Vikan - 15.08.1968, Blaðsíða 20
TalaS við Susan Hampshire, sem
leikur Fleur Forsyte í sjónvarpsleik-
ritinu „Saga Forsyteættarinnar“, sem
verður framhaldsleikrit í sjónvarpinu.
Hún er fyrsta stjarnan í litasjónvarp-
inu í Englandi, lék þá Becky Sharp í
„Vanity Fair“, fyrsta framhaldsleik-
ritinu sem tekið var í litum hjá BBC.
- Ég tek kvikmyndirnar fram yfir annað, ég get
eiginlega ekki undirstrikað það nógsamlega. Ég hef
alltaf verið hrifin af að leika í kvikmyndum, ég held
það sé vegna þess að ég hef trú á að þar sé ég í ess-
inu minu.
Frá hvirfli og niður að gullhælum á skónum henn-
ar er Susan Hampshire mjög ólík Becky Sharp, ófyrir-
leitnu stúlkukindinni í Vanity Fair eftir Thackeray,
sem hún lék hjá BBC. Þar á eftir lék hún Fleur For-
syte, sem líka er dálítið ófyrirleitin, í hinu langa
framhaldsleikriti BBC „Saga Forsyteættarinnar". Þar
hefur hún fengið geysi góða dóma.
Með járnvilja, sem mjög stangast á við fíngert út-
lit hennar, hafði hún, aðeins tuttugu og fimm ára,
Framhald á bls. 39
20 VIICAN 32-tbl-