Vikan


Vikan - 20.06.1968, Side 31

Vikan - 20.06.1968, Side 31
Hláturinn Framhald af bls. 18 að veita viðtöl, Styles. — Hversvegna hafið þér þá lagt á yður að tala yfirleitt? Macklyn hló við, — Fram að þessu hefur þetta ekki verið mikilsvert mál. Það -er þegar dá- ið út. Enginn var myrtur, en ef maður eins og þér, fulltrúi fréttatímarits, sem fer um öll Bandaríkin, fær áhuga — ja, þér gætuð gert stórmál úr þessu, ef þér kærðuð yður um. Svo ég virti yður fyrir mér, mat yður og komst að þeirri niðurstöðu að það eina sem þýddi við yður væri að segja yður allt, eins og það liggur fyrir og láta yður sjálfan um að velja og hafna. — Eg er hér af persónulegum ástæðum, ekki sem blaðamaður, sagði Peter. — En mig myndi langa til að leggja fyrir yður nokkrar spurningar. Til dæmis, hafið þér nokkurn grun um hverjir gerðu þetta? — Ekki þann minnsta. Það kom þjartur glampi í augu Mack- lyns. — Þessi Landersstúlka er töluvert óvenjuleg, hún er lag- leg og vel vaxin. Eg get sagt yð- ur það, Styles, að ef ég rækist á hana nakta, liggjandi á kletti í skóginum yrði ég að taka mig töluvert á til að minnast þess að ég væri af siðuðu þjóðfélagi. — Svo þennan dag voru að minnsta kosti tveir menn af ósið- uðu þjóðfélagi í skóginum. — Já. Þeir komu aftan að henni, þegar hún var komin upp á bakkann. Þeir fóru illa með hana. Hún heyrði þá hlæja, þegar þeir yfirgáfu hana, nær meðvitundarlausa og með tauga- áfall. Við fórum á staðinn. Þeir skildu ekki eftir sig neina slóð sem hægt er að fylgja. Þeir eru einfaldlega horfnir, Styles. Við iiöfum ekki minnsta vott af lýs- ingu til að senda út, hvorki af þeim né bíl eða öðru sem gæti gefið vísbendingu um þá. — Kom þessi Landers hingað og skýrði frá því hvað komið hafði fyrir hana? — Já. Kannske klukkustund •eftir að það gerðist. Hún hefur á leigu lítið hús, nokkrar mílur fyrir utan borgina. Hvorki sími né rafmagn. Hún er þar aðeins á sumrin. Hún er listamaður. Hún hafði sýningu í Hartford Atheneum, síðastliðið vor. Hún er góður listamaður eftir gagn- rýnendum að dæma, — Var hún ekki alvarlega meidd? — Engin brotin bein, engin innvortis meiðsli. Macklyn harðnaði á svip. — Það versta fyrir hana er smánin og það að þetta er einskonar opinber aug- lýsing. Vitið þér hvað var það síðasta sem hún sagði við mig? Hvar get ég falið mig? sagði hún. Macklyn fitlaði við síga- r~ PER SPARID MEDÁSKRIFT ÞÉR SPARIÐ TÍU KRÓNUR Á HVERJU BLAÐI MEÐ ÞVÍ AÐ VERA ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI OG ÞER ÞEKKIÐ EFNIÐ VIKAN ER HEIMILISBLAÐ OG í ÞVÍ ERU GREINAR OG EFNI FYRIR ALLA Á HEIMILINU, — UNGA OG GAMLA, SPENNANDI SÖGUR OG FRÁSAGNIR, FRÓÐLEIKUR, FASTIR ÞÆTTIR O. FL., O. FL. ----------------KLIPPIÐ HÉR-------------------------------------KLIPPIÐ HER------------------- r i Vinsamlegast sendið mér Vikuna í áskrift □ 3 MÁNUÐIR - 13 tölubl. - Kr. 400,00. Hvert blaS ó kr. 30,77. □ 6 MÁNUÐIR - 26 tölubl. - Kr. 750,00. Hvert blað ó kr. 28,85. Gjalddagar: 1. febrúar — 1. maí — 1. ógúst — 1. nóvember. SKRIFIÐ GREINILEGA I L NAFN PÓSTSTÖÐ VIKAN SKIPHOLTI 33 POSTHOLF 533 REYKJAVÍK SIMAR: 36720 - 35320 1 I I I J *4. tw. yncAN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.