Vikan


Vikan - 09.05.1968, Side 24

Vikan - 09.05.1968, Side 24
Skutlurnar í Skötuvík skunda í kvöld til óstaleikja, allar vilja óðar kveikja ást ( brjósti mér og þér. Þetta er ofurlítið brot úr sögu, sem gerðist í sjávarplássinu Skötu- v!k. Við fengum að heyra hana ( síðasta sjónvarpsþætti Ólafs Gauks. Söguhetjur voru áhöfn á bátnum Ramm-Skakki þriðja: Kafteinninn, Lína kokkur, Steini stýrimaður, Gussi grallari, Halli háseti og Lubbi langi. Þessi þáttur var samfelldur söng- leikur og hét „Skrallið í Skötuvík". Ólafur Gaukur samdi textana og flest lögin. í vetur hefur þáttur Ólafs Gauks og Svanhildar verið einna vinsæl- astur af innlendum sjónvarpsþátt- um. Hljómsveitin gerir meira en leika og syngja ný og gömul dæg- urlög. Hún bregður sér í alls kon- ar gervi og túlkar lögin á skemmti- legan hátt. Allir hafa þættirnir bor- ið þess merki, að til þeirra hefur verið sérstaklega vel vandað. Ólaf- ur Gaukur á að sjálfsögðu mestan heiður skilið fyrir, hversu vel hefur tekizt. En ekki er hlutur Svanhildar lítill og raunar hljómsveitarinnar í heild. Fágaður söngur og skemmti- leg framkoma hafa á skömmum tíma gert Svanhildi að einni vin- sælustu dægurlagasöngkonu okkar. Þegar þetta er ritað hafa þættirnir verið seldir til Svíþjóðar og verður gaman að fylgjast með hvernig undirtektir þeir fá á erlendri grund. VIKAN brá sér í heimsókn til Ólafs Gauks og konu hans, Svan- hildar Jakobsdóttur, á heimili þeirra að Hagamel 32. Við spjölluðum við þau stundarkorn um heima og geima. — Eg vil byrja á því að lýsa því yfir, sagði Ólafur Gaukur, að ég er mjög hrifinn af íslenzka sjón- varpinu. Mér finnst það í rauninni ótrúlegt, að við skulum geta rekið sjónvarpsstöð, sem á margan hátt er sambærileg við erlendar stöðvar. — Liggur ekki gífurleg vinna á bak við einn sjónvarpsþátt? — Jú, óhemjumikil. En það er svo nýtt fyrir okkur að vinna fyrir sjónvarp og ólíkt þv( sem við erum vön að gera, að við höfum haft mjög gaman af því. Og við höfum verið svo heppin, að þættir okkar hafa fengið góða dóma, svo að við teljum ekki eftir okkur erfiðið. — Hvað eru þættirnir orðnir margir? — „Skrallið f Skötuvík" var sá fimmti, en sá sjötti og síðasti ( vetur er nú í undirbúningi. Það er miklu meiri vandi en maður hygg- ur að sjá um fastan sjónvarpsþátt. Fyrstu þættirnir eru tiltölulega auð- veldir. En þegar fram í sækir, fer maður að spyrja sjálfan sig: Hvað get ég gert næst? Þegar þátturinn byggist á einni hljómsveit eingöngu, virðast möguleikarnir ekki miklir í fljótu bragði. Hljómsveitin leikur ný- w c: ífí \J U VIKAN HEIMSÆKIR ÓLAF GAUK OG SVANHILDI 24 VIKAN 18-tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.