Vikan - 09.05.1968, Síða 23
1
HÉR F.R SAGT FRÁ NÝRRI KENNINGll, SEM
BANDARÍSKIR SÁLFRÆÐINGAR HAFA SETT
FRAM. SAMKVÆMT HENNI ER ÞAÐ FYRST
OG FREMST RÖÐ SYSTKINANNA, SEM MÓT-
AR PERSÖNULEIKA ÞEIRRA OG RÆÐUR ÞVÍ,
HVORT ÞAU VERÐA FARSÆL í LÍFINU EÐA
EKKI.
eldranna rætast eða verða að engu.
En ef það fær að baða sig í öllu
því ástríki og aðdáun, sem foreldr-
ar ausa gjarnan yfir einkabarn sitt,
þá verður það sjálfumglatt og eig-
ingjarnt. Það getur líka orðið inni-
lokað og einmana og sérviturt.
Einkabarn á oft ! erfiðleikum með
að lifa eðlilegu og hamingjusömu
h jónalíf i.
Eins og allar kenningar fær
þessi ekki staðizt í smáatriðum. Nú
þegar geta lesendur eflaust nefnt
dæmi, sem koma ekki heim og
saman við hana. En höfundar henn-
ar halda því fram, að hún sé rétt
í meginatriðum.
Sérstaklega þykir sannað, að
elzta barnið hafi ævinlega bezt
skilyrði og njóti mestrar velgengni
í lífinu.
Við skulum hugsa okkur ung
hjón, sem hafa eignazt sitt fyrsta
barn. Sakir vankunnáttu og reynslu-
leysis eru þau svolítið taugaóstyrk
og taka uppeldi barnsins mjög al-
varlega. Ef eitthvað ber út af,
verða þau óróleg, og fylgja ná-
kvæmlega reglum og fyrirmælum
í bókum um barnauppeldi. En þeg-
ar annað barn þeirra fæðist eru
þau ekki lengur óstyrk og óákveð-
in. Þess vegna fær annað barnið
miklu eðlilegri meðhöndlun. And-
rúmsloftið á heimilinu er ekki leng-
ur þrungið spennu, heldur glaðlegt
og áhyggjulaust.
Með þetta í huga er ekki að
undra, þótt skapgerð elzta og næst-
elzta barns sé gerólík.
Einnig benda höfundar kenning-
arinnar á, að aldursmunur syst-
kina hafi mikið að segja. Ef nítján
mánuðir eða minna er milli elzta
og næstelzta barns, þá er vel lík-
legt að hinu síðarnefnda takist að
apa allt eftir elzta barninu og taka
það sér til fyrirmyndar í einu og
öllu. En ef aldursmunurinn er meira
en nítján mánuðir, þá tekst yngra
systkininu síður að hafa ! fullu tré
við það elzta.
Gott dæmi um samvizkusemi og
ábyrgðartilfinningu elzta barnsins
er Elísabet Englandsdrottning. Þeg-
ar ! æsku var hún gerólík systur
sinni, Margréti. Elísabet er dæmi-
gert elzta barn. Hún varð snemma
fullorðin og alvarleg. Margrét
sýndi hins vegar strax einkenni
næstelzta barns: léttlyndi og
ábyrgðarleysi. Georg konungur VI.
hafði mikið dálæti á Margréti, en
hann sagði alltaf að byrðar krún-
unnar væru í öruggum höndum hjá
hinni samvizkusömu eldri dóttur
sinni, Elísabetu.
Einkabarnið á erfitt með að sam-
lagast öðru fólki, eins og áður er
sagt. Brezka skáldið James Kirkup
var einkabarn og hann hefur lýst
þessu mjög vel í bókum sínum:
„Eg var einmana barn og kaus
helzt að fá að vera í friði. En und-
ir niðri dreymdi mig um að leika
mér með öðrum börnum og hafa
samskipti við þau. Mig langaði
ákaft til að verða hluti af heild.
Þessi tvískinnungur varð upphafið
að sálarfiækju, sem ég þjáðist af
i mörg ár."
Þegar systkini eru fleiri en þrjú,
er eins og sagan endurtaki sig.
Mjög oft verða fjórða, fimmta og
sjötta barnið eins og fyrsta, annað
og þriðja. Þó er þetta alls ekki ein-
hlítt. Og yngsta barnið í stórum
systkinahópi hefur jafnan nokkra
sérstöðu og á oft við mikla erfið-
leika að etja.
Gjarnan eru peningaráð lítil,
þar sem börnin eru mörg. Og for-
eldrarnir hafa ef til vill svo mikið
að gera að þeir geta ekki sinnt öll-
um börnum sínum sem skyldi. Þetta
kann að bitna á yngstu systkinun-
um.
En tilhneigingin til „endurtekn-
ingar" er athyglisverð í fjölskyld-
um, þar sem fjárhagsvandræði eru
ekki fyrir hendi. Kennedy-fjölskyld-
an fræga er gott dæmi um þetta.
John, sem varð forseti, var næst-
elztur af niu systkinum. En hann
viðurkenndi fúslega að eldri bróð-
ir hans, Jósep, hefði orðið forseti,
ef hann hefði ekki farizt i stríð-
inu. Jósep var álitinn gáfaðastur
og efnilegastur allra systkinanna.
Sannleikurinn er sá, að John
Kennedy verður minnzt sem hug-
sjónamanns miklu fremur en fram-
kvæmdamanns. Hann átti oft f erf-
iðleikum með að koma málum sín-
um ( gegnum þingið. Það er ekki
fjarri lagi að segja, að John Kenne-
dy hafi hegðað sér eins og næst-
elzta barn, sem hefur orðið að tak-
ast á herðar skyldur elzta barnsins.
Þriðja og fjórða barn Kennedy-
fjölskyldunnar eru stúlkur, Rose-
marie og Kathleen. Rosemarie náði
aldrei fullum andlegum þroska en
Kathleen fórst í flugslysi. En fimmta
barnið, Enucie, er athyglisvert. Hún
hefur unnið mikið að félagsmál-
um og hefur sérstaklega barizt
fyrir aukinni hjálp til handa van-
gefnum börunm.
Sjötta barnið er einnig stúlka,
Framhald á bls. 34
18. tbi. VIKAN 23