Vikan


Vikan - 09.05.1968, Qupperneq 21

Vikan - 09.05.1968, Qupperneq 21
Julie Andrews í hlutverki sínu í kvikmyndinni „Star“. Julie Andrews og Blake Edwards hafa reynt að láta aldrei ljósmyndarana fá færi á því að taka af þeim mynd saman, en einhver þeirra hefur samt verið svo snjall að taka þessa mynd af þeim. Það eru aðeins tvö ár síðan Julie Andrews kom til Hollywood, en laun henn- ar hafa stigið frá því að Disney borgaði henni 1 25 þúsund dollara fyrir „Mary Poppins“, þangað til nú að hún fær 750 þúsund dollara, auk prósenta af ágóða, sem hún fær fyrir leik sinn í „Star“, kvikmvndinni um Gertrud Lawrence, sem hún hefur nú nýlokið við. Hún hefur laun á borð við Elizabeth Taylor og Barbru Streisand, sem eru hæst launuðu stjörnur um þessar mundir. Árið 1965 var hún kjörin stjarna ársins af amerískum kvikmyndahúsa gestum, og sama ár var liún kjörin vinsælasta stjarn- an í Englandi. Tvær kvikmyndir hennar, „líawaii“ og „Sound of Music“, hafa nú gengið fyrir fullum húsum í rúmt ár í Los Angeles, og það er aðeins ein borgin af mörgum, þar sem myndir hennar eru stöðugt á kvik- myndatjöldunum. Síðasta kvikmynd henn- ar, „Modern Millie“, virðist líka eiga sömu vinsældum að fagna. Það má því með sanni segja að Julie Andrews er ennþá á tindi frægðarinnar. Og það verður hún ör- ugglega um langt slceið ennþá..... Frami hennar hefir hreinlega verið óútreiknanlegur, og ennþá heldur hún áfram upp á við. Iíún fór í jólafrí til Sviss, með móður sinni og Emrnu Kate, dóttur sinni, en síðan hefir hún unnið að „Darling Lady“ með leikstjóranum Blake Ed- wards. Hann hefur verið stöðugur fylgd- arsveinn hennar síðustu mánuðina, og það er almennt álitið að þau munu giftast, þegar hún hefur fengið skilnað frá eiginmanni sínum, leiktjaldamál- aranum Tony Walton, sem hún gekk að eiga í maí 1959, en skildi við, á borði og sæng, í október 1966. Sjálf er Julie mjög þögul, þegar talað er um áform hennar urn nýtt hjónaband. Hún er yf- irleitt mjög varkár í tali, síðan það fréttist að þau Tony væru að skilja. Ilún vill alls ekki tala um einkalíf sitt, og reynir eftir megni að halda Emmu litlu Kate frá sviðsljósunum. Þegar hún var að leika í kvikmynd- inni „Hawaii“ í Honolulu í fyrra, á móti sænska leikaranum Max von Sydow, kom dóttir hennar í heimsókn til hennar. Þá leyfði hún að teknar væru myndir af þeim mæðgum, þar sem þær voru að leik á ströndinni. En það er liðin tíð. Nú verndar hún einka- líf sitt eftir beztu getu. Hún er ein þeirra sem brennt hafa gómana og hef- ur lært af reynslunni. Framhald á bls. 34 Julie Andrews hefur ált velgiengni að tagna sem söng - og leikkona. Hún hefur öðlazt fádæma vinsæidír og er nú ein af hæstlaunuðustu stjörn- um heims. En frægð krefst fðrna og þrátt fyrir aila velgengni, er hún ðhamingjusöm is. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.