Vikan - 09.05.1968, Page 18
r
j
wrnmmm
MWWMMMWWW ..................
HP
Sigrún Harðardóttir fékk frí
frá skólabókunum f Mcnnta-
skólanum á Akureyri tii að
syngja á skemmtununum.
Shadie Owcns, söngkona Óðmanna
Alls komu um fjörutíu ungmenni fram á skemmt-
unum þeim, sem Vikan og Karnabær efndu til í
Austurbæjarbíói 3. og 5. apríl sl. undir heitinu
„Vettvangur unga fólksins".
Á skemmtununum komu fram Hljómar, Flowers,
Óðmenn, Sigrún Harðardóttir, söngflokkur úr Rétt-
arholtsskóla, hárgreiðslumaður, dansfólk og tízku-
sýningarfólk. Kynnir var Svavar Gests. Þrjár hljóm-
sveitir tóku þátt í keppninni um sæmdarheitið
„Hljómsveit unga fólksins". En nóg um það. Hljóm-
ar voru kjörnir „Hljómsveit unga fólksins 1968“,
og hlutu þeir nær helmingi fleiri atkvæði en hljóm-
sveitin, sem varð númer tvö í röðinni, Flowers.
Hlutu Hljómar alls 658 atkvæði eða 54% greiddra
atkvæða. Alls greiddu 1246 atkvæði bæði kvöldin,
og hafa þannig um 350 atkvæði farið forgörðum af
einhverjum ástæðum, þar eð Austurbæjarbió tekur
800 manns í sæti. Ekki verður annað sagt en að
Hljómar hafi verið vel að sigrinum komnir og það
mátti líka merkja á viðtökum áheyrenda, að þeir
áttu langmestu fylgi að fagna. Flowers hlutu annað
sæti í keppninni, 335 atkvæði eða 27%. Óðmenn
hlutu 253 atkvæði og þriðja sætið. Söngkona hljóm-
sveitarinnar Shadie Owens vakti verðskuldaða at-
hygli fyrir söng sinn og sviðsframkomu, einkum
flutningur hennar á laginu Yesterday.
Sigrún Harðardóttir söng þrjú lög (þar af var eitt
franskur vals með viðeigandi danssporum), og önn-
uðust Hljóinar undirleik.
Söngkvartett, skipaður nemendum úr Réttarholts-
skóla, tveim piltum og tveim stúlkum, söng tvö lög
í þjóðlagastíl.
Tízkusýning á vegum Karnabæjar var með
skemmtilegu og nýstárlegu sniði. Það voru fallegar
stúlkur og nokkrir myndarlegir ungsveinar að auki,
sem sýndu okkur nýjustu táningatízkuna, og dans-
aði allur hópurinn á sviðinu í litríkum og skemmti-
legum fatnaði.
VEITVANGUfl
UNGA
FÚLKSINS
Hljomar hlutu
fólksins 1968“
sæmdarheitir
Illjomsveit
unga