Vikan


Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 8

Vikan - 28.03.1968, Blaðsíða 8
Og ferðin heldur áfram: óveniu- legt vetrarævintýr um slóðir, þar sem fortíðin blasir hvarvetna við og minnir líðandi stund á liðinn glæsi- leik; minnismerki, sem í amstri dægranna hlúa að von um betri kjör og blómlegra líf. Pýramídarnir hafa sterkt aðdrátt- arafl. Þrátt fyrir framandi andrúms- loft Kairo-borgar og fjölbreytilegt götulíf, sem gaman er að skoða, vill maður helzt koma til þeirra hvern dag sem dvalizt er í borginni. Við sáum þá að næturlagi í gær- kveldi, en nú höldum við aftur til þeirra í björtu. Síðasta spölinn eigum við að ríða á úlföldum. Þessar stóru og heimspekilegu skepnur liggja í röð- um, og við hlið hverrar situr Arabi á hækjum sér. Arabarnir eru fljótir að spretta á fætur, þegar þeir sjá til mannaferða, enda ferðamenn fá- tíðir um þessar mundir vegna stríðs- ins. Pantaður hafði verið einn úlf- aldi fyrir hvern okkar og greidd þóknun fyrirfram. Gestgjafar okkar sáu fyrir öllu, jafnt stóru sem smáu. Ulfaldinn liggur á meðan ég sezt í söðulinn. Að því búnu slær Arab- inn f hann. Hann rís á fætur, fyrst á afturlapparnir, þannig að ég býst við að steypast beint á höfuðið. Síðan kemst jafnvægi á, þegar hann rís upp á framlappirnar líka. Og þá er lagt af stað. Arabinn heldur í tauminn, svo að ég hef ekkert að halda mér f. Tveir staut- ar standa upp úr söðlinum bæði að framan og aftan. Ég rígheld mér í framstautinn, þegar skepnan dratt- ast af stað og hossar mér hátt upp og langt niður. Þetta er eins og að vera kominn út á rúmsjó í ólgandi brimi. Arabinn patar og veifar til mín og reynir að gera mér skiljanlegt á sinni bjöguðu ensku, að ég eigi að sleppa takinu á stautinum og sitja rólegur og afslappaður. Það lízt mér ekkert á. En Arabinn heldur áfram að baða út höndunum. Loks hætti ég á að fylgja ráðum hans og sleppi takinu. Og viti menn! Hann hefur laukrétt fyrir sér. Það er allt annað að sitja afslappaður í söðlinum og láta skrokkinn fylgja hinum mjúku hreyfingum upp og niður. Ég hugsa hlýtt til Arabans og er honum þakklátur fyrir hjálpina. Síð- ar kulnaði í einni svipan hjartahlýja mín í hans garð, þótt við sættumst í lok ferðarinnar og skildum sem beztu vinir. Þegar við höfðum riðið nokkurn spöl, kemur Arabinn upp að sfðu úlfaldans og hvíslar að mér: Give me one pound! Ég læt sem ég heyri þetta ekki. Ég er farinn að hafa gaman af að hossast sísona á úlfaldanum og vil fá að njóta þess f friði. Auk þess er heilt pund talsverður peningur. En Arablnn er þrár og lætur sig ekki: Give me one pound! Onei, góði. Þú ert búinn að fá þitt og færð ekki grænan eyri, segi ég við hann á íslenzku. Það er engu líkara en hann hafi skilið mig. Hann bregzt reiður við og slær af alefli í úlfaldann sem tekur til fótanna og hleypur. Oft hef ég orðið hræddur um æv- ina, en sjaldan jafn mikið og þess- ar fáu sekúndur sem úlfaldinn hljóp. Mér finnst ég hreinlega leika í lausu lofti og er sannfærður um, að ég verði ekki eldri þarna í eyði- mörkinni. Halló, halló! Á einhvern óskiljan- legan hátt tekst mér að fara ofan f jakkavasa minn í loftköstunum, taka upp veskið og veifa því fram- an í hann. Á samri stundu hættir úlfaldinn að hlaupa. Hann lallar nú lötur- hægt og þægilega eins og áður. Arabinn kemur til mín og hvfslar að mér, að ég skuli ekki taka upp pundið núna, því að enginn megi sjá, þegar ég rétti honum það. Þá fái hann skömm í hattinn og missi kannski vinnuna. Þegar við erum á miðri leið og pýramídarnir blasa við sýn í allri sinni dýrð, stöðvar Arabinn úlfald- ann, kemur til mín og hvíslar: You can give it to me now! Ég rétti honum tafarlaust pundið, minnugur þess sem gerðist áðan. Ég hef lítinn hug á að láta það endurtaka sig. Hann stingur pundinu brosandi inn á sig og lætur úlfaldann tölta aftur af stað. Það losnar um mál- beinið á honum við seðilinn. Hann blaðrar við mig stöðugt það sem eftir er leiðarinnar. Það kemur f Ijós, að hann kann talsvert mörg orð í ensku, þótt sum komi öfugt út úr honum. O, from lceland, segir hann. Cold there. Ice. Never sunshine. You rich man. I very, very poor. Wife and many, many, children. You good. And I good too. You gave me one pound. It brings you luck. Every- thing is alright. Okay? Þannig lætur hann móðan mása alla leiðina; leikur á als oddi og hlær mikið. Þegar við erum komnir á leiðarenda, hjálpar hann mér af úlfaldanum og kveður mig af slíkri hjartans einlægni, að mér verður aftur hlýtt til hans. Ég hugsa gott til glóðarinnar að segja frá þessu háskalega ævintýri mínu. En þess gerist ekki þörf. Það kemur í Ijós, að við höfum allir sem einn lent nákvæmlega í hinu sama. Dagsbirtan afhjúpar pýramídana, þótt dimmt sé í lofti og kalt á suð- rænan mælikvarða, þægilegt ís- lenzkt vorveður. Þeir hafa verið sviptir töfrahulu tækninnar með sínum ótal Ijós- og litbrigðum og dularfullum röddum sögunnar í há- talara. Engu síður er stórkostlegt að skoða þessi einstæðu minnis- 8 VIKAN 12- tbJ-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.