Vikan


Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 5

Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 5
fremur, að til séu þrjár megingerðir pilla, sem ná tilgangi sínum eftir þrem- ur mismunandi Ieiðum með skæruhemaði á launhelg- asta stað konunnar. Eru pillur þessar sagðar í mörg- um litum, — hvítar, gular, svartar, bláar, rauðar. Koma hvítar pillur í veg fyrir tilbúning hvítra af- kvæma, gular í veg fyrir Austurlandamenn, svartar í veg fyrir svertingja, bláar í veg fyrir blámenn og rauðar pillur koma í veg fyrir Indíána. Þá munu og vera til grænar pillur og er þeim ætlað að varna Fram- sóknarmönnum inn í tilver- una. Er pilla sú réttlætan- leg að mínum dómi. Á gullöld veraldarsög- unnar, er íturvaxnir og tígulegir Egyptar, Grikkir og Rómverjar réðu mestu um gang mála í veraldar- byggð, voru barneignir mjög í hávegum hafðar. — Seifur gat börn með ýms- um, svo sem göfgum gyðj- um, fögrum konum úr mannheimum, og jafnvel átti hann böm með stokk- um og steinum. Tóku Grikkir hann mjög sér til fyrirmyndar. Ótrúlegt þyk- ir mér einnig að Afródíte hafi tekið inn pillur, hefði henni auðnazt að lifa á vor- um tímum. Átti hún börn um víða veröld, og myndi hún sögð vera með brókar- sótt af nútímafólki. Þá er og að geta að Óðinn, vor norræni guð, var allspræk- ur í þessum efnum, enda ættaður af Grikkjaslóðum, og ótrúlegt þykir mér, að hann hefði látið kyrrt liggja, ef rekkjunautar hans hefðu brutt téðar pill- ur. Þá er og til að taka, að í fyrirmyndarríkinu Spörtu þóttu ófrjóar konur til einskis annars nýtar en sorpeyðingarstarfa. Orð- lengja þarf því ekki, hversu heimi hefur hnignað, og mun margur vitgrennri maður en ég sjá hilla und- ir ragnarök á næsta leiti af dæmum þeim er tiltekin hafa verið. En því rita ég stúf þenn- an, að betra þykir seint en aldrei. Er sú von mín og trú að mál þetta verði vak- ið til frekari umhugsunar. Vér íslendingar erum fá- menn þjóð og megum alls ekki við samdrætti í bam- eignum. Ellegar bíður okk- ar það hlutskipti að þurfa að lúta í lægra haldi fyrir öðrum kynstofnum, svo sem Dönum eða Ameríkön- um. Hvað þá með allt at- vinnuleysið og atvinnuleys- ingjana? kynni þá einhver að spyrja. Svarið yrði: stofnum her. Engin menn- ingarþjóð hefur nokkru sinni verið svo aum, að ekki hafi hún haft yfir her að ráða, og hvar væri af- gangur sá, sem eigi fengi starfa betur niður kominn en undir ströngum heraga? Danir eiga sér slagorð: Köb dansk! (samanber dönsk epli). Hjá okkur ætti það að vera: Ungt ís- land- Að endingu legg ég til, að pillunum verði eytt. fhugull. Viff þökkum kærlega þetta ágæta bréf. Þaff leyn- ir sér ekki, aff bréfritari hefur oft áður stungiff niff- ur penna. Hann er býsna hnyttinn og kemst víffa skemmtilega aff orffi. Von- andi lætur hann frá sér heyra sem oftast. OG KYNFRÆÐSLA ENN. Kæri Póstur! Eins og flestir vita er alls ekki næg kynfræðsla í skól- unum. Hafa margir skrifað ykkur í því sambandi og vandræðast yfir því. Þess vegna viljum við koma því á framfæri við ykkur, hvort þið getið ekki byrjað að hafa svona fræðslu í Vikunni. Við álítum, að margir óski eindregið eftir því. Og einhver verður að byrja, en því miður hafa ekki allir manndóm í sér til þess. Virðingarfyllst, H og S, 16 ára. Það er ekkert lát á bréf- unum um kynfræffsluna og sýnist sitt hverjiun um nauffsyn hcinnar, eins og bréfin hér aff framan bera meff sér. Tillaga H og S verffur tekin til athugunar, en þess má geta, aff Ríkis- útvarpiff hefur sýnt af sér þann „manndóm“, sem bréfritarar telja aff allir hafi ekki. Fyrir nokkru er hafin kynfræffsla í útvarp- inu. Hún er á hverjum fimmtudegi og kunnir ís- lenzkir læknar annast hana. sokkar og sokkabuxur er þekkt vara fyrir gott sniö og ótrúlega endingu. Davíð S. Jónsson HEILDVERZLUN - ÞINGHOLTSSTRÆTI 18 “N ðifl ifl1 I m UTAVER Pilkington’s postulín veggflísar Stærðir: 7V2 cm x 15 cm og 11 cm x 11 cm. GRENSÁSVEGI22-24 SlKIAR: 30280-32262 Barrysíaines linoleum parket cóSfflísar Stærðu !0 cm x 90 cm og 23 cm x 23 cm. GOTT VERÐ 12. tw. VTK'AIM 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.