Vikan - 09.05.1968, Qupperneq 22
Líklega dreymir flesta vísinda-
menn um að finna upp kenningu,
sem feli 1 sér allan sannleikann
um það, sem þeir tóku sér fyrir
hendur að rannsaka. En því miður
fó aðeins örfáar af þeim kenning-
um sem fram koma staðizt tímans
tönn.
Hér á eftir verður sagt lítillega
frá nýstárlegri kenningu i uppeld-
isfræði, sem bandarískir sálfræð-
ingar hafa sett fram.
Foreldrar, sem eiga fleiri en eitt
barn, velta því oft fyrir sér, hvern-
ig á því standi, að skapgerð barna
þeirra sé svo misjöfn. Þeir telja sig
ala öll sín börn upp á sama hátt og
við sömu aðstæður, en samt verður
eitt iðið og þægt, en annað óstýri-
látt og kærulaust. Öllum er Ijóst, að
eðlið hefur mikið að segja, en það
er þó naumast einhlítt í þessum
efnum. Hvað veldur gjörólíkri skap-
gerð systkina? Áðurnefnd kenning
er tilraun til þess að svara þeirri
spurningu.
Kenningin er í stuttu máli á þá
leið, að röð systkina ráði miklu um
skapgerðareiginleika þeirra. Hvort
barn er elzt sinna systkina, annað í
röðinni eða þriðja eða einkabarn
ræður miklu um þroska þess og
velferð.
Hinn frægi sálfræðingur, Alfred
Adler, kom fyrstur auga á þetta.
Aftur og aftur varð hann var við,
að elzta barnið, annað barnið og
þriðja barnið í hverjum systkina-
hópi höfðu sömu eiginleika til að
bera. Síðan hafa sáifræðingar hald-
ið áfram að rannsaka þessa hug-
mynd Adlers og búið til kenningu.
Samkvæmt henni er það fyrst og
fremst röð systkinanna sem mótar
persónuleika þeirra og ræður því,
hvort þau verða farsæl í lífinu eða
ekki.
Strax og börnin fara að ganga
í skóla kemur þetta fram. Frú
Mary Steward, sem er kennari
í sáifræði, hefur skrifað bók sem
heitir „Velgengni elzta barnsins".
Eftir að hafa haft kynni af þús-
undum barna frá mismunandi
fjölskyldum, kemst hún að þeirri
niðurstöðu, að elzta barnið hafi
betri aðstöðu og eiginleika til að
ná góðum námsárangri. Áður en
lengra verður haldið, skulum við
l(ta ögn á helztu einkenni barna
eftir því hvar þau eru í röðinni:
U A.
ELZTA BARNIÐ.
Elzta barnið er oft miklu þæg-
ara og iðnara en systkini þess.
Því gengur yfirleitt mjög vel ( skól-
22 VIKAN 18- m-
anum og það sækist eftir hrósi frá
foreldrum sfnum. Það verður
snemma fullorðið og virðir allar
reglur og ákvarðanir fullorðna
fólksins. Það hefur sterka ábyrgð-
artilfinningu og telur sér skylt að
hafa vit fyrir yngri systkinum sín-
um og gæta þeirra f hvfvetna. Þessi
einkenni elzta barnsins eru mjög
ríkjandi í öllum systkinahópum,
hvort sem um er að ræða dreng eða
stúlku. Elzti sonurinn verður oft
góður stjórnandi, þegar hann er
kominn til vits og ára; oft ráða-
maður á einhverju sviði. Elzta dótt-
irin verður dugmikil og ráðrfk hús-
móðir,- sannkallaður húsbóndi á
sínu fieimili.
Þegar bezt lætur er elzta barnið
gætt skapfestu og viljastyrk, sam-
vizkusamt og heiðarlegt, en ráð-
ríkt og hefur sterka tilhneigingu til
að ríkja yfir öðrum.
NÆST ELZTA BARNIÐ.
Annað barnið f röðinni er oft
blíðlynt og vingjarnlegt. Það er
ekki eins iðið við nám og elzta
barnið. Það þolir illa aga og er
illa við að þurfa að fara eftir ein-
hverjum föstum reglum. Það er list-
rænt og dreymið og hefur frjótt
ímyndunarafl. Rithöfundar, tón-
skáld, heimspekingar og hljóðfæra-
leikarar eru mjög oft næstelztir í
röð sinna systkina. Það er svolitið
lausbeizlað, en á auðvelt með að
blanda geði við aðra og eignast
marga vini. Ef næstelzta barnið er
stúlka er hún líka gædd sköpunar-
gáfu, en stundum einnig ríkri sam-
úð og þörf til þess að hjálpa öðr-
um. Það gerist gjarnan hjúkrunar-
kona eða starfar að mannúðar-
málum.
ÞRIÐJA BARNIÐ.
Þriðja barnið hefur erfiða að-
stöðu. Það á tvö eldri systkini, sem
láta mikið að sér kveða. Það byrj-
ar snemma að berjast fyrir tilveru-
rétti sínum, reyna að hljóta náð
fyrir augum foreldranna og viður-
kenningu sem fullgildur meðlimur
fjölskyldunnar eins og eldri syst-
kinin tvö. Það þjáist stöðugt af ótta
við að falla í skuggann og standast
ekki samanburð við eldri systkini
sín. Ef barátta þriðja barnsins ber
árangur; ef því tekst að standa
eldri systkinum sínum á sporði og
fullt tillit er tekið til þess í fjöl-
skyldunni, þá getur það orðið ham-
ingjusamt. Ef það öðlast sjálfstraust
strax í bernsku, er því borgið. Hæfi-
leikar þriðja barnsins beinast mjög
oft að hugsjónum og endurbótum.
— Ef barátta þriðja barnsins ber
hins vegar ekki árangur, þá finnur
það stöðugt til minnimáttarkennd-
ar gagnvart eldri systkinum sínum
og verður einmana og biturt í
lund. Margir bera merki þess allt
sitt líf. Flest sem það tekur sér fyrir
hendur misheppnast vegna skorts
á sjálfstrausti og sökum minni-
máttarkenndar.
EINKABARNIÐ.
Einkabarnið á allt sitt líf erfitt
með að umgangast aðra og eign-
ast fáa vini. Þegar það byrjar að
ganga í skóla og umgangast jafn-
aldra sína, er það slíku svo óvant,
að erfiðleikarnir virðast nær ósigr-
andi. Þetta gerir það að verkum, að
einkabarnið verður oft viðkvæmt
fyrir gagnrýni og þolir hana illa.
Sem einkabarn foreldra sinna verð-
ur það oft að bera þyngri byrðar
og meiri ábyrgð. Það byggist á því
einu, hvort vonir og draumar for-
Hin fræga Kennedy-f jölskylda er
nefnd sem dæmi um það, að kenn-
ingin sé rétt. Þessi mynd var tek-
in af fjölskyldunni sumarið 1934.
Standandi frá vinstri: Jósep yngri
(fórst í stríSinu), Patricia (síSar eig-
inkona Peter Lawford), Rosemary
og Eunice (nú eiginkona Robert
Shriver). Sitjandi frá vinstri: Kath-
leen (fórst í flugslysi 1948), Robert,
frú Kennedy, John, Edward í fang-
inu á Jósep Kennedy og loks Jean
(eiginkona Stephen Smith).