Vikan


Vikan - 09.05.1968, Page 41

Vikan - 09.05.1968, Page 41
gfagáújue sjórœningimi Framhald af bls. 29 fulla Rescator á valdi sínu, en þar sem hann stóð þarna frammi fyrir þeim hvarf honum allur fögnuður. Engu að síður var hann sá fyrsti sem áttaði sig. — Við ne.vðumst til að verja okkur, sagði hann með erfiðismunum. — Það var skylda okkar, herra, að ger.a það sem við gátum til að komast undan þeim hræðilegum örlögum, sem þér höföuð búið okkur, og Dame Angelique hefur hjálpað okkur með því að vekja með yður falska öryggiskennd. — Þú getur geymt þér kaldhæðnina, Monsieur Manigault, sagði hún hátíðlega. — Þegar þú kemst að því hvernig málin eru raunverulega vaxin muntu iðrast þess að hafa dæmt að líkum einum. En þessa stund- ina ertu ekki hæfur tii að skilja eitt eða neitt, þótt ég voni að þú munir bráðlega fá skynsemina aftur og gerir þér ljóst hve fáránlega þið hagið ykkur. Það var aðeins hægt að halda þessum mönnum, svo æstum sem þeir voru, í skefjun ef Angelique og Rescator héldu ró sinni og virðingu. Hún fann þörf þeirra til að drepa og styrkja aðstöðuna, sem enn var mjög veik: Það myndi ekki þurfa nema eina hreyfingu eða eitt orð til að eitthvað óbætanlegt gerðist. Hún tók sér aftur stöðu fyrir framan Joffrey de Peyrac. Þeir myndu ekki voga að skjóta hana, þvi hún hafði bjargað þeim frá La Rochelle. Og þeir hikuðu. —• Færðu þig, Dame Angelique, sagði Manigault að lokum. — Þú sérö sjálf að það er tilgangslaust að berjast á rnóti. Héðan í frá er ég herra á þessu skipi en ekki þessi maður, sem þú af einhverjum óskilj- anlegum völdum vilt standa við hlið, á móti okkur, sem þú eitt sinn kallaðir vini þína. —- Hvaö ætlið þið að gera við hann? — Við tökum hann í okkar vörzlu. — Þið hafið engan rétt til að drepa hann án réttarhalda, án þess að sanna að hann hafi gert ykkur rangt. Það væri hræðilegur glæpur og guð myndi refsa ykkur fyrir það. — Við ætlum ekki að lííláta hann, svaraði Manigault eftir andartaks hik. En hún vissi íullvei að það var einmitt það sem þeir höfðu komið til að gera og að ef hún hefði ekki verið þar lægi eiginmaður hennar nú dauður við hlið Jasonar. Hún fann að hún var rennvot af köldum svita. Mínúturnar siluðust hjá. Hún reyndi að titra ekki, en þegar hún sneri sér að eiginmanni sínum til að sjá hvernig hann brygðist við þessari niðurlægingu og hættu, fór um hana hrollur. Um varir hans lék dular- fullt bros. Brosið sem birti upp andlit hans í hvert skipti sem hann stóð andspænis gjammandi hundahópi, sem var reiðubúinn að rífa hann í sig. Hvað var það við þennan einstaka mann sem ævinlega virtist kalla aðra menn í þeim tilgangi að vinna bug á honum. Það var tilgangslaust fyrir hana að reyna að verja hann eða fylgja honum. Hann þarfnaðist einskis og að því er hún bezt vissi lét hann sig litlu varða hvort hún liíði eða dó, hvort að nú, þegar hann hafði einmitt fundið hana aftur yrði hann tekinn frá henni. -—• Gerirðu Þér ekki ljóst hvað þeir hafa gert? sagði hún næstum reiðilega. — Þeir hafa lagt undir sig skip þitt. — Það er ekki sannað, svaraði hann glettnislega. — Leyfið mér að til'kynna yður, sagði aMnigault, að meiri hluti áhafn- ar yðar er lokaður niðri í lestinni og þess ófær að verja yður. Ég hef sett vopnaðan mann við hverja smugu og hver sá sem svo mikið sem rekur nefið útfyrir verður miskunnarlaust höggvinn niður. Og hvað þá snertir sem enn eru upp á þiljum hafa þeir heitið okkur hjálp sinni íyrir löngu og flestum þeirra var áfram að sleppa undan hörðum og gráðugum húsbónda. —■ Það þykir mér vænt um að heyra, sagði Rescator. Hann litaðist um og virti fyrir sér spænsku sjómennina, sem lúskruðu eins og úlfahópur í káetu hans, sem Þeir höfðu aldrei búizt við að væri svo ríkulega skreytt. Þeir voru þegar teknir að handieika ýmsa dýr- gripi sem þeir ágirntust. — Jason hafði varað mig við, sagði hann. — Við gerðum Þá skyssu að ráða þessa menn i of miklum flýti og eins og þér sjáið koma mis- tökin manni meir i koll en glæpurinn.... Hann leit á lík Jasonar, sem þegar var tekið að stirðna og blóðið að dökkna í þykku ullargólfteppinu með blómamynstrinu. Andlitssvipur hans harðnaði og það kom hula yfir augun. — Þið hafið drepiö næstráðanda minn. Hann hefur verið vinur minn í tíu ár .. .. — Við höfum drepið alla þá sem börðust á móti okkur, en eins og við sögðum voru þeir ekki margir og við höfum þegar unnið hina yfir á okkar band. —• Eg vona að þið lendið ekki i neinum vandræðum með þessa ljómandi nýliða ykkar; við hirtum þá úr versta skríl Cadiz og Lissabon, sagði Jofírey de Peyrac brosandi. Svo kallaði hann hörðum rómi: — Manuelo! Einn uppreisnarmannanna kipptist við og Rescator kallaði til hans snögg fyrirmæli á spönsku. Maðurinn rauk skelfingu lostin til og færði Rescator skikkju sina, sem hann kastaði yfir axlirnar um leið og hann lagði af stað til dyra ákveðnum skrefum. Rowentðt STRAUJARN GUFUJÁRN SJÁLFVIRK BRAUÐRIST HEIMSÞEKKT VÚRUMERKI. FÆST f NÆSTU RAFTÆKJA- VERZLUN ~~"n 111 --------------- ■....— vafur -páíffOr) & Co. Snorrabraut 44 - Sfmi 16242 18. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.