Vikan


Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 30

Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 30
SKYRTUR SLAUFUR SOKKAR SKÓR 'TERYLENE’ Polyester l ibre jfermmsarfötin 1MIKLU ÚRYAUI NÝ EFNI*NÝTT SNIÐ HVAR EB OBKIH BAHS HflA? ÞaS er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið ö'rkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti> og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Björn Þórisson, Fífuhvammsvegi 33. Vinnittganna má vrtja í skrifstofu Vikunnar. Nafn......... Heimili . Örkin er á bls. til vill ekki fyrst og fremst varning- urinn sem freistar, heldur aðferðin: hið spennandi prútt. Ekkert er hægt að skoða mark- verðara í Lúxor en hofið mikla í Karnak, nema siglt sé á báti yfir Níl til Dals konunganna, þar sem grafirnar eru. Við gerum það á morgun. í Lúxor eru engir bílar. Við setj- umst upp í hestvagna og ökum til Karnak, sem er þrjá kílómetra frá Lúxor. Ekillinn er viðfelldinn og ræðinn. Við spyrjum hann spjörun- um úr um Egyptaland nútímans. Hann segir okkur meðal annars, að ksólaskylda sé nú í landinu; öll börn, jafn ríkra foreldra sem snauðra, séu skyldug til að ganga menntaveginn. Fyrstu árin hafi for- eldrum verið í sjálfsvald sett, hvort þeir létu börnin læra eða ekki. Það gekk ekki vel. Foreldrarnir hafa sjálfir engrar skólagöngu notið og fá ekki skilið najuðsyn menntunar. En nú er gengið hart eftir því, að öll börn gangi ( skóla. Það ber ekki allt upp á sama daginn, segir ekillinn og brosir. Við byrjuðum i núlli fyrir nokkrum ár- um. En bráðum fer árangurinn að koma f Ijós. Ég hafði hugboð um það fyrir, að hofið í Karnak væri ótrúlega stórt og mikilfenglegt; 375 metrar á lengd, helmingi lengra en Péturs- kirkjan í Róm, sem er stærsta guðs- hús kristinna manna. En sjón er ævinlega sögu ríkari. Mér verður hugsað tily Hallgrímskirkju, því að alltaf er hugurinn hálfur heima, hvert sem landinn fer. Hún er eins og sandkorn í samanburði við þetta. Meðfram innganginum að fram- hlið hofsins liggja Ijónatraðir. Dýr- in eru höggvin úr hvítu alabasti og öll nákvæmlegn eins. Þegar inn er komið blasa við háir múrar og súl- r, sem tevaja sig til himins. Við gönaum áfram og alltaf taka nýj- ar vistarverur við hver af annarri, stöðugt stærri og hærri og víðari. Hvdíkur skóaur af súlum! Mér dett- ur í hug fjarskyldur hlutur: ævin- týri Andersens um soldátinn, sem fór ofan í tréð í leit að fjársjóði. Alltaf urðu augun í varðhundunum stærri og stærri: eins og undirskál- ar, eins og mylluhjól, eins og sjálf- ur sívali turninn. Skipulag hofsins er afar flókið og ekki tókst mér að fá neina heild- armynd af því í svo stuttri heim- sókn. Það var reist á löngum tíma og bætti hver konungur einhverju við, svo að ekki er að undra, þótt erfitt sé að átta sig á heildinni. Einna minnisstæðastir verða tveir óbeliskar. Annar stendur uppi, 30 metrar á hæð og hvergi samsettur. Hvernig unnt hefur verið að höggva slíkan drang í heilu lagi er ofvax- ið mlnum skilningi. Önnur óbeliska liggur brotin á jörðinni, en upphaf- lega munu þær hafa verið fjórar. Loks höfum við gengið hofið á enda og þar tekur við helg tjörn. Það liggur við, að mig suidli eftir alla þessa súlnamergð. Þess vegna er kærkomið að tylla sér og horfa N____________ 30 VIKAN 12- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.