Vikan


Vikan - 15.08.1968, Blaðsíða 46

Vikan - 15.08.1968, Blaðsíða 46
 VIKAN OG HEIMILIÐ ritstjóri: Gudridur Gisladóttir. Súrmjólk er lystugur matur ó sumrin og það mó bera hana fram ó margan hótt. Þar að auki hafa margir þá trú, að hún sé ekki fit- andi, og fyrir þaer, sem ekki vilja eyða mörg- um stundum í eldhúsinu á sumrin, er sóra- lítil fyrirhöfn við framleiðslu hennar, jafnvel þótt henni sé ekki hellt beint úr pakkanum ó diskinn. Það mó gera úr henni lystuga drykki, nota hana með öðru sem ábætisrétt, hafa hana í kryddaðar sósur út ó kjöt og fisk og sem ídýfu við standandi borðhald eða í kokkteilboði. Hér ó eftir verður bent á nokkra rétti. f i DRYKKIR Appelsínudrykkur. V2 — 1 dl pressaður safi úr appelsínu og 2—2\'2 dl súrmjólk er þeytt vel saman og borið fram strax, vel kalt. Bananadrykur. Merjið vel V2—I banana og þeytið mjög vel saman við 2—2V2 dl súrmjólk og 1—2 tsk. sykur. Sítrónu-súrmjólk. t»eytið saman 1 egg og 1 dl sykur og hrærið safa úr V2 sítrónu saman við. Þeytið súrmjólkina vel og bætið e.t.v. dálitlum þeyttum rjóma saman við og blandið öllu saman og þeytið vel á meðan. Epladrykkur. Þeytið saman 2—2V2 matsk. eplamós úr dós og 2—2i/2 dl súrmjólk. Appelsínu-súrmjólk. ís með appelsínubragði settur á skál fyrir hvern gest og 3 dl blöndu af vel þeyttum rjóma og þeyttri súrmjólk hellt yfir og 4 matsk. af ristuðum möndluflögum stráð út á. SÓSUR MEÐ FISKI í eftirfarandi sósur er betra að blanda nokkru af þeyttum rjóma saman við þeytta súrmjólkina, en sé það ekki gert og sé súrmjólkin mjög þunn og laus í sér, má láta renna aðeins úr henni með því að hella henni gegnum þunnan klút. Sinneps- og- piparrótarsósa. 2 dl súrmjólk, 3 tsk. sinnep, svolítið salt eftir smekk það fer nokkuð eftir því, hvort sinnepið er salt, 1 tsk. piparrót. Líka má hafa annaðhvort sinnep eða piparrót í sósunni, en setja þá helm- ingi meira af hvoru. Sítrónu- og steinseljusósa. 2 dl súrmjólk, V2 tsk. salt. 1V2 tsk. smásaxaðar þunnar sítrónusneiðar með hýðinu, 3 matsk. smásöxuð steinselja. Hvítlauks- og grænmetissósa. 2 dl súrmjólk, V2 tsk. salt, 1 marið hvítlauks- lauf, 3 matsk. smásaxaður laukur eða púrra, 3 matsk. smásaxað blómkál, 2 matsk. smásöxuð steinselja til að strá yfir. Þessi sósa er t.d. góð þannig, að setja túnfisk á græn salatblöð, hella sósunni yfir og strá steinseljunni ofan á. Ristað brauð gott með þessu. ÍDYFA Eitthvað af þeim sósum, sem talað er hér um annars staðar á síðunni má nota sem ídýfu við kokkteilboð, þar sem franskar kartöflur, litlar kexkökur, paprikuhringir, lítil stykki af hráu blómkáli eða gúrkusneiðum o.fl. er dýft ofan í við borðið. ÁBÆTISRÉTTIR RÉTTIR OR SÚRMJÓLKUROSTI 1. Appelsínubitar settir saman við og púðursykri stráð yfir. 2. Epli rifið gróft á rifjárni og svolitlu sýrópi hellt yfir. 3. 2 matsk. eplamós út í súrmjólkina í diskinum, nokkrar piparkökur muldar í smábita og svo- litlu stráð yfir. 4. Bananasneiðar, rúsínur og grófsaxaðar hnetur settar ofan á dick-n:i. 5. Púðursykri, blönduðum með töluverðu engi- feri, stráð út á. 6. Corn-flakes eða hringir úr pakka með hvaða góðri sultu sem er eða aprikósukompotti. SÓSUR MEÐ KJÖTI Kryddsósa. 2 dl súrmjólk e.t.v. rjómablönduð, 3 tsk. sinnep, flök, 2 matsk. grófsaxaður kapris, 1 stór saxaður tómat, 2 matsk. smásaxaðar sítrónusneiðar með hýðinu. Sósan er góð bæði með köldum fiski og afgöngum af köldu kjöti. Piparrótar- og gúrkusósa. 2 dl súrmjólk (eða blanda af þeyttum rjóma og súrmjólk) V2 tsk. salt, 2—3 tsk. rifin piparrót, 5 matsk. smásöxuð gúrka. Góð með köldu kjöti eða grilluðum pylsum, kartöflumauki og grænu salati. Sinneps- graslauks- og eplasósa. 2 dl súrmjólk e.t.v. rjómablönduð 3 tsk. sinnep, salt, 4 matsk. smásaxaður graslaukur eða púrra, 1 smásaxað súrt epli. Þessi sósa er líka góð með grænmeti. Chilisósa. 2 dl súrmjólk, 1/2 tsk. salt, 4 matsk. chilisósa, 1 matsk. safi úr sítrónu, 1 marið hvítlaukslauf, caynnepipar eða tabasco eftir smekk, en það er hvort tveggja mjög sterkt. Örþunna, hráa lauk- hringi má setja ofan á sósuna, ef vill. Súrmjólkurostur. Úr hverjum lítra af súrmjólk fæst ca. 2 dl af osti og það tekur 12—15 klukkutíma að búa hann til. Það má geyma hann í ísskápnum, og ef hann verður of þykkur, má hræra hann með svolitlum rjóma, súrmjólk eða venju- legri mjólk. 1. Látið súrmjólkina standa í herbergishita um stund, hellið henni síðan í fremur þéttan klút, gjarnan diska- þurrku, sem lögð hefur verið yfir skál. 2. Hnýtið fyrir klútinn að ofan og hengið yfir skálina, svo að vökvinn renni af. Þannig á það að hanga í 12—15 klukkutíma. 3. Þegar vökvinn hefur runnið burt er osturinn tilbúinn, og ókryddaður er hann notaður með ávöxtum og salati og kryddaðar í ýmsan mat. Fylltir tómatar með súrmjólkurosti. 4 — 6 stórir tómatar eða fleiri minni, 2 dl súrmjólkurostur eða kannski við köllum það kvark eins og Svíar, V2 tsk. salt, I1/2 tsk. rifin piparrót, 100 gr barið nautakjöt í smá- ræmum eða hakkað, 4 matsk. söxuð gúrka. Skerið lok af tómötunum og skafið úr þeim með skeið, hrærið allt saman ásamt innihaldi tómatanna og fyllið tómatana með því og setjið þá á græn salatblöð. Liptauer. Það er austurrískur réttur búinn til úr súrmjólkurosti, en það er mauk, ætlað til að smyrja brauð með. 2 dl kvark, 1 saxaður laukur, 3 tsk. paprikaduft, iy2 tsk. kúmen, 2 matsk. grófsaxaður kapris. Mjög gott að strá graslauk ofan á, þegar búið er að smyrja, en maukið má geyma í ísskáp nokkra daga. Melóna með ostakremi. Blandið saman súrmjólkurosti og venjulegum smurosti til helminga og berið fram í skálum, en með því eru litlar kúlur, sem skornar eru úr melónu hafðar með, þá bornar fram í hálfu melónuhýðinu, sem er eins og skál í laginu. Ananasréttur. 2 dl súrmjólkurostur, 1 lítil dós marðir ananas, ristaðar möndluflögur eða kókósmjöl, súkkulaðikex. Blandið saman ostinum og ananasnum og stráið möndluflöguhum eða kó- kósmjölinu yfir. Berið fram í litlum skálum fyrir hvern og stingið súkkulaðikexi ofan í. Ýmislegt fleira úr súrmjólkurosti 1. Kalt sneitt kjöt með kvark, söxuðum graslauk og Framhald á bls. 33. ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦❖♦❖♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ 46 VIKAN 32- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.