Vikan


Vikan - 09.05.1968, Qupperneq 46

Vikan - 09.05.1968, Qupperneq 46
Þcmnig er barnið, þegar það er nýbaðað í hreinum fötum og með hrein rúmföt, ónægt og öruggt. Talið er betra að það hafi snuð en sjúgi fingurna, en sogþörf barnsins er því meðfædd. — Snuðið þarf að hafa rétta lögun, svo að það eyðileggi ekki góm barnsins, og það þarf auðvitað að gæta fyllsta hreinlætis við meðferð þess. Enginn annar, heldur ekki móðirin, mói setja það upp [ sig, og öðru hverju þarf að sjóða það og oft að skola af því. Það má heldur ekki verða of slitið, nýtt snuð í hverjum mánuði ætti að vera reglan. Takið snuðið aldrei fyrirvaralaust af barninu, þótt það sé farið að eidast, reynið heldur að smávenja það af því, t. d. með því að láta það fylgjast með hvernig sfðasta snuðið verður ónýtt, þegar barnið er orðið það stálpað, að það skilur það. Sarnið er tilbúið í baðið. Framhandleggur og önnur höndin styður við hnakka barnsins og hefur öruggt tak um annan handlegg þess. Með hinni höndinni er haldið um lendar og upp á bak. Áður en hafizt er handa, þarf allt að vera til reiðu: Fötin, innst sem yzt, sápa, krem, púð- ur, bómull, bómullarpinnar, naglaskæri, hár- bursti, TVÆR þvottaskálar og tveir þvotta- pokar. Bezt er að sitja á lágu og þægilegu sæti, þar sem auðvelt er að ná til alls, sem áður er talið, og á gólfinu við sætið á að vera plast- fata til að setja óhreinu fötin í. Takið eftir takinu um fætur barnsins, til þess að það sprikil elcki óþægilega meðan bleian er tekin af — karlmenn kalla það flöskutak, eins og verið sé að halda á tveim flöskum, en nú á dögum er ætlazt til að pabbarnir skipti á barninu til jafns við mæðurnar. Þetta er stöðugt tak á barninu, þegar er snúið á bakið, en eigi að snúa því á grúfu, eiga þumalfingurnir að vera framan við axl- ir barnsins og hendurnar aftur á bakið. Nú er það álitið, að náin tengsl móður og barns gcti haft úrslitaáhrif á þroska þess og sálarlíf. Þess meiri blíðu dg umhyggju, sem barnið verður að- Vatnið á að vera 36 stiga heitt. Sé ekki til hitamælir, er gott að reyna vatnið með oin- bcganum, en ekki hendinni, því að hún er vanari hita og ekki jafnviðkvæm. Setjið barn- ið hægt og gætilega ofan í vatnið. Sleppið aldrei gripinu um handlegg barnsins, meðan það er baðað. Annar þvottapokinn er notað- ur á andlit og efri hluta líkamans, en hinn á neðri hlutann. Þvoið fyrst andlit og hár, andlitið sápulaust, en milda barnasápu á hár og kropp. Hafi barnið flösu eða skán á hárinu, má nudda 1% salicylvaselíni í hársvörðinn áður en barnið er baðað. Varizt að koma fast við mjúka blettinn á höfðinu. Snúið aldrei barninu meðan það er baðað, fyrr en það getur sjálft haldið höfði. Stingið hendinni inn undir barnið að neðanverðu og upp á bakið, þegar það er þvegið þar. Vefjið barnið inn í nógu stórt og mjúkt frotté-handklæði eftir baðið. Þurrkið það með því að þrýsta handklæðinu að húðinni, en nuddið aldrei. Með litlum þar til gerðum bómullarpinnum er hægt að hreinsa ytri eyru barnsins, en farið varlega að því, svo að hljóðhimnan skaddist ekki. Sams konar pinnar eru notaðir tií að hreisna nasirnar. njótandi, þess meiri líkur á heilbrigðu barni. Það er af sem áður var, þegar ekki mátti taka barnið upp nema rétt til að skipta á því og gefa því að borða, og þegar það var jafnvel talið hollt að láta það gráta þindarlaust, þar til það sofnaði. A myndunum hér með sjáið þið hvernig aftur er farið að klæða barnið og undirbúa bað þess á hnjám móðurinnar, því að þannig finni barnið til meira öryggis og til nærveru móðurinnar. Venjulega þarf að þvo barnið og skipta á því fimm sinnum á sólarhring, helzt fyrir máltíðirnar, svo að barnið geti notið þeirra þurrt og hreint og sveínsins á eftir. Einu sinni á dag er það baðað alveg og skipt um föt á því innst sem yzt. í hin skiptin er það þvegið vel að neðan, um leið og skipt er á því. Sömuleiðis andlit og hendur. Þegar þarf að skipta á því oftar, er þvottur óþarfur. Gætið þess, að þvo ykkur vel um hendurnar, áður en farið er að eiga við barnið, og séu þær kaldar, ætti að halda þeim um stund í volgu vatni áður en snert er á barninu. Hafið allt tilbúið, áður en barnið er baðað og gefið ykkur tíma til að gera baðtímann að rólegri ánægjustund, bæði ykkar vegna og ekki síður barnsins. Smyrjið kremi eða púðrið í ailar húðfellingar daglega: undir hökuna, í hnakkagrófina, undir hendur, kringum úlnlið, olnboga og hné og þó sérstaklega kringum þvag- færin, og reyndar alls staðar þar sem húðin er rauð og þurr. Barnið þolir oft illa plast fyrstu vikurnar, en sé það notað, eru plastbleiur hentugri en buxur, því að teygjan á buxunum að ofan og á skálmunum gerir þær loftþéttari og getur þar að auki ert barnið á þeim stöðum. Blei- an er bundin á hliðunum, eða límd saman með glæru límbandi. Hafi barnið fengið rauða og sára húð að neðan, þolir það ekkert plast utan yfir venjulega bleiju. Þegar börn eru færð í ermar á að stinga þumalfingri, visifingri og löngutöng inn í ermina og taka með þeim um hönd barnsins og draga hana út. Síðast er hárið burstað með mjúkum barna- bursta. Þá á barnið að vera orðið hreint og ilmandi tilbúið til að borða og sofa. Svefnpoki, sem er eins og skyrta að ofan er hentugur sem svefnföt fyrstu mánuðina, en það þarf að gæta þess, að hann sé nógu víður, svo að barnið geti hreyft sig vel. 46 VIKAN 18-tbl' 18. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.