Vikan


Vikan - 15.08.1968, Blaðsíða 10

Vikan - 15.08.1968, Blaðsíða 10
Kunningjar mínir halda, að ég fari á íþróttavöllinn að sjá knattspyrnukappleiki til þess að sigra í huganum, en slíkt telst ærinn misskilningur. Afstaða mín til úrslita þar hrekkur ekki lengra en að ég vilji, að skárra liðið vinni. Þó fer því fjarri, að ég sé hlut- laus áhorfandi. Það er ómögulegt, ef maður fer á völlinn. Annars sæti maður heima. Blíðast sumarveður í Reykjavík, meðan ég er á fótum, mun tvímælalaust á kvöldin. Ár- risulir samborgarar verða raunar sama var- ir eldsnemma á morgnana, en það þekki ég aðeins af frásögnum annarra. Hins vegar þykist ég sæmilega dómbær á kvöldblíðuna í höfuðborginni. Þá sígur á landið höfg kyrrð og mildur friður. Dýrlegt er að iifa þær stundir undir beru lofti. Ég les ekki blóm eða tíni steina í ríki náttúrunnar, en mér finnst indælt að vera úti í góðu veðri. Þess vegna fer ég stundum á iþróttavöllinn og fæ það orð á mig, að ég sé knattspyrnuunnandi. Sannleikurinn er þó aðeins sá, að ég get lagt á mig að sjá knattspyrnu í reykvískri kvöld- blíðu. Ungum fannst mér stórfurðulegt, að tutt- ugu menn í tveimur jöfnum flokkum skyldu nenna að elta bolta langan tíma í þeim tilgangi að pota honum framhjá markvörðunum og í netið. Mér virtist slíkt heimskulegt erfiði, enda var þá auðvelt að þreyta sig á annan hátt. Nú er öldin önnur. Æskan þarf að hreyfa sig og svitna, því að ella kafnar hún í stofureyk. Þess vegna mæli ég með íþróttunum. Sízt er undarlegt, að hraustir strákar fáist til að keppa í knattspyrnu. Hitt furðar mann, að áhorfendur skuli nenna að sitja eða standa á íþróttavellinum kvöld hvert að kalla og fylgjast með því af lífi og sál hver tapar. Kannski vilja þeir vera úti í góðu veðri eins og ég? Gefur víst að skilja, en þeir fara margir á völlinn, þó að blási og rigni og ég sitji heima. Mér dylst heldur ekki, að þeir gleymi iðulega veðurblíðu og kvöldfegurð við að horfa á höpp og glöp keppendanna. Reykvíkingar fara á knattspyrnuleiki til að hrista af sér hversdagsleikann, hæglætið, kurteisina og jafnlyndið. Þar leyfist þeim að gerast óháðir umhverfinu og hegða sér svip- að og í réttunum og á lokadaginn forð- um, meðan íslendingar voru enn sveitamenn. Sama kennist á taflmótum, og þó verða menn þar að hvíslast á. Virðulegir borgarar skipta gjarnan skapi við að horfa á skák, og margur yrði til þess að kalla og jafnvel æpa hvatningarorð að Friðriki Ólafssyni, þegar hann veldur mestri eftirvæntingu. Það leyf- ist ekki í þeirri íþrótt, en þykir sjálfsagt og nauðsynlegt á knattspyrnuleikjum. Mun þá ekki skýringin fundin? Ég hygg, að drykkju- skapur væri drjúgum meiri í Reykjavík, ef íþróttirnar vantaði. Nútímamaðurinn verður einhvern veginn að sleppa öðru hvoru aftur til náttúrunnar og fá að fara sínu fram um skoðanir og athæfi án þess að vera ábyrgur að lögum. Einstaklingarnir vilja safnast í flokka, þó að hópurinn kjósi að skiptast í einstaklinga. Naumast sætir tíðindum, að ungir elskend- ur leiðist á íþróttavöllinn að horfa á knatt- spyrnu. Þeir tryggja sér þannig að missa ekki hvor af öðrum undir nóttina. Hitt er frásagnarvert, þegar stúlkunni sinnast við piltinn sinn af því að KR tapar fyrir Val, en það getur hent, ef hún er fædd og uppalin í vesturbænum og hefur enn ekki tamið sér skilyrðislausa undirgefni. Aldrei myndi ég láta mér til hugar koma að vera á öndverð- um meiði við fallega konu á íþróttavellinum. 10 VIKAN 32-tbl- Slíka æsingu forðast maður nema í forseta- kosningum eða prestskjöri. Ungu fólki er hins vegar gjarnt og ljúft að gefa sig til- finningunum á vald. Ógleymanlegt finnst mér, hvað stéttaskipt- ingin má sín lítils á íþróttavellinum. Þar leyf- ist launþeganum að kalla atvinnurekandann kjána, og aulinn þykist hafa meira vit á knattspyrnu en spekingurinn án þess að til sé tekið af einum eða neinum. Faðirinn verð- ur þar að sætta sig við, að sonurinn sverji í BAGFARI NÚTÍMANS HELGI SÆMUNDSSON SKRIFAR sig 1 móðurættina og dóttirin standi upp í hárinu á honum eins og ekkert sé. Hjón eggja sitt liðið hvort, og flokksbræður veitast hver gegn öðrum í mati og áliti. Þannig gerist á íþróttavellinum sú uppreisn, sem annars stað- ar kostar blóðsúthellingar eða örkuml. ís- lendingar hljóta einhvern veginn að bæta sér upp, að hér tíðkast ekki herþjónusta eða vopnaburður. Þess vegna sæmir okkur ekki að telja eftir fjárveitingar til íþróttahreyf- ingarinnar og starfsemi hennar. Hún vinnur fyrir sínu og ekki síður á áhorfendapöllunum en leikvanginum. Gamlir menn kasta ellibelgnum, þegar knattspyrnuleikir gerast tvísýnir. Uppgjafa skipstjóri, sem hefur setzt í helgan stein, verður þá skapríkur og tilætlunarsamur eins og þegar hann sótti sjóinn af ófyrirleitnu kappi og lætur sig engu skipta um sinn, hve- nær hann kemst að á Hrafnistu. Hann geng- ur í endurnýjungu lífdaganna, gleðst og reið- ist, biður og skipar, hrífst og hneykslast. Leikurinn verður honum alvara, og hann gleymir fyrr en varir stund og stað milli vonar og ótta. Þvílíkt er vald ímjmdunarinn- ar, sem gerir manninn að æðstu skepnu jarð- arinnar til góðs og ills. Mörg kvöld man ég þekk á íþróttavellin- um í Reykjavík, en ekkert eins og einu sinni í hittifyrra. Veður var kalt fram eftir degi, stormur og rigning eins og oft bregður við sunnan lands, en svo stytti upp og lygndi. Þvegin jörðin vafin flosmjúku grasi ilmaði og skein í djúpri kyrrð, sundin blá spegil- slétt, þokan horfin af fjöllunum á svipstundu og friðurinn himneskur eins og í musteri. Þá fórum við Andrés Björnsson á íþróttavöll- inn, en okkur var sama, hvort liðið vann, því að kvöldið gagntók okkur. Ef til vill er skýlla allan sólarhringinn í dölum frammi eða uppi, en hvergi fegurra en í Reykjavík, þegar hún skartar drottningarlegast, jafnvel ekki í flæðarmálinu austan fjalls, og hefur mér þó aldrei liðið betur en í skeljasandin- þar með opið haf alla leið á suðurheimskauts- landið, enda þá barn að aldri. Allt í einu vorum við í mannþrönginni og leikurinn hafinn. Þá skildist mér, hvers vegna landið fannst og byggðist. Auðvitað á að vera hér fólk og þjóðlíf. En dýrleg hefur Reykja- vík verið í augum fyrsta landnámsmannsins, hrein og skær og ósnortin eins og sakleysið og vonin. Samt ræður mannlífið úrslitum um gæfu hennar og farsæld, og hún hefur átt mikilli hamingju að fagna. Aldrei skil ég þær hofróður, sem ekki þola lykt í Reykjavík og vilja, að höfuðborgin sé eins og kölkuð gröf. Henni fer vel fiskiang- an, verksmiðjukeimur og mannaþefur. Lif- andi borg sæmir engan veginn dauður farfi. Aldursmunur áhorfenda á íþróttavellinum verður mér stundum íhugunarefni. Unga fólkið kemur þangað hraust og glatt. Það ræður sér naumast fyrir þrótti og kæti. Auð- vitað hryggist það, ef leikur tapast, en því er harmurinn lítil alvara. Það veit, að ný tækifæri gefast að keppa og sigra. Æskan heilsar á íþróttavellinum lífinu og framtíð- inni. Gömlu mennirnir koma aftur á móti hæglátir og þungstígir. Þeir gleðjast að sönnu, ef liði þeirra veitir betur, og verða þá hressir í bragði, en mótlætið raskar ekki ró öídunganna. Gamlir menn eru slíku vanir. Kappleikurinn er þeim dægrastytting. Þeir kveðja á íþróttavellinum samtíð og þjóðfélag, en fagna því gjarnan að gleyma biðinni stundarkorn í teitu samsinni. Magnús gamli á Njálsgötunni fékkst aldrei við íþróttir, meðan hann var og hét, en nú Framhald á bls. 33.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.