Vikan


Vikan - 09.05.1968, Blaðsíða 11

Vikan - 09.05.1968, Blaðsíða 11
I DAGFARI NUTÍMANS EFTIR HELGA 8MNDSS0N MÉR BRÁ f BRÚN SVALKALDAN MARZDAGINN. HVERT SÆTI í LESTRARSAL BÓKASAFNSINS VAR SKIPAÐ, OG NÝJU GEST- IRNIR REYNDUST VEÐURBITN- IR MENN, SEM STUDDU VINNU- LÚNUM HÚNDUM Á BLÖÐ OG BÆKUR. ÉG ÁTTI EKKI ÞESSAR- AR INNRÁSAR VON Á SVO KYRRLÁTAN STAÐ . . . að afli og skapstyrk. Ekki varð honum meint af óð hrekjast á fleka við Orkneyjar langt dægur, þegar skip hans var skotið í kaf og félagar hans fimm týndust í djúpið. Einar prentari er hins vegar af reykvísku kyni, fæddur og uppalinn ( Þingholtun- um og á þar enn bólstað í sama húsi og afi hans byggði á skútuöldinni. Oft kom ég á heimili foreldra Einars, þegar hann var barn að aldri. Hallærið í þá daga hét heims- kreppa, og ísland fór sízt varhluta af böli hennar. í timburhúsinu við Lokastíginn var hádegisverðurinn sex daga vikunnar kart- öflur og saltfiskur með floti, en Einar litli þreifst vel, skaraði fram úr ( skólanum, var frækinn foringi austurbæinga ( sífelldum skæruhernaði gegn strákunum, sem heima áttu vestan Lækjargötu, og þótti ótvfrætt mannsefni. Hins vegar reyndist honum eng- inn kostur framhaldsnáms að loknum barna- skóla, Einar var raunar einkasonur, en dæt- urnar á heimilinu fjórar, og verkamanni taldist ærin þrekraun að sjá svo stórri fjöl- skyldu farborða kreppuárin. Einar réðst send- ill í bókaverzlun og komst svo innan búðar. Þaðan fór hann í læri í prentsmiðju, enda verkstjórinn þar náfrændi hans í móðurætt. Nú er Einar í hópi snjöllustu vélsetjara og sómi stéttar sinnar, gagnmenntaður af sjálfs- námi, les fagrar bókmenntir á þremur eða fjórum tungumálum, hefur lagt leiðir sfnar um fjarlæg lönd, gist Kaupmannahöfn, Ósló, Stokkhólm, Edinborg, Lundúni og Par- ís, safnar bókum og málverkum og er hvers manns hugljúfi, frjálslyndur, hugkvæmur og skemmtilegur. Gott er að deila geði og skoð- unum við þvílíkan öðling, sem lætur þó aldr- ei skammta sér afstöðu, en metur menn og málefni af sjálfstæðu viðhorfi og þroskaðri lífsreynslu. Mér þykir vænt um hann eins og bróður. Einar prentari leitar uppi íslenzkar stök- ur flestum tómstundum, les ( þv( skyni bæk- ur, blöð og tímarit og umgengst hagyrðinga að verða sér úti um allt, sem til fellur af þessu tæi. Nú er hann kannski horfinn alda- skeið aftur í tímann í leit að þeim alþýðu- kveðskap, sem kallast lausavísur, en þær einkennast mjög af hugsunarhætti og list- hneigð (slendinga. Hann hyggur þó einnig að samtíðinni [ vtsnasöfnun sinni og mun flestum fróðari um íslenzka hagyrðinga, hvort sem í hlut á bóndi norður í Þingeyjarsýslu, sjómaður vestur á ísafirði, kennari austur í Neskaupstað eða verkstjóri á Suðurlandi. Stund og staður markar honum ekki bás fremur en ár og öld. Einar prentari tignar ekki lausavísurnar ( skilyrðislausri aðdáun. Hann er þvert á móti kröfuharður og gagnrýninn. Skoðun hans er, að fáar íslenzkar stökur fullnægi þeirri kröfu að mynda listræna heild einnar hugsunar. Þetta telst næsta athyglisverð nið- urstaða. Orðhögum mönnum er aðeins leik- ur að hlaða upp vísur eins og þegar börn raða kubbum. Slíkt er auðlært kunnáttuverk. Hitt er vandi að steypa vísu úr einni sam- felldri hugsun. Einar leggur þann mælikvarða á vísnagerðina, (þróttina og skáldskapar- gildið. Fáar íslenzkar stökur fyrr og slðar dæmast slíkar, en lengi hafa þær lifað eða teljast líklegar til langKfis, ef þetta einkenni sannast ötvírætt. Ég tilfæri af handahófi nokkrar vísur, sem okkur Einari ber saman um að séu fagrar perlur og tímans tönn muni naumast á vinna, þrátt fyrir umsvif og umrót mannkyns og veraldar. Dável geta tilhlökkun og endurminning farið saman: Ætti ég ekki, vífaval, von á þfnum fundum, leiðin eftir Langadal löng mér þætti stundum. Svo getur tilhölkkunin ein verið næg: Held ég bezta hlutskipti, hverjum það til félli, mega eignast Margréti, MávahKð og Velli. Og hér er túlkuð bón um svipað yndi: Ef auðnan mér til ununar eitthvað vildi gera, klakkur í söðli Katrtnar kysi ég helzt að vera. Svo er þriðja afbrigðið: Vildi ég heldur, veiga brú, vera ( faðmi þínum en Indíalöndin eiga þrjú, öll f blóma sínum. Káinn vildi engin hornreka vera um mál- frelsi: Fyrir þv( sjaldan hef ég haft heimsku minni að flíka, en þegar aðrir þenja kjaft þá vil ég tala Kka. Oft munar mjóu um höpp og glöp: Stundin er týnd við töf og kák, tækifærin að baki, úrslitaleikir f lífsins skák leiknir ( tímahraki. Maðurinn er löngum leiksoppur örlaganna, og þá geta úrslit brugðizt á ýmsa lund. Oft er mfnum innri strák ofraun þar af sprottin, að í mér tefla alltaf skák andskotinn og drottinn. Ekki þarf mörg orð til nokkurrar mann- lýsingar: Sagt er, að hann sitji oft um svartar nætur og hafi þennan vonda vana að vera að telja peningana. Fátt er talið, en þó ýmislegt sagt. Tg geng út að glugganum og horfi yfir borg- “ ina. Hún er lömuð af verkfallinu eins og undan þungu höggi, bílar gerast strjálir á götum úti, skip liggja bundin ( höfninni, sem verður eins og kirkjugarður í vetrarham s(n- um og aðgerðarleysi, mjólk fæst ekki leng- ur í búðunum, og aðrar nauðsynjar þrjóta brátt, fólk leyfir sér varla dýrari skemmtan- ir en bíóferðir, sjúklingar eru sendir heim af spítölum, og nú eru skólarnir ( Reykjavík í þann veginn að lokast af þv( að þeir fást ekki sópaðir eða skúraðir. Fiskurinn þarf engu að kvíða úti á miðunum, þó að loks gefi á sjó og hávertíð sé. Flotinn liggur við festar, og sjómennirnir sitja ( landi. Bændur hella niður mjólkinni f grannsveitum, þar eð Framhald á bls. 33. i8. tbi. yiKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.