Vikan - 15.08.1968, Blaðsíða 7
Sannleikurinn er sá, að
Darwin hélt þessu aldrei
fram, heldur fundu óvinir
hans þetta upp, er hann
kom fram með kenningu
sína. Hún sá dagsins ljós
í bók Darwins, „Uppruni
tegundanna“, sem gefin
var fyrst út 1859. í henni
heldur höfundur fram, eða
öllu heldur telur, að mað-
urinn og apinn eigi sama
forföður.
Virðingarfyilst,
K. A. V.
PS: Þakka fyrir allt
gamalt og gott.
Við þökkum kærlega
fyrir þetta bréf. I»að er
Iaukrétt hjá bréfritara, að
Darwin hélt því aldrei
fram, að „maðurinn væri
kominn af öpum“. Hins
vegar var kenning hans
túlkuð og rangfærð á þenn-
an liátt, auðvitað af þeim,
sem ekki trúðu á liana og
vildu gera hana hlægilega.
En þessi gamla rangtúlkun
hefur orð'ið býsna lífseig.
Það sést bezt á því, að í
umræddri grein var sagt
frá kvikmynd, sem byggð
er á frægri skáldsögu. Höf-
undur hennar snýr dæm-
inu við og ímyndar sér, að
þróunin liafi verið í öfuga
átt og aparnir séu „komn-
ir af“ mönnum. Auðvitað
veit höl'undurinn eins og
allir sem þekkja kenning-
ar Darwins, að það er ekki
allskostar rétt, að „maður-
inn sé kominn af öpuin“.
Hann notar aðeins þennan
ramma til þess að koma
heimsádeilu sinni á fram-
færi.
„VIÐ VILJUM MEIRA BLÓÐ"
Kæri Póstur!
Ég hef aldrei skrifað þér
áður, en mig langar svo að
biðja þig að ráða fyrir mig
draum, sem mér finnst ein-
kennilegur. Ég held, að það
geti haft þýðingu fyrir
mig að fá ráðningu á hon-
um. Draumurinn er svona:
Mér fannst ég vera dá-
in og fleira fólk, sem ég
þekki. Öll vorum við út-
ötuð blóði, og mér leið svo
illa, að mér fannst ég
myndi ekki afbera þetta.
Þá kemur stúlka til mín.
Hún var kát og reyndi að
hughreysta mig. Hún
kynnti mig fyrir ungum,
ljóshærðum pilti, og mér
fannst ég verða ástfangin
af honum. (É'g vil taka
það fram, að ég er trúlof-
uð). Þá sé ég dökkhærðan
mann, sem mér finnst vera
V
illa innrættur.. Mér fannst
það vera hann, sem vildi
allt þetta blóð. Síðan er
mér litið á vegginn og sé
þar sjónvarpsskerm. Inni í
þessum skermi sé ég mann.
Hann var ógeðslegur á að
líta. Og mér fannst hann
segja: „Við viljum meira
blóð.“ Mér fannst hann
segja það á ensku. Þá
finnst mér dökkhærði mað-
urinn segja: „Þú færð ekki
meira blóð.“ Þá segi ég við
hann: „Þú ert ástfanginn.“
Um leið lítur hann á mig
og ég er sannfærð um, að
hann sé ástfanginn af mér.
Lengri var draumurinn
ekki. Ég vona, að þú getir
ráðið hann fyrir mig.
Með fyrirfram þakklæti.
Virðingarfyllst,
Á. G.
Þetta er talsvert athygl-
isverður draumur. f hon-
um gætir sýnilega áhrifa
frá sjónvarpinu og öllum
þeim blóðsúthellingum, er
þar eru sýndar. En slepp-
um því. Við álítum, að
draumurinn tákni, að þú
munir giftast manninum,
sem þú ert trúlofuð núna.
En ýmislegt á eftir að ger-
ast þangað til það verður,
og flest af því hefur í för
með sér mikla andlega
áreynslu. Stúlkan, sem var
kát og vildi hughreysta
þig, er tákn hinna farsælu
málaloka. Enda þótt þér
hafi fundizt í draumnum,
að hún væri að kynna þig
fyrir ungum, ljóshærðum
pilti, — þá erum við þeirr-
ar skoðunar, að það sé ein-
mitt maðurinn, sem þú ert
trúlofuð núna. En þú sérð
hann í nýju ljósi og end-
urskoðar mat þitt á honum
með mjög jákvæðum ár-
angjri. Blóð í draumi er
fyrst og fremst ráðið sem
fyrirboði óþægilegra frétta.
Þú lendir sem sagt í erfið-
leikum, en allt fer vel að
lokum.
ÓSKIR RÆTAST
Svar til Eins í vanda:
Við erum á sömu skoð-
un og spákonan, sem þú
fórst til. Það bendir margt
til þess, að úr rætist, jafn-
vel strax í haust. Þú skalt
því vera bjartsýnn og von-
góður og varast að gera
neitt þáð, sem getur spillt
fyrir góðum árangri.
HAGSÝN
HÚSMÓÐIR
NOTAR
Höfum einnig fyrirliggjandi allt efni til:
HITA-, VATNS- og SKOLLAGNA.
Meifur JénssoB hf.
BYGGINGAVÖRUVERZLUN — BOLHOLTI 4
SÍMAR: 3 69 20 — 3 69 21
V__________________________________;
32. tbi- VIKAN 7