Vikan - 09.05.1968, Síða 20
Með leik sínum í „Sound of Music“, sem hefir hlotið
óvenju góðar undirtektir um allan heim, er Juhe Andrews
án efa orðin ein frægasta kvikmyndastjarna sem nú er uppi.
„Sound of Music“ heíh- nú jjegar geíið yfir 100 mlljónir
dohara í ágóða, og þar með slegið öll fyrri met, jaínvel „A
hverfanda hveli“ og „Ben Hur“, og það er ekkert smáræði.
Það er síður en svo að sú mynd eigi ekki eftir að auka tekj-
ur íélagsins, því að ennþá er hún sýnd víðsvegar, og geíur
í'ox-félaginu drjúgan skilding. Það var í raun og veru „Sound
oí Music“ sem rétti fjárhag íélagsins við, efth hið stór-kost-
lega tap, sem það varð fyrh vegna kvikmyndarinnar „Cleo-
patra“, þar sem Elisabeth Taylor lét titilhlutverkið.
Það er næsta íurðulegt að það sé hægt að tapa á Elisabeth
Taylor, en stórgræða á Julie Andrews.
Julie Andrews hefh verið heppin hingað til. Það er ef til
vill ekki hægt að segja að kvikmyndh hennar hafi verið hst-
ræn meistaraverk, en þetta hafa verið mjög góðar og skemmti-
iegar kvikmyndh, og það sem meira er, þær hafa rnyndað
skemmtilegan ramma um hæíileika Julie Andrews.
Því er ekki að neita að fyrir gestum kvikmyndahúsanna
er Julie Andrews táknrænt dæmi heilbrigðrar og aðlaðandi
konu. Þessvegna á hún að leika slík hlutverk. Það er tæp-
lega hægt að hugsa sér liana slóttuga og undhförla. Morð-
ingi gæti hún aldrei orðið, og varla kynbomba.
En það er öruggt að hún hefur íundið sína réttu týpu
og hún er það skynsöm að hún heldur sér við þá hlið.
—~ . iá i1 'iMfílBÉ
Síðan hún fór til New York, til að leika hlutverk Elizu í
„My Fair Lady“, söngleiknum sem farið hefur siguríör um
allan heim, hefur stjarna hennar verið hækkandi. Strax í
„Mary Poppins“, flaug hún á regnhlífinni sinni inn í hjörtu
áhorfenda. Hún varð þekkt og dáð, jafnt af ungum og öldnum.
20 VTTCAN 18- tw.