Vikan


Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 50

Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 50
Bomba að austan í BORGARSJÚKRAHÚSIÐ VAR EINGÖNGU NOTAÐ THERMOPANE EINANGRUNARGLER ÞÉR FÁIÐ EKKI ANNAÐ BETRA IfifiEBT KB18TJÍN8SON «fc (O. HF. S(MI 11400 Framhald af bls. 29 Þótt hin vestræna kvikmynda- veröld væri lokkandi, steig það Olly ekki til höfuðs. Ef hún átti frí, fór hún alltaf til foreldra sinna í Prag. Laun sín lét hún ganga í gegnum tékkneska ríkis- bankann og fær 40% af kaupi sínu greitt í tékkneskum krón- um, en 60% í Tusex seðlum. — Fyrir þá getur hún verzlað í þeim verzlunum, sem hafa er- lendan varning á boðstólum og er aðallega ætlaður erlendum ferðamönnum. Þegar hún fór með Brad, sem þá var unnustinn hennar, til Ameríku, til að kynnast foreldr- um hans, var henni boðinn sjö ára samningur við Centfox. En hún neitaði því. — Hvað á ég að gera með sjö ára samning, ég veit ekki einu sinni hvað næstu sex mánuðir fela í skauti sinu. Eg vil fara með Brad til Ame- riku í heimsókn, en ekki til að vinna þar. ’Ég held meira upp á Evrópu. Framkvæmdastjóri Paramount kvikmyndafélagsins réði samt Olly til að leika í einni kvik- mynd, sem Ursula Andress var byrjuð að leika í. Kvikmyndin heitir „Hefnd drottningarinnar", og lék Ursula í fyrsta hluta myndarinnar. Til að auðvelda framburðinn á nafni hennar var Olly fengið nýtt nafn: Olinka Berova. Þess má geta að ,,01inka“ er tékk- neska orðið yfir smábarn, ,,baby“. Nú var áróðursvélin sett í gang. Það skipti engu máli hvað það kostaði. Hún var sögð fjórum árum yngri en hún var, dregin úr einni verzluninni í aðra, og var mynduð í bikini, minipilsum og glæsilegum kvöld- kjólum, og það var sagt að hún væri fyrsta austantjaldsleikkon- an, sem léki í vestrænni kvik- mynd. En hin fagra Olinka hefur ekki, þrátt fyrir ellefu kvik- myndahlutverk, látið það stíga sér til höfuðs. Vikulega skrifar hún löng bréf til foreldra sinna í Prag. Annars er móðir hennar Vínarbúi og faðir hennar er ætt- aður frá Bremen, og heitir ein- faldlega Schober. Enskan hennar er ekki upp á marga fiskana, en þar hjálpar Brad henni, og svo talar hún þýzku með skemmti- legum hreim. — Mér gengur betur að gera hlutina en að tala, segir hún sakleysislega.... 50 VIKAN 34-tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.