Vikan - 09.05.1968, Blaðsíða 48
r
RAFHA-HAKA 500 þvottavélin yðar mun ávallt skila yður full-
komnum þvotti ef þér aðeins gætið þess að nota rétt þvottakerfi,
þ. e. það sem við á fyrir þau efni er þér ætlið að þvo.
Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu
þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar.
Þvottakerfin eru:
1. Ullarþvottur 30°. 7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90°.
2. Viðkvæmur þvottur 40°. 8. Heitþvottur 90°.
3. Nylon, Non-Iron 90°. 9. Litaður hör 60°.
4. Non-Iron 90°. 10. Stífþvottur 40°.
5. Suðuþvottur 100°. 11. Bleiuþvottur 100°.
6. Heitþvottur 60°. 12. Gerviefnaþvottur 40°.
Og að auki sérstakt kerfi fyrir þeytivindu og tæmingu.
RAFHA-HAKA 500 er sérstak-
lega hljóðeinangruð. — Getur
staðið hvar sem er án þess að
valda hávaða.
Öruggari en nokkur önnur
gagnvart forvitnum börnum
og unglingum.
Hurðina er ekki hægt að opna
fyrr en þeytivindan er STÖÐV-
UÐ og dælan búin að tæma
'vélina.
HWflB EB ORKIN HANS NOfl?
ÞaS er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur
falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð-
um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð-
launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti> og fram-
leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói.
Síðast er dregið var hlaut verðlaunin:
Jóhanna Gísíadóttir, Borgarholtsbraut 76, Kópavogi.
Vinnihganna má vitja í skriístoíu Vikunnar.
Nafn ____ __
Heimili ....
Örkln er á bls.
og brosti við lækninum. Hann
var næstum strákslegur í fram-
an af æsingi. Hins vegar varð
engin hrifning séð á andliti
Dobie. Hún sat þögul og hugsi,
eins og hún væri að velta því
fyrir sér hvaða áhrif endurkoma
Lísu hefði á framtíð hennar.
— Hugsa sér að þú skulir í
rauninni vera Lísa! sagði lækn-
irinn. Nú hugsa ég að Katarina
verði hissa! Og hvílík frétt í
þorpinu! Og blöðin ... bíðið bara
þangað til blöðin fá pata af
þessu....
Rick Fraser sneri sér að hon-
um með ofsa.
— Þetta má ekki spyrjast,
sagði hann grimmdarlega. —
Ekki fyrr en óyggjandi sönnun-
argögn hafa verið lögð fram.
— Nei, flýtta Barbara sér að
segja. — Ef blöðin fara að hnýs-
ast, þá. ...
— Hvað þá? Hann leit hörku-
lega á hana.
— Þá yrðu fósturforeldrar
mínir kannske illa útL
Spennan fór að taka á hana.
Hún var þreytt og full af tóm-
leika, og hrædd um að geta ekki
svarað í samhengi eí Rick Fras-
er tæki að spyrja hana út úr.
Hann gæti orðið mjög hættuleg-
ur og myndi sjálfsagt ekki auð-
sýna neina miskunn, ef hann
fengi að vita sannleikann.
En sem betur fór kom Daisy í
þvi biii og sagði að Lady Mac-
farlane væri vakandi og spyrði
eftir Lísu. Hún hafði ekki kom-
ið til sjúklingsins í nokkra
klukkutíma og varð undrandi á
því hvað þeirri gömlu virtist
hafa farið fram. Vaxfölvinn var
horfinn og það var komið líf í
augun.
Hún féll á kné við rúmið, tók
hrukkótta, gamla höndina í sína
og lagði að kinn sér.
— Þú hefur ennþá fallega
hárið þitt, sagði gamla konan og
srauk henni yfir hárið.
í öllum hamaganginum niðri í
salnum hafði hún verið farin að
velta því fyrir sér hvort þetta
væri í rauninni vert allra þeirra
óþæginda, sem það kostaði. En
nú vissi hún að svo var. Alia ævi
hennar höfðu aðrir verið að gera
eitthvað fyrir hana, verið að
reyna að gera hana hamingju-
sama með gæzku og kærleika.
Nú var röðin komin að hexmi að
gefa, að gera eitthvað fyrir aðra
manneskju.
— Herbergið þitt er ennþá
óhreyft, sagði veikburða röddin.
— Það hefur beðið eftir þér í
ölt þessi ár.
Læknirinn bærði órólegur á
sér fyrir aftan Barböru.
— Við megum ekki ofþreyta
hana núna, sagði hann. — Lady
Macfarlane, sagði hann, — þér
verðið nú að taka þessa töflu hér
og svo verðið þér að sofa — ekki
tala meira í dag. Á morgun verð-
ið þér áreiðanlega sterkari.
48 VIKAN 18 tbl-