Vikan - 09.05.1968, Page 29
leituðu valdsmannslega að hennar. Svo kyssti hann hana á axlirnar og
hálsinn.
Varir hans viku ekki írá h'enni og kossarnir urðu æ græðgislegri.
Það var eins og hann reyndi æðislega að sjúga úr henni blóðið, all-
ur sá óttavottur, sem eftir var hjá henni þyrlaðist burtu. Maðurinn
sem forlögin ætluðu henni var kominn aftur. Með honum var allt
eðlilegt, einfalt og fallegt. Að heyra honum til, að vera hjá honum,
hjálparvana á hans valdi og svo allt í einu að finna með samblandi
af ótta og ærandi fögnuði að þau væru að lokum orðin eitt .......
Það var komin dögun og birtan lyfti skuggaslæðunum einni eftir
annarri, svo Angelique greindi á ný andlit skógarguðsins eins og það
væri skorið út úr seigum, veðruðum viði. Hún var enn ekki alveg viss
um að þetta hefði ekki allt verið draumur. Hún hafði það mjög ein-
dregið á tilfinningunni að hún myndi ekki framar geta verið án
faðmlaga hans og atlota, né heldur gæti hún afborið að sjá ekki lengur
þennan svip í augunum, sem fyrr höfðu horft svo hörkulega á hana.
Nýr dagur var að koma eftir storminn og öldurnar veltu skipinu
letilega og þreytulega í samræmi við skap Angelique þessa stundina.
Beiskur þefurinn af óveðrinu var horfinn.
Angelique andaði að sér ástinni, ilminum af endurfundum þeirra,
en þó fann hún til ofurlítils kvíða.
Af öllu þvi sem hana langaði til að segja honum hafði ekkert kom-
jð yfir varir hennar.
Hvað hugsaði hann um þögn hennar og vandræðaskap? Hvað ætl-
aði hann að fara að segja? Hún var viss um að honum var einhvers-
konar glettni í hug. Hún sá Það á glettnislegum hrukkunum á kinn-
um hans.
— Jæja þá, sagði hann. — Þetta var ekki sem verst hjá litlu abba-
dísinni. En okkar á milli sagt, mín kæra, hefurðu ekki lært mikið i
þessum efnum síðan ég tók þig á námskeið í höll hinna glöðu vís-
inda.
Angelique fór að hlægja. Það var miklu betra að hann ávítaði hana
fyrir vankunnáttu, fremur en íi'amíör. Henni var sama þótt hann
gerði ofurlítið gys að henni. Hún gerði sér upp vandræðaskap.
— Ég veit. Þú verður að kenna mér mikið aftur, minn kæri herra.
Ég hef engan veginn lifað síðan vegir okkar skildu. Ég hef komizt af.
Það er ekki það sama.
Hann gretti sig þurrlega.
— Hm! Ég trúi því nú ekki alveg, litla hræsnisdrós! En engu að
síður var þetta fallega sagt.
Hann hélt áfram að strjúka um likama hennar.
— Það er glæpsamleg smán að fela slikan líkama undir fötum þjón-
ustustúlku. Ég ætla að binda endi á það. Hún horfði á hann rísa á
fætur og ganga að kofforti. Upp úr þvi dró hann nokkuð af fötum
og kastaði þeim yfir rúmgaflinn.
— Frá deginum í dag að telja Idæðir þú þig sómasamlega.
— Þú ert ósanngjarn, Joffrey. Þjónustustúlkufötin eins og þú kall-
ar þau hafa sína kosti. Geturðu ímyndað þér mig koma um borð í
Gouldsboro með drekana á hælunum, klædda í allt mitt bezta stáss.
Ég er ekki helzta hefðarkona Frakklands lengur, eins og þú veizt.
Hann lagðist við hlið hennar aftur. Lá á öðrum olnboganum en hvíldi
hinn handlegginn á krepptu hné. Þetta var íhugul stelling, þokkafull
og leikfull og hún mundi eftir henni frá því í gamla daga; þannig
lá hann, þegar hann var að velta einhverju fyrir sér.
— Konungdæmið? Ég og konungdæmið. Það er gríðarmikið og
fallegt ..... Árstiðirnar skreyta það með smarögðum og gulli. Og
hafið, óvenjulega blátt, skolar strendurnar eins og dögunin .....
Stundum kom ljóðræni trúbadúranna greinilega fram í tali hans.
— Og hvar er konungdæmi þitt, minn kæri herra?
— Ég ætla að fara með Þig þangað.
Það fór hrollur um hana. Hún mundi allt í einu hvernig ástatt var
fyrir þeim.
— Þú ætlar ekki með okkur til Vestur-Indía?
Það var eins og hann hefði ekki heyrt til hennar, svo yppti hann
öxlum og sagði:
— Amerísku eyjanna? Drottin minn! Ég skal gefa þér eyjar •—
Fleiri en þú kærir þig um.
Hann leit á hana og aftur birli yfir andliti hans, þegar hann brosti.
Hann lék sér að hári Angelique sem dreifðist út yfir koddann. Nú
þegar það var orðið þurrt hafði það aftur fengið sinn eðlilega lit.
Það var eins og hann væri hneykslaður.
— Skelfing er hárið á þér orðið ljóst, sagði hann. — En heyrðu
mig það eru komin hvit hár í það!
— Já, það er i'étt, sagði hún ofurlágt. — Hver hvítur lokkur felur
í sér minninguna um einhverja sorg.
Hann hleypti i brýrnar og hélt áfram að rannsaka hár Angelique
með mestu natni.
— Segðu mér frá þvi, sagði hann.
— Segja honum frá því? Hvað gat hún sagt honum? Frá öllu því
sem hún hafði þjáðst meðan hans naut ekki við.
Augu hennar voru stór og mött, svipurinn ástríðuþrunginn. Með
einum fingri strauk hann léttilega um gagnaugu hennar. Hún vissi
ekki að með því var hann að strjúka burtu tárin sem tekin voru að
læðast úr augnkrókum hennar, án þess að hún gerði sér grein fyrir
því.
— Ég hef gleymt þvi öllu. Það er engu frá að segja. Hún teygði
fram nakta handleggina og var svo frökk að vefja þeim um hann og
draga hann að sér.
— Þú ert svo miklu yngri en ég, Monsieur de Peyrac. Þú ert enn
með Márafaxið þitt og það er enn svart eins og nóttin. Gráu hárin
í því eru teljandi.
— Og þau á ég þér að þakka .......
—- Er það satt?
I hálfrökkri dögunarinnar greindi hann varir hennar og sá þær
titra, hálfbrosandi, hálfdaprar.
Og hann hugsaði: — Mín eina þjáning, min eina ást. Munnar henn-
ar var ekki eins tjáningafullur áður fyrr og nú, né svipur hennar svo
lokkandi.
— .Tá. Já, ég hef þjáðst mikið þín vegna. Ef þér líður eitthvað
betur að vita það, mannætan þín.
Hve dásamleg hún er. Hún virtist jafnvel enn dásamlegri en áður,
því lífið hafði lært henni mikinn mannlegan yl. Hann gat hvilt við
brjóst hennar. 1 örmum hennar myndi hann gleyma öllu.
Hann tók handfylli sír.a af þykku, glitrandi hári hennar og vafði
því í band, sem hann fléttaði um háls sér. Svo mættust varir þeirra
og þau voru í þann veginn að taka að kyssast aftur, skefjalaust og
ástriðuþrungið, þegar múskettuskot útifyrir rauf árdegisþögnina.
II. HLUTI
UPPREISNIN
29. KAFLI
Þegar Angelique heyrði skotin fannst henni sem hún væri að upp-
lifa það sem hún hafði áður reynt i lifinu: löggæzlumenn konungsins
og drekarnir voru á eftir henni. Heimurinn tók að snúast fyrir aug-
um hennar.
Allt í einu flaug henni i hug að sjóræningjaskip hefði ráðizt á
Gouldsboro. Svo áttaði hún sig og þreif fötin sem eiginmaður hennar
hafði kastað yfir rúmgaflinn. Aldrei hefur nokkur kona klæðzt með
jafn miklu skeytingarleysi fyrir útlitinu. Hún hafði rétt lokið við að
krækja blússunni að sér að framan, þegar dumbur skellur kvað við
á hurðinni, sem lá inn í káetuna.
— Opnaðu, stundi rödd, veik og sársaukaþrungin.
Joffrey de Peyrac sló slagbrandana frá og maður riðaði þunglega
yfir þröskuldinn og féll síðan á teppið. Stór, rauður flekkur tók að
breiðast út. .milli axla hans.
— Jason!
Jason opnaði augun. — Farþegarnir, stundi hann. — Þeir réðust
á mig ...... komu mér á óvart ........ í þokunni ....... þeir eru
allsráðandi á þiljum uppi.
Þykk þokan kom í gegnum opnar dyrnar í hvitum slæðum. Svo kom
An.gelique auga á kunnuga veru og Gabriel Berne kom i Ijós á þrösk-
uldinum og það rauk enn úr byssunni sem hann hélt í hendinni.
Hann og Rescator lyftu skammbyssunum samtímis.
- Nei, ætlaði Angeíique að hrópa.
Það kom ekkert hljóð yfir varir hennar. Þess í stað þaut hún fram
og þreif um handlegg eiginmanns sins. Hlaupið sem hafði beinzt að
Gabriel Berne breytti um sterfnu og skotið smaug í gyllta klæðning-
una yfir dyrunum.
Fíflið þitt, muldvaði Rescator milli samanbitinna tannanna.
En hann reyndi ekki að ýta henni til hliðar. Hann vissi að það var
aðeins eitt skot i pistólunni og að honum myndi ekki vinnast tími til
að hlaða á ný. Angelique var eins og skjöldur fyrir honum.
Maitre Berne hafði verið svifaseinni en andstæðingur hans og ekki
gefizt timi til að hleypa af. Hann hikaði, afskræ.mdur í framan. Nú
gat hann ekki lengur drepið manninn sem hann hataði, án þess að
særa eða jafnvel drepa konuna sem hann unni.
Manigault kom inn í fylgd með Carrére, Mercelot og nokkrum af
spænsku sjómönnunum.
— Jæja þá, herra minn, sagði Manigault, rödd hans köld og hæðnis-
leg.
— Jæja þá. Við eigum ieikinn! Þér verðið að viðurkenna að við,
þessir ræfils útflytjendur sem rángjarn ævintýramaður gæti tæpast
selt, myndum snúa þannig á yður. Gætið yðar því og biðjið, því
þér þekkið hvorki stundina né daginn, segir i helgu riti. Þér létuð
Delilu búa yður falska öryggiskennd og við notuðum okkur það, því
við höfum beðið þess í langan tíma. Herra minn, verið svo vænn að
afhenda okkur vopn yðar.
Angelique stóð enn á milli þeirra, grafyrr eins og stytt.a. Joffrey
de Peyrac ýtti henni mjúklega til hliðar og rétti Manigault pístólu
sína. Sá siðarnefndi stakk henni i belti sitt. Hann, eins og félagar hans
var með alvæpni. Þeir höfðu yfirhöndina og Rescator gerði sér ljóst
að ekkert myndi vinnast með því að berjast. á móti á þessu stigi máls-
ins, og ef hann gerði Það myndi Það kosta hann lifið. Með fullkominni
rósemi lauk hann við að hnýta að sér jakkann og spenna á sig knippl-
ingalíningarnar. Mótmælendurnir horfðust fyrirlitlega um í viðhafnar-
mikilli káetunni, virtu fyrir sér þennan spillta mann og austurlenzka
divaninn, en ástand hans og rúmfatanna talaði sinu máli. Angelique
lét sig engu varða um það hvað þeir hugsuðu um siðferði hennar,
þvi það sem nú hafði gerzt var svo miklu verra en hún hefði getað
imyndað sér. Það hefði engu mátt muna að hún sæi de Peyrac greifa
og Berne skjóta hvorn annan fyrir augum hennar og hún vissi ekki
hvaðan á hana stóð veðrið við þá tilhugsun að vinir hennar skyldu
hafa hagað sér svo sviksamlega gagnvart eiginmanni hennar.
— Hvað hafið þið gert, vinir mínir? muldraði hún.
Mótmælendurnir höfðu búizt við að hún yrði reið og höfðu Þegar
reiknað með þeim erfiðleika — sem þeir álitu engan veginn þann
minnsta, þvi þeir vissu að þeir yrðu að þola áiitur Dame Angelique.
En þeir höfðu samvizkuna sín megin og ákváðu að þeir yrðu að láta
það yfir sig ganga; en nú hinsvegar, þegar þeir sáu hana horfa þann-
ig á þá, hvarflaði að þeim nokkur efi um hvort þeir hefðu gert rétt
í að láta til skarar skríða. Því þeir fundu fullvel að þarna var eitt-
hvað sem þeir ekki skildu. Þeir skynjuðu órjúfanleg bönd milli þessa
tveggja, ekki aðeins bönd holdsins sem þeir höfðu dylgjað með, held-
ur hlekki af öðru tagi, sem tengdu saman þetta par — manninn
með ókunnuga andlitið, því þetta var í fyrsta sinn, sem þeir höfðu
séð hann grímulausan.
Angelique klædd i fleginn kjól með knipplingahálsmáli og naktar
axlir, sem hárið féll eins og spunagull yfir, var ek.ki lengur vinurinn
sem þeir þekktu, heldur tiginborin kona, sem Gabriel Berne hafði með
innsæi sínu Þekkt þegar í stað, undir gerfi þjónustustúlku. Hún stóð
við hlið Rescator, eins og hann væri herra hennar og húsbóndi.
Þau voru stolt og það var reisn í fasi þeirra, allt annars eðlis en hjá
mótmælendunum, sem tóku að velta þvi fyrir sér, hvort þeir hefðu ef
til vill haft á röngu að standa, hvort þeir væru í þann veginn að gera
mistök, sem þeir yrðu að gjalda mjög dýru verði. Og þær mergjuðu
athugasemdir, sem Manigault hafði upphugsað voru nú gleymdar. Hann
hafði notið þeirrar tilhugsunar að hafa hinn dularfulla og fyrirlitninga-
Framhald á bls. 41
18. tbi. yiKAN 29