Vikan


Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 41

Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 41
ar hlutu að vera öllum stríðs- rekstri Rússa, en viðnám þeirra varð nú stöðugt harðara og kæn- legra. Aðeins einn maður gat hjálp- að Schellenberg til að staðfesta þann grun hans að háttsettir, þýzkir herforingjar sendu frá sér upplýsingarnar, og sá var Mass- on ofursti. Schellenberg hafði lengi reynt að fá að hitta þennan starfsbróður sinn, en Masson hafði enga löngun til nánari kynna við Þjóðverjann og hafði afþakkað öll fundarboð. Schellenberg ákvað að koma þessu í kring með því að stilla svo til að Svisslendingar stæðu í þakkarskuld við hann. SS-for- ingi þessi var kænn sem refur og bjó yfir verulegum persónu- töfrum, svo að hann var snilling- ur að stofna til þessháttar skulda. Hið raunverulega erindi ætlaði hann ekki að láta uppi fyrr en Masson hefði gleypt beituna. Og ef nú Svisslendingamir ekkert reyndust vita, sem vel gat verið, myndi hann einfaldlega leita að- stoðar þeirra við að tortíma þess- um óvinum nasismans, sem at- höfnuðu sig innan landamæra Sviss. Schellenberg varð engin skota- skuld úr því að útvega sér há- spil í hönd áður en fundum þeirra Massons bar saman. Ungur, sviss- neskur liðsforingi, Möergeli lauti- nant, hafði þá nýtekið við em- bætti hjá svissneska konsúlatinu í Stuttgart. Möergeli þessi sendi heim nokkrar fremur lítilsverð- ar upplýsingar um tilfærslur þýzkra hersveita, og leið ekki á löngu áður en Schellenberg vissi allt um þessa starfsemi hans. Síð- an lét hann tæla Möergeli inn á veitingahús og koma honum þar til að láta í Ijós andnasískar skoð- anir; síðan var hann handtekinn og dæmdur til dauða fyrir njósn- ir. Þetla gerði að verkum að Masson varð sjálfur að biðja um fund með Schellenberg. Þessir tveir höfðingjar hittust svo nærri landamærum ríkja sinna þann áttunda september 1942. JAFNVÆGISGANGA. Niðurstöður fundarins komu Masson mjög á óvart, og hann var engu nær um tilgang Schell- enbergs. Masson var umsvifalaust lofað að Möergeli yrði látinn laus og meira að segja að áróðurs- miðstöð í Vín, sem allt frá stríðs- byrjun hafði útvarpað róg um Sviss, yrði lokað. Schellenberg var svo elskulegur að krefjast einskis í staðinn, en hann var ánægður með árangurinn; að veittum þessum greiðum gæti Masson varla neitað, ef SD bæði hann um stefnumót. Aðalgallinn við áætlun Schell- enbergs var sá, að framkvæmd hennar tók tímann sinn. Og því lengur sem hann kannaði skýrsl- urnar frá austurvígstöðvunum og sá hvernig upplýsingarnar héldu áfram að leka frá þýzku yfirher- stjórninni, því betur varð honum ljóst að hann mátti engan tíma missa. Haustið 1942 hittust þeir Schellenberg og Masson nokkr- um sinnum í Sviss. Schellenberg stóð við loforð sín og „afhjúp- aði“ leynilegar áætlanir sínar um að semja sérfrið við Vesturveld- in. En ennþá lét hann ekki í Ijós, hver tilgangur hans var. Masson hafði ógeð á þessum heimsóknum hans og vildi helzt taka fyrir þær, en embættismenn honum æðri bönnuðu það. Sviss varð að gæta ýtrustu varkárni til að halda jafnvægi á hlutleysis- línunni og komst því ekki hjá að sýna Þjóðverjum vissa vinsemd, hversu mikla samúð sem lands- menn höfðu með málstað banda- manna. Um jólin 1942 ákvað Schellen- berg að framkvæma áætlun, sem var dæmigerð fyrir höfund sinn. Hann fékk leyfi Hitlers til að láta yfirherstjórnina útbúa áætl- un um innrás í Sviss. Jafnframt gaf hann öllum sínum mörgu njósnurum fyrirmæli um að vera vel á verði. Væru Svisslending- ar í vitorði með njósnurum þeim, sem hlutu að eiga menn í æðstu herstjóm Þjóðverja, myndu þeir fljótlega frétta af þessari innrás- aráætlun og þá varla komast hjá því að afhjúpa sig, hversu mjög sem þeir reyndu að leyna mót- aðgerðum sínum. Svisslendingar fengu auðvitað innrásaráætlunina í hendur og urðu dauðskelkaðir, en grunaði þó hið rétta og ákváðu að láta sem þeir vissu ekkert. Schellen- berg beið í tvo mánuði, en bað svo um nýtt stefnumót við Mass- on. Þeir hittust þriðja marz, og þá hljóp Masson heldur betur á sig. Hin hjartanlega og óþving- aða framkoma Schellenbergs var farin að slá ryki í augu hans, og hann lét freistast til að spyrja hvort hugsazt gæti að rétt væri, að Dietl hershöfðingi væri að draga her saman við Miinchen í því augnamiði að ráðast á Sviss. Loksins hafði Schellenberg feng- ið sönnunina, sem hann hafði leitað svo ákaft eftir. OF SÍÐBÚIN SÖNNUN. Meðan Schellenberg stritaði við að veiða Svisslendingana í net sitt, höfðu upplýsingarnar frá Lucy haldið áfram að streyma til Moskvu og komið víða að góðu gagni, meðal annars í orr- ustunni um Stalíngrað. f júlí 1943 hóf þýzki herinn enn á ný stórkostlega sókn gegn víglínu Rússa og beitti þá meðal annars fjölmörgum hinna nýju Tígur- skriðdreka. Eins og venjulega hafði Lucy séð Rússum fyrir af- riti af sóknaráætluninni, og var þar engum atriðum gleymt, hvorki smáum né stórum. Enda gereyddu þeir skriðdrekaliðinu og voru þaðan í frá stöðugt í sókn, unz til Berlínar kom. Framhald á bls. 44. DANISH GOLF Nýr stór! gódur smávinaill Smávindill í réttri stærd, fullkominn smávindill, fram- leiddur úr gædatóbaki. DANISH GOLF, nýr, stór! Smávindilljsem ánægja er ad kynnast.DANISH GOLF er framleiddur af stærstu tóbaksverksmidju Skandina- viu, og hefir í mörg ár verid hinn leidandi danski smávindill. Kauþid í dag DANISH GOLF í þœgilega 3stk.þakkanum. SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY DENMARK 12. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.