Vikan


Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 24

Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 24
ISLENZK BÍLAHÚS WtWWÍÍS 'x'•■■■■' fS»ÍKW P 90, eign Helga Péturs- sonar, sérleyfishafa á leiðinni Ólafsvík—Sand- ur, er meðal þeirra nýj- ustu frá Bílasmiðjunni. Þetta er meðalstór fólks- flutningabíll af Merced- es-Benz gerð, traustur vagn og laglegur. Hann er alúmínklæddur á stál- grind, einangraður með glcrull og klæddur innan með harðplasti. Sætin eru gerð í Bílasmiðjunni, sér stóll fyrir hvern far- þega, með háu baki. — Bíllinn er bjartur og hreinlegur að innan. Vél- arhlífin og mælaborðið er allt bólstrað. Bílasmiðjan hf. var stofnuð 1942, og stóðu að henni fimm menn: Lúðvík Á. Jóhannesson, Gunnar Björnsson, Helgi Sigurðsson, Marinó Guðjónsson og Sigfús O. Sigurðsson, og skömmu síðar bættist Árni Pálsson í hópinn. Fyrsta verkefnið var að reisa hús yfir starf- semina, og var þar í Skúlatúni 4, Fyrsti bíll- inn, sem Bílasmiðjan byggði yfir, var 32 sæta bíll frá Bifreiðastöð Steindórs. 1954 byggði Bílasmiðjan yfir fyrsta stræt- isvagninn, en til þess að koma honum út, varð að brjóta upp úr gólfinu í húsakynnum smiðjunnar. 1955 var svo hafizt handa um byggingu nýs stórhýsis að Laugavegi 176 -— þar sem sjónvarpið er nú til húsa. 1959 fékk hún svo það verkefni að byggja yfir fimm strætisvagna í einu, en það gerði Bílasmiðj- unni kleifl að hagræða starfsemi sinni og hætta að nota húsgrind úr tré, svo sem gert hafði verið, en hefja notkun á stálprófílum í staðinn. En það sýndi sig, að enn var ekki nógu rúmt um Bílasmiðjuna. 1965 var hafin smíði þriðja hússins, að þessu sinni á hektara lands við Tunguháls 2 (þar sem áður hétu Eggjar). Þegar starfsemin fluttist að fullu þangað, var starfsmönnunum öllum gefinn kostur á hlut- deild, fyrirkomulaginu breytt og nafninu í Sameinaða bílasmiðjan hf. Stjórnendur eru: Lúðvík Á. Jóhannesson, Gunnar Björnsson, Þorkell Pálsson, Ólafur Guðmundsson og Theodór Marinósson. Stærsta verkefni Sameinuðu bílasmiðjunn- ar — áður Bílasmiðjunnar — til þessa er yf- irbygging 30 strætisvagna fyrir hægri um- ferð, sem tilbúnir eiga að vera samkvæmt samningi 15. maí í vor. f sambandi við það hefur reynzt kleift að koma á haganlegra vinnufyrirkomulagi, sem sparar bæði fé og tíma. Þessar yfirbyggingar eru gerðar að nokkru í samvinnu við norskt fyrirtæki, þannig að fluttir verða inn hlutar yfirbygg- inganna þaðan. Starfsmenn Sameinuðu bílasmiðjunnar eru nú 67 talsins. ★ Jón Ágústsson á þennan litla og laglega Mercedes- Benz, yfirbyggðan hjá Bílasmiðjunni. Jón lýkur miklu lofsorði á húsið og telur það hæfa okkar landi og vegum mun betur en tilsvarandi hús inn- flutt. Þótt bíllinn sé ekki stór, er hann býsna rúm- góöu~ og bJartur, sætin þægileg. Sætin eru smíðuð í Bílasmiðjunni, sófatýpa með aðskildum bökum. — Bíll þessi er ekki notaður á áætlunarleið, aðeins til hópferða. - Efst til hægri: Unnið við bíl í Bílasmiðj- unni. Bílasmíði er afar fjölþætt iðn; bíla- smiðir verða að kunna að fara með stál og alúmín, timbur og plast, þar að auki heyrir glerísetning undir þá og pípulagn- ingar, raflagnir og saumaskapur, svo nokkuð sé nefnt. LJÓSM.: KRISTJÁN MAGNÚSSON. Guðmundur Jónasson er eigandi að þess- um hálfframbyggða Benz. Þetta er bíll við hæfi Guðmundar, aflmikill með drifi á öllum hjólum. Svipuð lýsing á við hann og P 90, hvað snertir gerð og frágang hússins. 24 VIKAN 12- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.