Vikan - 15.08.1968, Blaðsíða 41
SAGA EFTIB
AGATHA CHIIISTIE
frá undarlegum hlutum, eins og tildæmis
stúlkunni, sem var að leggja niður rækjur
og týndist allt í einu, en ég skil ekki að yður
þætti neitt varið í þá sögu, því þetta reyndist
vera svo hversdagslegt allt saman, þó það
bregði raunar birtu á eðlisfar okkar mann-
anna.“
,.Það voruð þér, sem komuð mér í skilning
um það, hve mikilsvert er að þekkja eðlis-
far okkar mannanna," svaraði Sir Henry.
Ég held, að við ættum að fá að heyra þessa
sögu, um rækjurnar. Eruð þér tilbúin, ung-
frú Marple?“
„Ég held að þér séuð að narrast að mér,
Sir Henry. Þetta er nauðaómerkileg saga, en
þegar ég hugsa mig betur um, þá minnist
ég að minnsta kosti eins atburðar, nei, það
er ekki nóg að kalla það atburð, það var
harmsaga, já mikil harmsaga. Ég var að dá-
litlu leyti við þetta riðin, og ég hef aldrei
séð eftir því sem ég gerði, nei — það er öðru
nær. En það gerðist ekki í St. Mary Mead.“
„Það þykir mér leitt,“ sagði Sir Henry,
en ég verð að reyna að láta mér það lynda.
Ég vissi svo sem að það mundi ekki verða
til einskis að biðja yður um sögu.“
Hann setti sig í hlustunarstellingar og
ungfrú Marple roðnaði lítið eitt.
„Nú vona ég, að ég geti sagt sómasamlega
frá,“ sagði hún áhyggjufull. Mér finnst alltaf
að ég eigi hálf bágt með að koma fram þar
sem margir eru. Reynið samt að sýna um-
burðarlyndi þó hnökrar verði á frásögninni,
það er svo yfrið langt um liðið. Eins og ég
sagði áðan á þetta ekkert skylt við St. Mary
Mead. Það gerðist á vatnslækningahæli."
„O, sussu, sussu, engan stað veit ég jafn
andstyggilegan sem vatnslækningahæli eru
og geta verið,“ sagði Bantry ofursti. „Farið
á fætur fyrir allar aldir til að drekka vatn
með rykbragði. Og svo allt þvaðrið og milli-
burðarkjaftatíkarhátturinn í kerlingunum.“
„Því miður get ég ekki neitað þessu,“ sagði
ungfrú Marple,“ En þó vil ég segja það um
hneykslissögurnar, að af þeim er margt; og
mörgum, einkum ungu fólki, leiðist þetta
ákaflega, en þó nennir enginn af þessu
hneykslaða fólki, nokkuð að athuga málið.
Það reynir aldrei að rannsaka, hvað hæft
kunni að vera í þessu. Megnið af kjaftasög-
unum er uppspuni, og það tekur út yfir. Það
mundi koma í ljós við nákvæma athugun,
að níu af hverjum tíu eru upplognar. En ein-
mitt af þeim, sem upplognar eru, hefur fólk-
ið mest gaman.
„Já, af skarplegum ágizkunum,“ sagði Sir
Henry.
„Nei, ekki því, alls ekki. Það er lífsreynsl-
an, sem máli skiptir. Þær konur, sem frændi
minn, rithöfundurinn, kallar „konur, sem er
ofaukið“, hafa lítið að gera, og aðaláhuga-
mál þeirra er annað fólk, og í því verða þær
slyngustu sérfræðingar. Unga fólkið nú á
dögum talar óhikað um hluti, sem við þorð-
um ekki að nefna, en samt er það svo sak-
laust, að við hefðum mátt þakka fyrir. Ef
maður dirfist að finna að við það, fær maður
svei mér á baukinn, þú ert frá Viktoríutím-
anum, og verra verður ekki sagt við gamla
konu. Það er eins og sagt væri: ég reikna
þig fyrir einn sléttan eldhúsvask.“
„Nú, hvers á eldhúsvaskur að gjalda?“
sagði Sir Henry.
„Engin nhlutur á heimili er nytsamari, þó
ekki stafi af neinn skáldlegur ljómi. Nú
hlýt ég að kannast við það, að mér stendur
ekki á sama um allt, og oft hafa mér sárnað
athugalausar fullyrðingar. Ég veit, að karl-
menn hafa lítinn áhuga á heimilishaldi, en
samt ætla ég rétt að minnast á vinnukonuna
mína fyrrverandi, hana Ethel, sem var ljóm-
andi lagleg stúlka, og ekkert nema þægðin.
Samt þóttist ég sjá við fyrstu sýn, að þetta
væri samskonar pía og þær Annie Webb
og stúlkan hennar vesalings frú Bruitts, að
hún kynni ekki fremur skil á eignarrétti ná-
unga síns en þær, og þessvegna sagði ég
henni upp sem bráðast, en ég gaf henni samt
meðmæli. í þeim stóð að hún væri grandvör
og viljug, en samt varaði ég frú Edwards
við að taka hana, svo enginn vissi, og Ray-
mond frændi minn varð öskuvondur og
skammaði mig og sagðist aldrei hafa vitað
annan eins ótuktarskap — já ótuktarskap!
En svo lenti hún hjá Lady Ashton, — þá
þóttist ég laus allra mála, og hvað skeði?
Allir kniplingarnir á nærfötum hennar og
tvær demantsbrjóstnælur horfnar, og stelpan
á bak og burt um miðja nótt, og síðan hefur
ekkert til hennar spurzt!“
Ungfrú Marple þagnaði snöggvast, and-
varpaði síðan og hélt áfram.
„Ég býst við þið segið, að ekkert sam-
hengi sé milli þess arna og þess sem gerðist
í heilsuhælinu í Keston Spa — en samt er
það svo. Það bregður nefnilega ljósi á þá
staðreynd, að í fyrsta sinn, sem ég sá Sand-
ers-hjónin saman, þá vissi ég, að hann ætlaði
að fyrirkoma henni.“
„Hver skollinn,“ sagði Sir Henry og hall-
aði sér áfram.
Ungfrú Marple leit hýrt til hans.
„Það er satt sem ég segi, Sir Henry, ég
var aldrei í neinum vafa um þetta, en auð-
vitað sagði ég engum frá því. Herra Sanders
var hávaxinn, fríður, hi-austlegur maður,
glaðlyndur og þægilegur við alla. Og svona
líka riddaralegur við konuna sína. En það
blekkti mig ekki. Ég sá það glöggt, að hann
ætlaði sér að myrða hana.
„En kæra ungfrú Marple ....“
32. tbi.
VITÍAN 41