Vikan - 09.05.1968, Síða 49
Hann leit á Rick sem stóð hin-
um megin við rúmið.
— Þú verður að sjá um hana,
Rick. Það er áreiðanlega kalt.
Sjáðu um að þar verði settur
upp ofn og að þar verði tekið til
og þurrkað af. Lofaðu mér því.
Barbara leit snöggt á hann, en
hann breytli ekki um svip.
— Já, ég skal gera það. Vertu
bara róleg, sagði hann hóglát-
lega.
Barbara sat kyrr, stundarkorn
eftir að gamla konan var sofnuð
og læknirinn og Rick voru farn-
ir. Dobie sýslaði eitt og annað í
herberginu og leit við og við
óviss á hana. Hún var eitthvað
þvinguð, vissi greinilega ekki
hvernig hún átti helzt að haga
sér. Barbara vorkenndi henni og
velti því fyrir sér hvernig hún
ætti að létta stemninguna. Daisy
kom inn og sagði að herra Fras-
er vildi gjarnan fá að tala við
hana „ef hún vildi vera svo góð!“
LSUJU
LiLUU
LILJU
LILUU
Lilju bindi
eru betri
Fást í næstu búd
Daisy vísaði henni inn í stórt
herbergi á fyrstu hæð. Það var
með einstaklega fallega skreyttu
lofti, bókahillum um alla veggi
og gríðarlega stóru, opnu etd-
stæði. Rick Fraser sat við stærsta
skrifborð sem hún hafði nokkru
sinni séð og meðan hún hélt í
áttina til hans yfir gólfið fannst
henni allt í einu að hún væri
aftur komin í skóla og væri nú
kölluð fyrir skólameistarann. —-
Hún hafði sörnu óþægindatil-
finninguna í maganum og sama
óþægindaþurrkinn í munninum.
Hann reis á fætur og benti henni
á stól.
— Ég hef setið hér og velt
fyrir mér sögu yðar, sagði hann
óvenjutega kurteislega. — En ég
get ekki séð að þetta með hund-
inn og það að þér þekkið til
fjölskyldu læknisins sanni neitt.
Finnst yður ég ósanngjarn?
—- Nei, ekki get ég beinlínis
sagt það.
— Ég sagði að þér væruð
slæm leikkona, en ég tek það
aftur. Þegar ég sá yður með Lady
Macfarlane áðan, sá ég að annað
hvort hlutuð þér að vera Lísa
eða einstaklega góð leikkona.
— Beztu þakkir!
Rick Fraser lét sem hann tæki
ekki eftir tilraunum hennar til
að vera kaldhæðnisleg.
— Ég ætla að stinga upp á
nokkru við yður, sagði hann í
viðskiptatón. — Gefið mér öll
nöfn og staðreyndir í þessari
barnsránssögu og ég heiti yður
því að ekkert verður hróflað við
því fólki sem í hana er blandað.
Hún horfðist beint í augu við
hann:
— Þér reiðið yður ekki á mig,
en það hefur víst ekki hvarflað
að yður að það getur verið gagn-
kvæmt, sagði hún. Framkoma
hans var svo óþolandi að hún
varð allt í einu köld og róleg.
Hversvegna ætti ég að trúa því
sem þér segið? Ég treysti yður
alls ekki.
Hann leit á hana, lyfti auga-
brúnunum og setti upp undrun-
arsvip. Svo reis hann upp:
— Þá vitum við hvar við
hvar við stöndum, sagði hann
kuldalega. — Ef ég bæri nokk-
urt traust til lögreglunnar myndi
ég fá henni málið í hendur, en
nú verð ég að komast að sann-
leikanum eftir öðrum leiðum og
það ætla ég að gera.
Hún reis snöggt á fætur, þegar
hann kom fram fyrir skrifborð-
ið, en neyddi sig til að standa
kyrr, að víkja ekki og líta ekki
undan.
■—- Ef ég kemst að því að þér
séuð í raun og sannleika Lísa,
mun ég að sjálfsögðu biðjast af-
sökunar, en ef þér eruð það ekki
. . . augu hans minnkuðu og
urðu hörð eins og tinna. — Þá
veit guð að þér skuluð fá tæki-
færi til að óska þess að þér
hefðuð aldrei fæðzt.
Framhald í næsta blaði.
Konan, sem sagði: —
Guði sé lof, er beðin um að koma
hingað aftur!
J
18. tbi. VIKAN 49