Vikan - 15.08.1968, Blaðsíða 9
Þ|óðverfar viija ekRI
vera dús
í Svíþjóð og víðar er það nú
orðið utþreidd venja að yfirmenn
eru dús við undirmenn sína. Bror
Kexed í félagsmálaráðuneytinu
reið á vaðið og sagði: „Kallið
mig bara Bror“!
En það er nú eitthvað annað.
í Vestur-iÞýzkalatndi. Ágætt
dæmi um það eru réttarhöld,
sem nýlega voru haldin í Wolfs-
burg í Neðra-Saxlandi. Einn
starfsmaður hjá VW-verksmiðj-
unum var svo klaufalegur, þeg-
ar hann ók bíl sínum inn á stæði,
að hann lokaði fyrir akbrautina.
Einn af aðstoðarmönnunum við
verksmiðjuna kom akandi, flaut-
aði frekjulega og kallaði: „Ef
þú getur ekki ekið betur en
þetta, þá ættirðu að skilja bíl-
inn eftir heima!“
Þetta mál var útkljáð fyrir
dómstóli og sakborningur var sá
sem flautaði og öskraði. Dómar-
inn komst að þeirri niðurstöðu
að hann hefði gróflega brotið af
sér með því að þúa andstæðing
sinn, hann hafði sem sé brotið
siðareglurnar. Hann var dæmd-
ur til að greiða sektarfé fyrir
freklega móðgun ....
Hve hættuleglr geta
fuglar verlð?
Hvað skeður ef þota rekst á
fugl? Þessi spurning hefir oft
verið til athugunar, og nú hefir
verið framleidd í Englendi sér-
stök fallbyssa, sem skýtur fugl-
um á flugvélar.
Fuglabyssan var framleidd í
Farnborough. Með henni er hægt
að skjóta dauðum kjúklingum,
sem vega allt að því 2 kíló, fram-
an að flugvélum og hraðinn er
miðaður við það að fuglar fljúgi
á flugvélina.
Árekstur flugvéla og fugla get-
ur haft alvarlegar afleiðingar. Á
þeim hraða, sem hér er um að
ræða, getur fugl auðveldlega gert
gat á flugvélina. Önnur tilfelli
geta líka orsakað slys, t.d. ef
fugl lendir í mótornum, eins ef
hann lendir á framrúðunni, get-
ur hann brotið rúðuna.
Með þessari fuglakanónu á að
vera hægt að prófa styrkleika
vélanna og hvernig er hægt að
útiloka það að fuglar geti valdið
flugslysum. Það eru sérstaklega
hernaðaryfirvöldin sem hafa á-
huga á þessu mál, þar sem
sprengjuþotur framtíðarinnar
fljúga með æ meiri hraða og geta
líka flogið lægra.
Það er líka hægt að skjóta smá-
fuglum, eins og dúfum, að flug-
vélunum, með byssum. Það hefir
verið sannað að dúfa, sem skot-
ið er úr byssunni, með um það
bil 1000 kílómetra hraða, getur
brotið framrúðu, sem er % úr
tommu á þykkt.
Rannsóknum er haldið áfram
til að vita hvort heldur á að halla
sér að þykkra og sterkara gleri,
eða að reyna að leysa þennan
vanda á einhvern annan hátt.
☆
Þannig litur flugvél út þegar
dúfa hefur flogið á hana. Hraði:
1.000 km á klukkustund. Þykkt
rúðunnar: % úr tommu.
Þessar frábæru
eldvarnarhurðir
eru smíðaðar eftir
sænskri fyrirmynd
og eru eins vand-
aðar að efni og
tæknilegri gerð og
þekking framast
leyfir. Eldvarnar-
hurðirnar eru sjálf-
sagðar fyrir mið-
stöðvarklefa,
skjalaskápa, her-
bergi sem geymd
eru í verðmæti og
skjöl, milli ganga
í stórhýsum,
sjúkrahúsum og
samkomuhúsum,
þar sem björgun
mannslífa getur
oltið á slíkri vöm
gegn útbreiðslu ^
elds.
Eldvarnarhurðir
GLÓFAXA eru
viðurkenndar af
Eldvarnareftirliti
ríkisins.
Glófaxi h.f.
Ármúla 24,
Sími 34236.
UarítfiÍark atðit
INNI
ÚTI
BÍLSKÚRS
SVALA
HURÐIR
ýhhi- Mtikutlif
H □. VILHJÁLMSHDN
RANAREOTU 12 SIMI 19669
32. tbi. VIKAN 9