Vikan


Vikan - 15.08.1968, Blaðsíða 15

Vikan - 15.08.1968, Blaðsíða 15
Syngur hjá Manfred Enn hefur hin ágæta hljóm- sveit Manfred Mann sent frá sér skemmtilegt lag, það er lagið „My name is Jack" eftir Paul Simon, þann snjalla lagahöfund og söngvara í kompaníi við Garfunkel. Svo virðist sem allir beztu laga- höfundar séu fúsir að Ijá Manfred Mann lögin sín. — Söngvari hljómsveitarinnar, Michael d'Abo á mikinn þátt í allri velgengninni. Michael er finnskur í aðra ættina, ættaður frá Ábo í Finnlandi. Og’ þiið er kannski allt Elvis að þakka. TLann var í upphafi fyrir- myndin og lceppikeflið. Þannig er svo Cliff Richard í dag, fjölhæfur og vinsæll söngvari meff glæsilegan feril að baki. Myndin var tekin, er hann söng „Congratulation“ í Eurovision söngvakeppninni, en ckkert laga lians hefur orðið svo vinsælt sem einmitt það. Auolýsinya- brella Brezka hljómsveitin Plastic Penny hefur ekki látið ýkja mikið að sér kveða, ef und- an er skilið lagið „Pictures of Machticman", sem náði þó nokkrum vinsældum nýlega. Þess vegna fannst liðsmönn- um hljómsveitarinnar tími til kominn að gera róttækar ráð- stafanir til þess að komast í sviðsl jósið aftur. Þeim datt það snjallræði [ hug að fá leigðan fíl — og á honum brokkuðu þeir allir fimm um götur Lundúnaborgar. — í þessari hugmynd var samt ekki gert ráð fyrir því, að einn þeirra félaganna myndi detta af baki. Sú varð nú samt raunin og handleggs- brotnaði kappinn í ofanálag. Þar með var ævintýrið auð- vitað úti, því að ekki voru þeir félagar það borubrattir að þeir þyrðu að halda áfram ferðinni eftir að í slíkt óefni var komið. Þessi mynd af Cliff og The Shadows var tekin ekki alls fyrir löngu. Lenst t. v. er trommuleik- arinn, Brian Bennett. Þá er Cliff og síffan Hank Marvin, sólógítarleikari Shadows, en glókollur- inn viff hliff hans heitir Jimmy Saville og er vin- sæll útvarpsmaffur í Bretlandi. 32. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.