Vikan - 09.05.1968, Side 40
SÍDAN SIÐflST
V.________________________/
300 milljónir
reykja haschi!
Það hefur verið mikið um það
rætt hvort ekki eigi að leyfa
notkun á haschi. Margir halda
því fram að það sé engin hætta
á að það verði vanalöstur, það
sé aðeins örfandi lyf, án skað-
legra eftirkasta.
Þetta er, sem betur fer ekki
viðtekin skoðun. Um 60 ríki hafa
undirskrifað og samþykkt að
setja haschi undir sömu reglu-
gerð og morfín, cocain og heroin,
þar sem það sé varhugavert.
Prófessor Leonard Goldberg,
við Karolinska sjúkrahúsið í
Stokkhólmi, hefur nýlega gefið
út rit, þar sem hann lýsir hver
áhrif þessi eiturlyf hafa á mann-
fólkið. Hann segir að notkun
haschis orsaki skynvillur, oft
mjög hrollvekjandi, ofsóknar-
brjálæði og hræðslu, sem oft get-
ur orðið orsök giæpa. Svo hefur
það líka áhrif á greindarstigið,
fólk sem neytir þess verður sljótt
og hættir að hafa áhuga á um-
hverfinu.
Það hefur heldur ekki neitt
komið fram sem mælir með því
að nota þetta eiturlyf í lækninga-
skyni.
Samkvæmt heilsufarsskýrslum
er hægt að slá því föstu að um
það bil 300 milljónir neyta þessa
eiturs aðallega í Asíu og Afríku.
Hve margir eru
Kínverjar?
íbúafjöldi í Rauða Kína hefur
lengi verið ráðgáta. Hve margir
eru Kínverjar? 700 —- 750 •— 800
milljónir?
Hagfræðingar í Honkong, —
sem er höfuðmiðstöð allra upp-
lýsinga sem varða Kína, eru viss-
ir um að kínverska stjórnin sjálf
reiknar með því að fólksfjöldinn
sé kominn upp í 800 milljónir.
Þessi tala hefur líka verið nefnd
í Pekingútvarpinu. Þetta er
töluvert hærri tala heldur en
Sameinuðu þjóðirnar spá í. —
Kínverjar sjálfir virðast alls
ekki vissir um fólksfjölda, þær
tölur sem nefndar eru, eru ágizk-
aðar.
Mao Tse-tung tók völd í Kína
árið 1949, en það var ekkert
manntal þar fyrr en árið 1953, þá
var íbúatalan opinberlega ákveð-
in 600 milljónir. Síðan hefur
verið gizkað á íbúatölu.
Árið 1964 sagði Chou En-lai að
íbúatala Kína yxi um það bil
2% árlega. Það bendir til að
íbúatalan aukist um 13 milljónir
á ári. Allir íbúar jarðarinnar eru
taldir vera um 3.400 milljónir. —
Fljótt á litið á þá fjórði hver
maður á jörðinni að vera Kín-
verji.
Hann hefur (næstum)
alltaf á réttu að standa
Dr. Georg Gallup, sem þekktast-
ur er fyrir skoðanakannanir
sínar, segir að það sé alltof
snemmt að segja nokkuð til um
það hver verði kjörinn forseti
Bandaríkjanna, í nóvember næst-
komandi.
En Bandaríkjamenn fylgjast
mjög vel með hverju andvarpi
sem frá honum kemur, viðvíkj-
andi baráttunni um Hvíta Hús-
ið. Dr. Gallup hefur rekið stofn-
un sína, -— Gallups American
Institute of Public Opinion, í
Princeton, New Jersey, í 33 ár,
síðan 1935. í öllum forsetakosn-
ingum hefur hann sagt rétt fyrir,
nema einum.
Gallup mistókst í hinu fræga
forsetakjöri 1948, þegar baráttan
stóð milli demokratans Plarry S.
Trumans og repúblikanans
Thomas E. Dewey, ■—• og Tru-
man vann, þótt það væri með
mjög litlum atkvæðamun. Þessi
mistök kennir Gallup því að við-
tölin við kjósendur voru hafin
of snemma, um það bil þrem
vikum fyrir kosningadag.
Þetta eru stærstu mistök Gall-
ups og hann hefur átt bágt með
að kyngja því. En aftur á móti
getur hann stært sig af því að
síðan 1948 hefur honum aldrei
skjátlazt um atkvæðatölu meir
en sem svarar 1,7—2%. Hann
heldur því líka fram að það sé
engu hægt að spá um atkvæða-
fjölda fyrr en tölurnar fara að
berast.
Gallupstofnunin fer oft eftir
áliti smáhópa. Skoðanakönnun
með heilli þjóð nær þá ekki til
meir en 1.500 útvaldra, en þá
eru líka viðtölin löng, jafnvel
fleiri klukkutíma. Það er síður
hætta á því að reikna skakkt, ef
talað er við ráðandi menn í
stj órnmálaf élögunum.
40 VIICAN 18 tbl