Vikan


Vikan - 15.08.1968, Blaðsíða 36

Vikan - 15.08.1968, Blaðsíða 36
 HEILDYERZLUN AGNAR K. HREINSSON merki sem hægt er að treysta. KOLOKFILM ekta kalki- pappír fyrir vélritun. SMITAR EKKI Hreinar hendur — hrein afrit — hrein frumrit. ÓSLÍTANDI Endist lengur en annar kalkipappír. BIÐJIÐ UM KOLOKFILM kalkipappírinn. KOLOK — leturborðar úr plasti og silki fyrir allar tegundir véla. Einnig hinir heimsfrægu „SUPER-FINE“ leturborð- - Til afgreiðslu strax - Pósthólf G54 — Sími 16382. — Meinarðu það sem Archie ...... Hann gleypti munnvatn. — Heyrðu mig Robina. Ég verð að skýra þetta ....... — Það er ekkert að skýra. Mig grunaði svo sem áður, að það væri fiskur undir steininum. Það er bara eitt, sem ég ekki skil: Hvers vegna þú hélzt þig ekki að veðmálinu og fórst með mig í tilraunaleikhúsið. — Robina, þú verður að hlusta á mig. Hann greip heljartaki um handlegginn á mér og dró mig út í háskólagarðinn. — Mig hefur langað til að kynnast þér, síðan Archie kynnti okkur í lok vorannarinnar. Ég var viss um, að þú værir skemmtileg. Maður þreytist á því að vera allt- af trúður. En þú veizt, hvernig það var mér gazt ekki að því, að þú værir betri en ég, það skal ég fúslega viðurkenna. En það er ekki siður að láta á sér sjá, að maður sé á hnot- skóg eftir góðum einkunnum. Og þú getur ekki neitað því, að það er erfitt að kynnast þér. Svo þegar nokkrir strákanna efuðust um hæfileika mína til að .... ja, í vissa átt, fékk ég ástæðu til að ryðjast að þér. Við námum staðar undir tré. Vindkviða feykti nokkrum gulnuðum laufum til jarðar. Eitt þeirra hafnaði á handleggnum á honum, og hann handlék það með hinni hendinni. — Þegar ég fékk þig með mér upp í kúluna, þekkti ég þig ekk- ert. Þá var allt í lagi með veð- málið. En svo gat ég ekki hald- ið áfram með það. Ég hataði sjálfan mig, þegar ' við vorum í leikhúsinu. Og ég er feginn, að þú skulir hafa komizt að öllu. Nú getum við byrjað upp á nýtt. Viltu þá ekki kaffið? Hann kastaði frá sér laufinu, og það fauk burtu. Hann brosti til min, feimnislegur í augun- um. Og þá hljóp ég á mig. — Því miður, svaraði ég. — Ég fer heldur á bókasafnið. Hann tautaði eitthvað. Rödd- in var kurteisleg, andlitið lok- að, og svo fór hann. Dagarnir liðu. Ég sá hann á hverjum þeirra. Við sóttum sömu fyrirlestrana, átum í sama matsal. Þegar við sáumst, brosti hann til mín, en reyndi aldrei að tala við mig. Ég ímynd- aði mér hann ekki lengur róm- antískan draumaprins, heldur mann, sem ég vildi gjarnan kynnast. Október kom, og Susan og Carrie voru önnum kafnar við undirbúning hausthátíðarinnar. Þeim tókst að lokka mig til að vera Hka í undirbúningsnefnd- inni og ég lofaði að hjálpa til að bera fram hressingu. Carrie átti að vera spákona, og við skemmtum okkur konunglega við að búa til spár um þá stú- denta, sem við þekktum. Kvöldið kom, og ég var á mínum stað við afgreiðsluborð- ið. Það var raunar ágætt. Ég sá allt, sem fram fór, og þurfti ekki að ergja mig yfir því að enginn skyldi bjóða mér upp og þaðan af síður að brjóta upp á ein- hverju umræðuefni ef einhver skyldi álpast til þess. Um ellefu- leytið kom Susan til mín. — Robina, hvað eigum við að gera? Carrie hefur spáð linnu- laust frá því að opnað var og er uppgefin. Gail Manning lof- aði að leysa hana af frá éllefu til tólf, en hún er gersamlega horfin. Það er löng biðröð utan við spákonutjaldið, og ég veit ekki hvernig Carrie getur feng- ið hvíld. — Getur ekki einhver önnur hlaupið í skarðið? Susan starði á mig: — Getur þú eklci gert það? — Ég? — Það er svo rólegt hérna núna, sagði Susan. — Og þar að auki ert þú í undirbúnings- nefndinni. — En ég get ekki — Nei, svaraði hún fyrirlit- lega. — Mér datt heldur ekki í hug, að þú myndir gera það. Ég stóð grafkyrr með ákafan hjartslátt og horfði á Susan ganga til dyranna. Mér datt heldur ekki í hug, að þú myndir gera það! Nei, það var tilgangslaust. að biðja Robinu Tracey um eitt eða neitt. Flún var of feimin, hún var svo óaðgengileg, það varð ekki annað séð en hún byggist við einhverju hræðilegu, ef hún gerði uppskátt um, að hún væri manneskja. — Susan, hrópaði ég og hljóp á eftir henni. — Ef Gail kemur ekki, skal ég leysa Carrie af. Hún anzaði ekki strax, og augnaráðið, sem hún sendi mér, snart mig illa. Svo kastaði hún sér um hálsinn á mér. — Þú ert engill! Ég skal segja Carrie, að þú komir strax og þú getur. Hún flýtti sér burt, en ég stóð eftir með kveisusting yfir því, sem sært stolt hafði komið mér til að takast á hendur. Gail Mannihg lét ekki sjá sig, og innan stundar stóð ég í spá- konutjaldinu og fór í svörtu mussuna, sem Carrie hafði skrýðzt. Ég fékk grímu yfir aug- un, gráa, úfna hárkollu og svart- an kramarhússhatt þar ofan á. — Þú ert óþekkjanleg, hvíslaði Carrie. — Þú litur út eins og alvörunorn! Ástarþakkir! Ég kem aftur klukkan tólf. Hún rétti mér peningakass- ann. — Sjáðu um, að þau borgi almennilega. Mundu, að pening- arnir renna til góðs málefnis. Svo hvarf hún. — Ég held, að mér hafi aldr- ei liðið eins illa og þetta andar- tak. Ég hafði alltaf verið feim- in og hrædd um að verða að athlægi, og hér stóð ég í dimmu tjaldi og átti að spá fyrir þess- um flissandi flónum. stóðu fyrir utan. Ég varð að taka á öllu mínu þegar sá fyrsti kom inn. Það var raunar ekki svo erf- itt. Það var indælis stúlka, sem ég þekkti vel. Hún rétti mér nokkra smápeninga og ég laut yfir hönd hennar meðan ég reyndi að ímynda mér, hvað al- vöruspákona myndi gera. Svo stökk ég út í fenið. É'g lét sem ég rannsakaði hönd hennar ná- kvæmlega og kom með langan lestur um unga menn, löng ferðalög og mikil auðæfi. Rödd mín var afskræmd af æsingi og feimni, svo það var ekki erfitt að láta sem hún væri gömul og brostin. Þetta gekk smám saman betur. Ég hraðlaug um ijómandi fram- tíðarhorfur og kryddaði þær með voveiflegum viðvörunum 36 VIKAN 32- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.