Vikan


Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 39

Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 39
NVTT TRÁ RAFHA r 56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirihta stýrt með hita- stilli. Sérstakt glóðarsteikar- element (grill). Klukka með Timer. ____________________/ mánuð höfðu Rússarnir harðneit- að að hlusta á Lucy. Nú tilkynntu þeir Foote að allt efni frá hon- um skyldi talið sérlega verðmætt og sendast á undan öðru. Lucy skyldi fá sjö þúsund svissfranka í kaup á mánuði, en það var mikil summa á þeirri tíð. 1 RANNSÓKN HAFIN Rússar gátu í upphafi ekki not- að sér það stórkostlega hagræði, sem þeir höfðu af því að vita áætlanir Þjóðverja fyrirfram. Þeir höfðu of seint farið að hlusta á viðvaranir Rösslers og þurftu nokkum tíma til að jafna sig eft- ir þær hroðalegu ófarir, sem þeir fóru í upphafi stríðsþátttöku sinnar. Smám saman fór Þjóðverja að gruna að leynilegustu skipanir yfirherstjórnar þeirra beinlínis rynnu út úr landinu. Tvær meg- ináætlanir höfðu verið gerðar fyrir árásina á Rússland. Þegar Þjóðverjar unnu Smólensk, brutu þeir upp skáp í eigu rússnesku herstjórnarinnar og fundu þar báðar áætlanimar í rússneskri þýðingu, ásamt tilkynningu um hvor þeirra yrði notuð. Víðar gerðu þeir álíka hryllingsupp- götvanir. Þegar Brýansk féll Þjóðverjum í hendur, fundu þeir í viðbót nokkur eintök af eigin árásar- áætlunum á tungu óvinarins. Þá ofbauð þýzku herstjóminni svo, að hún tilkynnti bæði upplýs- ingaþjónustu hersins og SS (Sicherheitsdienst, SD) um mál- ið. Yfirmaður síðarnefndu stofn- unarinnar var sá alræmdi Rein- hard Heydrich. Líkt og Hitler ól hann með sér rótgróna vantrú á þýzku herforingjastéttinni og ákvað þegar að hefja rækilega rannsókn. Stjóm rannsóknarinn- ar fól hann í hendur næstráðanda sínum í SD, Walter Schellenberg, brígöðuforingja í SS, sem þá var þrjátíu og tveggja ára að aldri og yngstur nasistaforingjanna. — Þá var komið fram í október 1941. í upphafi að minnsta kosti lét Schellenberg sér ekki til hugar koma að rannsaka hjörtu og ným herforingjastéttarinnar eins og hún lagði sig. Þá samanstóð hún af um þrjú þúsund hershöfð- ingjum og um þrjú hundruð og tuttugu þúsund öðrum liðsfor- ingjum. 1 staðinn ákvað hann að beina athyglinni að því atriði, sem flestir njósnahópar fyrr eða síðar flöskuðu á: skeytasending- unum. SD hafði þá nýverið látið byggja risavaxna hlerunarstöð í Dresden, og Schellenberg skip- aði svo fyrir að þaðan skyldi rækilega fylgzt með tortryggi- legum sendimerkjum. Á þeim ár- um var ljósvakinn að vísu krökk- ur af óskiljanlegum merkja- romsum, en sérfræðingarnir voru margir og þeir voru engir við- vaningar. Dag og nótt lögðu þeir eyrun við hverju grunsamlegu tákni. Sér til hægri verka úti- lokuðu þeir fyrst merki, sem þeir þekktu, á hvaða bylgjulengdum sem þau voru send. Þar á meðal voru þau köll, sem bárust frá yfirherstjórnarstöð Foringjans. Þannig sluppu hershöfðingjarnir, sem sendu upplýsingarnar til Rösslers. Annað atriði átti mikinn þátt í að vemda samsærismennina tíu, en það voru hin stöðugu sam- særi annarra hershöfðingja gegn Hitler og nasismanum. Bæði Hitler og SD vissu vel um úlfúð herforingjanna gagnvart Foringj- anum og flokki hans. Þegar þol- inmæði þeirra þraut eftir bana- tilræðið tuttugasta júlí 1944, voru “•tbl VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.