Vikan


Vikan - 09.05.1968, Side 6

Vikan - 09.05.1968, Side 6
r Af hverju -rFeJb-o-di-l- GÓLFTEPPI Á STIGAHÚSIÐ? af þv! að þau þykja fallegustu fiitteppin á markaðnum og hafa reynzt mjög vel. Stigahúsín í þessu nýja sambýlishúsi í Reykjavík, ásamt fjöldamörgum öðrum sam- býlishúsum, eru klædd FEBOLIT-gólftepp- um. Það er ótrúlegt, en satt að vegna mjög hag- kvæmra samninga er náðst hafa við FEBO- LIT-verksmiðjurnar eru teppin í dag ódýrari en fyrir gengisfellingu. * Söluumboð í Reykjavík: Innréttingabúðin, Grensásvegi 3, sími 83430. * KlæSning hf., Laugavegi 164, sími 21444 og helztu teppa- og byggingavöruverzlanir um land allt. * FEBOLIT-umboSiS VíOír riHbHisoi Heildverzlun, sími 23115. OMISSANDI HEIMIUSVINUR. Kæra Vika! Mig langar til að biðja þig að setja þessar fáu lín- ur í Póstinn þinn. Ég les hann alltaf, sennilega af þeirri ástæðu, að ég er mjög forvitinfn um hagi annarra. í Póstinum hafa að undanförnu birzt tvö bréf frá fólki, sem er hrein- lega að drepast úr leiðind- um; einmanaleikinn er að sliga það. Ég varð mjög hissa, þegar ég las þessi bréf, ekki af því að ég vissi ekki, að hér á landi er stór hópur fólks, sem þjáist af einstæðingsskap, heldur hinu, að fólkið skyldi hafa kjark til að skrifa þér um svo viðkvæmt mál. Bæði bréfin voru skrifuð í ein- lægni og fullri hreinskini og af brýnni þörf. En yfir- leitt reynir einmana fólk að leyna einstæðingsskap sínum og vill að aðrir haldi, að ekkert ami að því. Að mínum dómi er það virðingarverður kjarkur að horfast í augu við þá stað- reynd, að maður er ein- mana og manni líður afar illa, og reyna að ráða bót á því ástandi. Ég tala af nokkurri reynslu í þessum efnum og einmitt þess vegna settist ég niður til að skrifa þér. Mig langar til að spyrja: Hafa þessir bréfritarar fengið sér sjón- varp? Ef svo er ekki, þá ættu þeir að gera það hið fyrsta. Mitt líf hefur gjör- breytzt síðan ég fékk mér sjónvarpstæki. Þetta er ó- Irúlegt undratækL Þegar ég kom áður heim í her- bergið mitt eftir að hafa borðað kvöldverð á mat- stofu, þá fann ég mest til tómleika og einmana- kenndar. En sí|öan sjón- varpið kom, hefur herberg- ið mitt fyllzt af lífi og fjöri. Það er ekki amalegt að fá svo margt fólk inn í herbergið til sín á hverju kvöldi. Auk þess að vera skemmtilegt er sjónvarpið fræðandi. Augu manns opnast beinlínis fyrir um- heiminum. — Og það sem er mest um vert: maður gleymir því að maður er einn. Að svo mæltu þakka ég þér fyrir marga ánægju- stund. K. G. OG FER AÐ GRÁTA . . . Kæri Pósur- Ég er eins og margar aðrar alveg að deyja úr ást. Ég er fimmtán ára og í október var ég með strák, sem er einu ári eldri en ég. Og svo illa vill til, að ég gat ekki gleymt hon- um. Ég hugsa um hann allan daginn og oft þegar ég er lögzt til svefns á koddann minn, fer ég að gráta. Þú segir kannski, að ég sé of ung og ætti að geta gleymt honum og náð mér í einhvern annan. En ég HEF náð mér í aðra, en ekkert dugar. Ég get ekki gleymt honum! Það sem verst er af öllu er, að ýmis atvik hafa gef- ið mér góða von. En ekki get ég lifað í voninni til eilífðar. (Ég er nú þegar búin að gera það í fimm mánuði). Þess vegna bið ég þig, Póstur minn, að gefa mér gott ráð — og það fljótt. Pálína. P. S. Þetta klassíska. Kæra Pálína! Fimm mánuðir eru ekki langur tími í eilífðinni og það er hægt að lifa í voninni í anzi langan tíma. Þótt það sé voða sárt að gráta út af ástarsorg, þá veitir það manni líka ofurlitla fró- un. Sá dagur kemur, sann- aðu til, að þú ferð að skellihlæja í hvert skipti sem þú hugsar til þess, að þú skulir hafa GRÁTBE) út af HONUM! — Þetta klassíska er ekki sígilt hjá þér. SKEGGRÆTT UM SKEGG. Kæra Vika! Ég þakka allt gott efni í blaðinu og vildi engu þar breyta enda varla völ á neinu betra. í vandræðum mínum sný ég mér til yð- ar. Ég er nítján ára og er að sjálfsögðu farinn að raka mig. En sá hængur er á, að skeggið vex ekki aðeins þar sem það á að vaxa, heldur alveg upp á kinn- bein. Nú, ég freistast til að strjúka það af, en þá kemur barasta meira. N I 6 VDCAN 18-tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.