Vikan


Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 27

Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 27
 BÍLAHtS Vagnsmiðja Kristins Jónssonar hóf starfsemi sína í kjallara hússins númer 12 við Frakka- stig árið 1904. Stofnandi Vagnasmiðjunnar, Kristinn Jórisson, var trésmiður að iðn, en í smiðju sinni hafði hann eldsmíði og trésmíði. Um svipað leyti setti Jónatan Þorsteinsson einnig upp vagnsmiðju og var hún til húsa á Vatnsstígnum. Árið 1911 keypti Kristinn vél- arnar af honum og færði starfsemina þang- að. Aflið til reksturs smiðjunnar var fram- leitt með gufuvél. Sjö árum seinna byggði hann hús yfir starf- semina þar sem Vagnasmiðjan stendur enn, að Grettisgötu 21, og flutti vélarnar þangað. Raforka leysti gufuaflið af hólmi þrem ár- um síðar. Þarna voru smíðaðar allar gerðir af kerrum, hestvagnar og handvagnar, fjór- hjóla og tvíhjóla. Sama ár og Vagnasmiðjan tók sér ból á Grettisgötunni, var smíðað yfir fyrsta pallbílinn. Eigandi bílsins var Jes Zim- sen. Síðan hefur bílasmíði verið stunduð jöfn- um höndum í Vagnasmiðjunni og er nú meg- inverkefni hennar. Fyrsti kassabílinn, — en svo voru áætlun- arbílar með svipuðu sniði og við þekkjum þá nú kallaðir framan af — var yfirbyggður í Vagnasmiðjunni 1922. í fyrstu voru þessar yfirbyggingar úr timbri, svonefnd fulninga- hús, en það er trékarmagrind með ífelldum plötum. En 1933 var farið að klæða húsin utan með járni. Framan af var nær eingöngu byggt yfir fólksflutningabíla og vörubíla, en í stríðslokin hófst svo framleiðsla á jeppa- húsum. f fyrstu var eingöngu um að ræða fulningahús, en áður en langt um leið var farið að klæða þau með stáli og fljótlega upp úr því alúmíni. 1956 var farið að nota alú- mínprófíla í hurðir, en húsin voru nokkru lengur með trégrind. Bráðlega veik hún þó einnig fyrir alúmínprófílum, og nú mega „Kristinshúsin“ heita eingöngu úr alúmíni. Þau eru nú löngu viðurkennd fyrir styrk- leika og endingu. Þá hafa þau einnig þann kost að vera mjög létt, til dæmis má nefna, að rússajeppi með alúmínhúsi frá Vagna- smiðjunni er léttari en rússajeppi með körfu og blæjum. Auk bílayfirbygginga smíðar Vagnasmiðj- an ennþá ýmiss konar vagna, svo sem pakk- húsvagna og kassatrillur, og í tíu ár voru svonefndir skíðasleðar hvergi framleiddir nema þar. Meðan hestasleðar voru notaðir, gerði Vagnasmiðjan þá, og til gamans má geta þess, að Vagnasmiðjan smíðaði sleðana, sem Loftleiðir notuðu við björgun skíðaflug- vélarinnar af Vatnajökli. Meðan Kristinn Jónsson lifði, rak hann verkstæðið einn, en synir hans, Ragnar og Þórir, unnu þar frá því að þeir komust á legg. Við fráfall Kristins 1957 keyptu þeir smiðjuna og ráku hana sameiginlega, þar til 1966, að Þórir keypti hlut Ragnars, sem þá var látinn. Verkstjóri nú er Magnús Gísla- son, sonur Gísla Jónssonar, sem var verk- stjóri í Vagnasmiðjunni í áratugi. ★ LJÓSM.: PÉTUR Ó. ÞORSTEINSSON. Algengasta gerð Kristinshúsa á Rússa- jeppa um þessar mundir. Sama lýsing á við það og Willy‘s húsið, nema hvað í þessum bíl eru framsætin úr Volvo. Hér sér innan í Rússajeppann, Mælaborðið er bólstrað og því hefur verið breytt allverulega frá því, sem tíðkast í öðruni Rússajeppum. Stýrishjólið og gírstöngin eru sótt til Volvo og svo mun um fleira í þessum bíl. Gólfin eru teppalögð út í horn og hægt er að leggja niður sætisbökin og fá þægi- legt svefnpláss á ferðalögum. Sagt er, að Rússar þcir er hingað til lands hafa komið, séu stóreygir yfir því, hve viðkunnanleg farartæki má gera úr jeppunum þeirra. Vagnasmiðjan á ekki hvað minnstan hlut í því. Hér er verið að smíða yfir tvo þeirra, og má glöggt sjá rammgerða alúmíngrindina, sem síðan er klætt á, bæði utan og innan. Algengara er nú orðið, að fjarlægja skúffuna a/ jeppanum eða kaupa hann inn skúffulausan og byggja alúmínhús frá grind, enda verð- ur jeppinn léttari við það og auöveldari í viðhaldi. Á jörðu niðri stendur ný- yfirbyggður bíll með hús úr alúmíni, handarverk Islend- inga og fyrir íslendinga unnið. í baksýn hefur Gull- faxi sig á loft, einnig úr alúmíni gjör handa Islend- ingum. Tvö farartæki nýja tímans. Þetta glæsilega hús var gert í Vagna- smiðjunni yfir Willy's jeppa. Eins og önnur Kristinshús er það alúmínklætt á alúmíngrind, klætt innan með harð- plasti, einangrað á milli með glerull. Mælaborðið er bólstrað og sætin sér- smíðuð. Vagnasmiðjan gerir hús á fleiri híla en jeppa. Þar er smíðað yfir vörubíls- palla og litla fólksflutningabíla, auk þess sem Vagnasmiðjan leggur fyrir sig almennar bodýviðgerðir og réttingar. Hér er laglegt hús yfir lítinn fólks- flutninga- og eða sendiferðabíl, reist yfir International grind. Húsið er létt, sterkt, bjart og sérlega rúmgott. 26 VJKAN 12- tbl 12. tbi. vikAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.