Vikan


Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 10

Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 10
95 Eftir tveggja ára púl hefur tveimur bandarískum blaða- mönnum tekizt að raða í sam- fellda mynd sögunni af einum aðalnjósnara síðari heimsstyrj- aldar, þýzk-svissneska bókaút- gefandanum Rudolf Rössler, sem gekk undir leyninafninu Lucy. Um rúmlega fimm ára skeið lét hann óvini Þjóðverja vita fyrirfram af öllum meiriháttar aðgerðum, sem Hitler hratt í framkvæmd, þar á meðal inn- rásunum í Pólland, Holland og Belgíu, Danmörku og Noreg og smíði flugskeytanna VI og V2. Það voru fyrst og fremst Rússar, sem höfðu gagn af upplýsingun- um frá Lucy. Ráðsnilld Stalíns sem yfirhershöfðingja byggðist ekki að litlu leyti á því, að hann var svo lukkulegur að hafa allt- af í höndunum hemaðaráætlan- ir andstæðinganna. Því miður gekk Lucy illa að vinna sér tiltrú, sérstaklega í herbúðum Vesturveldanna. Upp- lýsingamar sem bárust frá hon- um voru svo umfangsmiklar, að móttakendurnir spurðu oft sjálfa sig hvemig í ósköpunum væri mögulegt, að svo mikilvæg og al- ger leyndarmái gætu smogið út um alla öryggislása. Og Lucy harðneitaði stöðugt að láta uppi hverjir heimildarmenn hans væru. FIMM HERSHÖFÐINGJAR VORU STÓRNJÓSNARAR. Nasistarnir uppgötvuðu auðvit- að með tímanum að einhvers staðar hlaut að leka og það meira en lítið, en þeim tókst aldrei að afhjúpa þá stórfurðulegu og ótrú. Iegu staðreynd að tíu háttsettir herforingjar, fimm þeirra hers- höfðingjar í æðstu stjórn hers- ins, útvörpuðu allt stríðið efni allra þeirra skjala, sem þeir sáu, gegnum sendistöð yfirherstjórn- arinnar sjálfrar til bókaútgefand- ans í Sviss. Miklum erfiðleikum var bund- ið að ná sögunni af Lucy saman. Eins og menn vita, er siður að halda njósnum leyndum eftir fremsta megni og þar að auki ffiíöI 10 VIKAN 12- tbI'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.