um Angelique; birtar myndir af öllum sex þátttakendunum í fegurðarsamkeppni Vikunnar og Karnabæjar; f sjónmálinu verður grein og myndir af Patrick McGoohan og Harð- jaxlinum hans, og smásagan verður úr safni Alfreds Hitch- cocks. VÍSUR VIKUNNAR: Ennþá virðist með okkar þjóð eitthvað mikið á seyði: á Bessastöðum er búsæld góð beit og grásleppuveiði. Flest er þar marki frægu brennt og fornir svipir á róli, en vonaraugum er rauðum rennt að ríkisins höfuðbóli. FORSIÐAN: Þá er röðin komin að tveimur síðustu þátttakendunum, sem Vikan kynnir i fegurðarsamkeppni sinni og Kamabæjar. Þær heita Henny Hermannsdóttir og Soffía Wedholm. Stutt spjall og fleiri myndir á blaðsíðum 18, 19, 20 og 21. — í næsta blaði birtum við svo myndir af öllum stúkunum sex í einu. (Ljósm. . Óli Páll Kristjánsson). ÚR SPEKISJÓÐI: Áður drógu íslendingar fram lífið á skóbótum; nú lifa þeir allir krit INffSTU 12. tbi. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.