Vikan


Vikan - 09.05.1968, Side 15

Vikan - 09.05.1968, Side 15
hvítvoðungar eru í raun og veru ekki svo veik- burða, sem þeir líta út tyrir að vera. Hugsið ykkur bara hvað_ þetta litla barn er búið að ganga í gegnuml Það hefur orðið að ertiða til þess að sjá dagsins Ijós, það hefur orðið að ryðjast í gegnum þröngan gang, orðið fyrir alls konar þrýstingi og hjaski, og að lokum er það tekið upp á fótunum og slegið ( boss- ann, til að geta dregið fyrstu andartökin. Þau eru auðvitað hjálparvana, en það er líka töluverður kraftur í þeim, þessum nýju heims- borgurum. Þau heimta aðstoð, og þau láta það í Ijós með því að orga! En þau eru furðu líf- seig, jafnvel við erfið skilyrði, sult og kulda, sjúkdóm og vanhirðu halda þau lífi. Öllu þessu gleymir hin nýbakaða móðir oft- ast, þegar hún stendur með frumburð sinn ( fanginu, hátíðleg og svolítið hrædd við þessa miklu ábyrgð sem henni er fengin ( hendur. En þegar allt kemur til alls, er hún ekki ein um þessa ábyrgð. Ef hún leyfir manni sínum að taka þátt í umönnun barnsins, eru þau tvö um ábyrgðina. Og það er mikill styrkur í þvi. Þá geta þau betur tekið erfiðleikum, ef þeir steðja að. Maðurinn gleymir líka eigin áhyggjum, þegar konan hans viðurkennir að hún sé Kka áhyggju- full. — Vitleysa, vina mín, það er ekkert að ótt- ast, segir hann. — Elskan mín, þú baðar barnið, eins og þú hafir aldrei gert neitt annað. Þú lærðir þetta á fæðingadeildinni, ég sá það sjálf- ur. Svona nú, sýndu mér hvernig á að klæða hann í skyrtuna, þá skaltu sjá . , Og þá kemst hún að því að hún er ekki svo klaufaleg, og að barnið hrekkur ekki [ sundur við minnstu snertingu, þau hafa ( sameiningu yfirstigið fyrstu erfiðleikana. Það er að segja ef hún leyfir honum að taka þátt í þessu með sér En hve margar ungar mæður haga sér þannig? — Það er eins og ég hafi ekki auga fyrir neinu öðru en barninu, sagði ung móðir einu sinni við mig. — Eg get aldrei haft af honum augun, ég geri ekki annað en vakta hann öll- um stundum. Eg veit að maðurinn minn er við höndina, og vinir og ættingjar koma til að óska mér til hamingju. En það er eins og ég sjái þau ekki. Það er eins og þetta fólk sé óraunverulegt, aðeins barnið skiptir máli! Það var einmitt þetta sem maðurinn hennar kvartaði um við mig. Hann var kannski óþolin- móður, vegna þess að konan hans hafði verið lasin um meðgöngutlmann, og þurfti meira á hjálp hans að halda en venjulega. Þegar barnið var fætt hafði hann vonað að þau gætu mætzt á miðri leið, en það tók langan tíma. Það er gömul regla sem segir að hjón eigi að forðast samfarir, þar til barnið sé orðið sex vikna. En ég vil vitna í heilsufræðing sem ég þekki, hún segir: — Ég ráðlegg konunni að bíða, þar til hún hefur farið f síðustu skoðun eftir fæðingu, og að sú skoðun sé jákvæð. Sú skoðun fer venjulega fram sex vikum eftir barnsburð. En mér er Ijóst að það fara ekki a'llir eftir ráðum mínum. Eiginmennirnir geta þá ekki beðið svo lengi. Ég get vel skilið tilfinningar eiginmannsins. £n skynsöm hjón eiga að sitja á sér þar til skoðun hefur farið fram. Það er ekkert óeðlilegt við það að heilbrigð- um karlmanni getur fundizt biðin löng. Það var líka erfið bið hjá konunni slðustu vikurnar fyrir fæðingu. Það er til ósköp einfalt ráð, til að viðhalda hamingju hjónanna, það er að konan leyfi manninum að eiga hlutdeild í umönnun litla barnsins. Samfarir eru bannaðar þessar fáu vikur, en kona, sem elskar manninn sinn, getur á skiln- ingsríkan hátt hjálpað honum yfir þá örðug- leika, engu síður en hann hjálpaði henni yfir örðugasta hjallann rétt á undan fæðingunni. — Þér eigið þó ekki við að ég eigi að van- rækja barnið hans vegna? spyrja sumar konur. Auðvitað ekki. En smábarn er ekki eins og mjólk [ potti, sem sýður út fyrir barmana, ef augun eru tekin af henni andartak. Fyrstu vik- urnar þarf barnið aðeins fæðu, svefn og um- hirðu, þ. e. a. s. að því sé heitt og að bleijurn- ar séu ekki votar. Ðarnið þarf ekki að láta kjá við sig á þessum aldri, þótt það geti verið freist- andi að skoða það sem nýtt og dásamlegt leik- fang. — Lofið barninu að liggja [ friði, er gott ráð fyrir ungu móðurina. Og ég vil ráðleggja henni að nota vel timann til að hlúa að hjóna- bandi sínu. Byrjið um fram allt ekki á því að bjóða heim vinum og ættingjum, til að skoða barnið. Það getur haft truflandi áhrif á það að sjá margt fólk í kringum sig, sem stöðugt er að kjá við það. Það getur líka komið fyrir að barnið æli yfir einhvern gestinn, en móðirin er þá oftast dauðþreylt eftir sllkar heimsóknir, svo hún hef- ur ekki rænu á að sinna manni sínum sem skyldi. Móðirin er líka oft eftir sig eftir barnsburð- inn, svo hún þarf að hlífa sér og spara kraftana, reyna þá að beina þeim ( þá átt sem sízt má verða út undan. En afar og ömmur hafa sérstöðu, þeim er það nauðsyn að kynnast þessu nýja barnabarni, og heimsókn þeirra getur líka styrkt sambandið milli ungu foreldranna. Mæður og tengdamæður eiga að vita hvernig ungu konunni líður, þær hafa sjálfar haft reynsluna, og geta orðið að liði með ráðum og dáð. Það er ekki lítils virði að vita barnið í góðum höndum, ef foreldrana langar til að lyfta sér upp. Ég vil ráðleggja þér, unga kona, að fara út með manninum þínum, ef þú hefur heilsu og ástæður til, fara út með honum einum, eins og svo þúsund sinnum áður, þegar þið voruð ( til- hugalífinu. Láttu hann finna á ný að þú ert sama stúlkan, sú sem hann var svo innilega ástfang- inn af! Það er líka annað sem gerir samband við mæður og tengdamæður ákjósanlegt, og það er að þær hafa innilegan áhuga á því að vita allt um þig og barnið þitt. Þú hefur þörf fyrir að hafa konu að trúnaðarvini, hún þreytist ekki á því að heyra hve dásamlegt þér finnst það að vera orðin móðir. Fyrsta barnið sýnir það ennþá greinilegar að hjónaband er ekki aðeins samband milli tveggja mannvera. Þið eruð orðin fjölskylda, og það tryggir fjölskylduböndin að hafa samgang við eldri kynslóðina. Barnið stuðlar líka að kynnum við nábúana. Barnlaus hjón geta hagað Kfi sfnu eftir eigin geðþótta, þau geta komið og farið, án þess að þurfa að fá einhvern til þess að sitja heima. Barnlaus hjón geta haldið sfnum fyrri venjum, og geta notið samvistanna án þess að hafa áhyggjur af börnunum. En þegar börnin eru komin, eru hjónin meira háð umhverfinu, ná- grönnum og vinum. Það er þægileg tilfinning að geta hjálpað öðr- um, og ánægjan eykst ef einhver býður fram aðstoð stna. Það er ekkert sem tryggir eins sam- búð manna, eins og það að geta hjálpað hver öðrum. — Ég hélt að þau væru aðeins kjánalegir krakkar, sagði eldri kona við mig, þegar hún talaði um nágranna sína, ung hjón, sem bjuggu [ næstu íbúð. — En svo kom unga konan til mín einn daginn, og bað mig að hjálpa sér við barn- ið, því að hún hafði brennt sig á hendinni. Hún var elskuleg og látlaus, og nú erum við beztu vinir, þrátt fyrir þrjátíu ára aldursmun. Hið siðferðilega þjóðfélag er byggt upp af fjölskyldum, sem í raun og veru er háð sam- starfi, og það rennur upp fyrir unga fólkinu, þegar það eignast börn. Það verður mikil breyting á heimilinu við til- komu barnsins. Það krefst mikils af foreldrun- um, sérstaklega fórnfýsi, sem áður var ef til vill óþekkt hugtak. Þau verða að fórna eigin þægindum, nætur- svefni, peningum, tíma og skemmtunum, án þess að telja það eftir, eða að krefjast endurgjalds. Þetta verður ný hlið af ástúðlegri sambúð. Litla barnið þarf aðeins að vaxa og þrtfast vel, þá finnst öllum það vera dásamlegt. Ef barnið er lystugt, jafnvel gráðugt, þá er það kostur, þegar það skælir er það dásamlegt og hávær öskur vekja hrifningu. Það vekur aldr- ei eins mikla ánægju og á meðan það er vöggu- barn. Það er ergilegt að maður skuK ekki muna það skemmtilega skeið æskunnar. Ef allt er ( lagi með hjónabandið, þá tengir barnið foreldrana ennþá sterkari böndum. Þang- að til hefur kynferðislffið Ifklega verið sterkasti þátturinn í samlífi þeirra, en nú eiga þau það sameiginlegt að verja og vernda afkvæmi sitt, fyrir utan það að nú hafa þau líklega ótæmandi samtalsefni — daglega framför barnsins. Þau geta hlegið sameiginlega að klaufalegum til- raunum barnsins til að hafa allt eftir fullorðna fólkinu, og hlegið að sjálfum sér, þegar þau vilja sýnast virðulegir foreldrar. Ef rétt er á haldið og vilji og ástúð fyrir hendi, getur þetta haldizt ævilangt. En það geta líka margir örðugleikar orðið á vegi ungu hjónanna. Konur geta haft óþægindi og orðið fyrir truflunum við barnsburð, ekki ein- Framhald á bls. 31. 18. tbi. yiKAN 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.