Vikan - 09.05.1968, Side 28
«• .
FRAMHALDSSAGAN 21. HLUTI
EFTIR SERGE OG ANNE GOLON -
★★★★★★+★★★★★ ★★★★★★★★★★★★★★"★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★"★-.★★★.'★★★+★★★★★★★★"★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★* ★★★★★★★★*-,
HANN TÖK HANDFYLLI SÍNA AF ÞYKKU HÁRS HENNAR OG VAFÐI ÞVÍ í BAND, SEM HANN
FLÉTTAÐS UM HÁLS SÉR. SVO MÆTTUST VARIR ÞEIRRA OG ÞAU VORU í ÞANN VEGINN AÐ
TAKA AÐ KYSSAST AFTUR, SKEFJALAUST OG ÁSTRÍÐUÞRUNGIÐ, ÞEGAR MÚSKETTUSKOT
ÚTIFYRIR RAUF ÁRDEGISÞÖGNINA.
-¥-¥¥-¥■¥*-¥ ¥^-¥^-¥-¥-¥¥-+-¥*•¥-¥-*-¥-¥-¥-¥^ ■¥■¥•¥ •¥^-¥-¥-¥-¥^-¥-¥-¥+¥-¥¥-¥-¥^¥-¥¥MF*-¥AMF-¥¥-¥-*-¥+-¥-¥^-¥^-¥J¥-¥-¥¥¥-¥-¥*-¥-■¥-f*****************-******
— Ó, ert þetta þú? muldraði hún út i hött.
— Ójá, raunar. Það var ekki þurr þráður á mér. Og Þú ættir líka
aö íaar úr þessum rennblautu fötum. Hvernij? lízt þér á svona storm
úti fyrir Nova Scotia? Hann -er stórkostlegur, er það ekki svo? E'kki
eins og þessar gusur á Miðjarðarhafinu. Sem betur fór er heimurinn
stærri en það og ekki hegða sér allir þar lúalega.
Hann var að hlægja. Angelique var svo hneyksluð að henni lánað-
ist að rísa á fætur, þrátt fyrir að pilsið hennar, gegnsósa af vatni,
væri þungt sem blý.
— Þú ert að hlæja! hrópaði hún æf. — Stormurinn kemur þér til
að hlæja, Joffrey de Peyrac Jafnvel pynting kemur þér til að hlæja.
Þú söngst, þegar átti að taka þig af lífi á torginu framan við Notre
Dame. Hverju máli skiptir það þig, þótt ég sé útgrátin? Hverju máli
skiptir það þig þótt ég sé hrædd við storminn jafnvel á Miðjarðar-
hafinu — án þín .......
Varir hennar skulfu. Var það saltur sær eða voru það tár sem lædd-
ust niður eftir fölum kinnum hennar? Var þessi óbugandi kona að
grát a ?
Hann teygði fram handleggina til hennar og dró hana að ylheitu
brjósti sínu.
— Svona, svona, litla kona! Ekki hleypa þér i æsing núna. Hætt-
an er liðin hjá, ástin min! Storminn hefur lægt.
—. En hann gæti komið aftur.
— Það er alltaf mögulegt, en við sjáum við honum aftur. Berðu
svona lítið traust til hæfileika minna sem sjómanns?
— En þú fórst frá mér, hrópaði hún og mundi ekki glöggt hvaða
spurning hafði kallað á þetta svar.
Hún greip um hann ísköldum höndum, leitaði að fellingum fata
hans, sem hún hafði áður tekið i, en hún fann ekkert nema truflandi
ylinn af nöktu hörundi hans. Þetta var allt eins og í drauminum
forðum. Iíún hékk á höndunum einum á þessum stóru, sterku öxlum
og varir hans voru að nálgast hennar.
Hún fann sig endurgjalda kossinn, en þetta gerðist allt of snöggt
og án þess að hún hefði nokkra stjórn á því. Hún reif sig úr örmum
hans í snöggu átaki. Hann varð að þjóta til dyra til að koma í veg
fyrir að hún færi.
— Vertu kyrr!
Angelique starði á hann spyrjandi ,en hrædd og skilningssljó.
— Það er allt i lagi þarna niðri. Trésmiðirnir náðu þangað í tæka
tíð. Við urðum að fella framsigluna en það er búið að gera við þak-
ið á híbýlum farþeganna og þau hafa verið ausin. Hvað snerti dóttur
þína .sendi ég barnfóstruna til hennar — Sikileyinginn Tormini. Hún
dáir hann.
Og hann lagði langa fingur sína bliðlega á kinn hennar og neyddi
hana til að leggja höfuðið að öxl hans. — Vertu hér...... Það þarfn-
ast þín enginn nema ég.
Hún nötraði frá hvirfli til ilja og átti bágt með að trúa á þessa
skyndilegu mildi hans.
Hann var að kyssa hana ...... Hann var að kyssa hana!
Allskonar kenndir gagntóku hana en dóu síðan út eins og storm-
urinn.
— Þetta er óhugsandi! hrópaði hún svo og barðist um á ný. — Þú
28 VIKAN 18- *“•
-elskar mig ekki lengur. Þú fyrirlítur mig. Þér finnst ég ljót.
— Skelfing ertu viðkvarm, svaraði hann og hló. — Hef ég raun-
verulega auðmýkt þig svona mikið?
Hann hélt, henni armslengd frá sér og virti hana vandlega fyrir
sér. Brosandi sínu beiska brosi og ekki án hlýju. Það var dapurleiki
í þessu brosi og mildi og i djúpum dökkra augnanna glóð vaxandi
ástríðu Hún strauk þreytulega yfir andlit sér, köld og lömuð, og
gegnum hárið, stamt af salti.
— Ii:i ég lít hræðilega út, volaði hún.
— Já, raunar, svaraði hann striðnislega. — Þú ert eins og sírena
sem ég hef dregið í neti upp af hafsbolni. Vera með köldu, söltuðu
roði, sem óttast ástina. Hvílíkt dulargerfi, sem þú hefur vnl'ð þér,
Madame de Pe.vrac. Og hann tók með báðum höndum um milli henn-
ar og lyfti henni snöggt og léttilega upp eins og stráknippi.
-- Brjáluð, ástin min. Það er það sem þú ert! Brjáluð! Hver ættl
að vilja þig? Allt of margir menn þrá þig, en þú heyrir mér til og
mér einum. Hann bar hana yfir að rúminu, lagði hana á það, án
þess að sleppa henni, og strauk enni hennar eins og hún væri sjúkt
barn. Hver ætti að vilja þig, ástin mín?
Liggjandi þarna í örmum hans var hún dösuð og varnar’uur.. Þetla
hræðilega ofviðri, sem hafði gert hana svona hrædda, hafði á furðu-
logan hátt fært henni þá ’stund, sem hún var hætt að vonast eftir,
stund, sem hún hafði bæði þráð og óttazt. I-Ivað var nú að gerast?
Ifvaða kraftaverk átti sér nú stað?
— Svona nú, farðu úr þessum fötum, nema þú viljir að ég taki þig
úr þeim sjálfur.
Með sínu venjulega sjálfsöryggi neyddi hann liana til að fara úr
öllum rennblautu fötunum, sem limdust að köldum likama hennar.
— Þetta er það, sem við hefðum átt að gera, þegar þú komst fyrst
um borð til mín í La Pæchelle. Það vinnst aldrei neitt með því aö
rökræða við konur. Það er aðeins sóun dýrmæts tíma, sem hægt væri
að eyða á miklu betri hátt. Ertu ek-ki sammála?
Nú hvildi hun nakin við hörund hans og fann atlotin.
—• Vertu ekki hrædd, hvíslaði hann lágt: — Eg er bara að hlýja
þér.
Hún velti því ekki lengur fyrir sér hversvegna hann hefði einmitt
nú krafizt hennar með þessu afbiýðissama valdsmannsfasi og lét sig
engu varða mótbárur og mögl.
— Hann þráði hana. Hann práOi hana!
Það var eins og hann væri að uppgötva hana aftur. Eins og maður
uppgötvar í fyrsta sinn líkama þeirrar konu sem hefur fylgt honum
í draumum hans um langan tíma.
— Hve fallegir handleggir þinir eru, sagði hann með aðdáun i
röddinni. Þetta var þegar þröskuldur ástarinnar, hinnar miklu og magn-
þrungnu ástar sem eitt sinn hafði verði þeirra. Hlekkir holdsins voru
i þann veginn að fjötra þau saman einu sinni enn, þyrmdi yfir þau
með unaði og minningum, því það voru þessir fjötrar sem höfðu
komið þeim til að leita hvors annars yfir tíma og rúm.
Angelique opnaði honum fangið og þegar hún tók utan um hann
var eins og hún hyrfi mörg ár aftur í tímann, en þó hafði eitthvað
nýtt bætzt við, eitthvað nýtt og gagntakandi. Hún fann að hún gat
enn ekki svarað honum til fulls, en hún tók á móti vörum hans sem