Vikan - 09.05.1968, Page 27
B H B 1 I eru iú upphafsmenn þessarar tón-
listar og fyrirmynd allra hinna.
Kannski hef ég aðlagazt bítlamús-
ikinni meS tímanum. Ég mundi
segja, að 30% af henni væri gott,
en meiriparturinn lélegur.
Er ekki þreytandi aS spila fyrir
dansi kvöld eftir kvöld?
— Jú, það getur orðið þreytandi
til lengdar. Þess vegna hafa sjón-
varpsþættirnir verið skemmtileg til-
breyting. í vor á ég 20 ára stúdents-
afmæli, en einnig 20 ára afmæli
sem hljóðfæraleikari. Þegar ég út-
skrifaðist fannst mér 20 ára stúdent-
arnir alveg komnir á grafarbakk-
ann. Nú hefur viðhorfið að sjálf-
sögðu breytzt í þeim efnum. En ég
er búinn að spila nokkuð lengi, það
er satt. Og það er orðið nokkuð
langt sfðan mér fannst ég vera
orðinn dauðleiður á næturvinnunni.
En síðan ég yngdi hljómsveitina
upp; fékk unga og fjöruga hljóð-
færaleikara til liðs við mig, — þá
leiðist mér ekki lengur. Og ég held,
að ég hafi aldrei verið með betri
hljómsveit en nú.
— Og næturvinnan hefur líka sín-
ar björtu hliðar, segir Svanhildur.
Það getur oft verið gaman að skoða
fólkið. Auðvitað er fyrst og fremst
fylgzt með okkur, en við erum líka
að fylgjast með. Við tökum eftir
klæðnaðinum, sem oft er ærið
skrautlegur, sérstaklega hjá unga
fólkinu. Og það má sjá heilar sög-
ur á hverju kvöldi: Hjónin verða
ósátt; hann dansar við aðra og
hún við annan; síðan sættast þau
f lokin og allt fellur í Ijúfa löð f
elskulegum vangadansi.
Og þannig höldum við áfram að
spjalla um heima og geima yfir
kaffibolla. Það er mánudagur, og
Ólafur Gaukur og Svanhildur eiga
frí í kvöld. Þau ætla að horfa á
sjónvarpið. Mánudagskvöldin eru
oft einu fríkvöld þeirra í vikunni.
Við spyrjum að lokum:
— Hvað ætlið þið að gera f sum-
ar?
— Við hættum að spila f Lídó
núna í maf. í sumar ætlum við að
ferðast um landið, bæði til að halda
dansleiki og einnig sjálfstæðar
skemmtanir, sem byggðar verða á
atriðum úr sjónvarpsþáttunum o. fl.
Svavar Gests hefur slegizt í hóp
með okkur, svo að við getum flagg-
að með tvær skrautfjaðrir: Hér gala
gaukar og Út og suður. . .
☆
LJÓSMYNDIR: SJÓNVARPIÐ
SIGURLIÐI GUÐMUNDSSON
„Hann bað mín um daginn hann Bjössi á Hól"
er ævagamalt lag, sem hljómsveitin lék í sjón-
varpsþætti sínum. Lagið kemur út á hljómplötu
um þessar mundir.
Hljómsveit Ólafs Gauks og Svanhildur
í söngleiknum „Skrallið í Skötuvík":
„Hún Lína kokkur er laglegasta hnáta
með lokkandi augu — þaS allir sjá . . ."
Upptaka í sjónvarpssal: Ólafur Gaukur
hvílir sigi milíi atriSa meS h|.ndritið í
höndunum.
Allir í hljómsveitinni taka þátt í að
túlka lagiS „Sabotak". Þetta lag er úr
þættinum, sem sýndur var í SvíþjóS
fyrir skemmstu.
„Það verður ball i kvöld". Kapteinn-
inn og Lína kokkur í „Skötuvíkinni":
„Þú ferð nú samt með, ef ég bið þig
eins vel og ég get . . ."
26 VIKAN 18-tbl'
Rúnar Gunnarsson og Svanhildur: „Ég
er svo skotin, skotin, skotin, skotin í
þér . . . ."
18. tbl.
VIKAN 27