Vikan - 09.05.1968, Side 17
Hún hefði sem bezt
getaS skilið yður eftir
einhvers staðar. Allt
landið leitaði að yður.
Þér hefðuð fundizt
undir eins.
bliða kona yður, sagði Rick Fras-
er þurrlega.
Nei, nei, nei. Það var bróð-
ir hennar, sagði Barbara fljót-
mælt. - Hann þekkli sig á The
Towers. Hann hafði unnið að
einhverjum viðg'erðum hér.
Hann hélt að hann gæti grætt
ríkulega á því að ræna mér og
fara síðan lil Nýja Sjálands og
lifa svo í vellystingum það sem
eftir væri ævinnar. Systirin vissi
ekkert um þetta — því hún varð
æf þegar hann kom með mig.
Hvað gerði hún, þegar hann
kom með þig? spurði Dobie og
augu hennar stóðu á stiklum,
það var greinilegt að hún að
minnsta kosti trúði sögunni.
Hvað átti hún að gera? —
Þarna var hún með hálfdault
barn í fanginu og vogaði sér
ekki einu sinni að snúa sér til
læknis. Hún hugsaði eins vel um
mig og hún gat og hún gerði
bróðurinn svo hræddan að hann
þorði ekki að krejast lausnar-
gjalds. Að lokum hvarf hann
bara. Og þegar maðurinn henn-
ar sendi henni loksins ferða-
peninga, tók hún mig með sér til
Nýja Sjálands.
Ættizt þér til að við trúum
svona ræningjasögu? sagði Rick
með fyrirlitningu.
Craig læknir var einnig tor-
Irygginn á svipinn og meira að
segja Dobie var ofurlítið hik-
andi.
Ég get skilið að hún vildi
vernda bróður sinn, sagði hún.
- - En af hverju hefði hún átt að
taka yður með? Hún hefði sem
bezt getað skilið yður eftir ein-
hvers staðar. Alll iandið leitaði
að yður. Þér hefðuð fundizt
undir eins.
i8. tbi. VIKAN 17